Körfubolti

Helena heim í Hauka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helena Sverrisdóttir á vítalínunni á Hlíðarenda í vetur.
Helena Sverrisdóttir á vítalínunni á Hlíðarenda í vetur. VÍSIR/BÁRA

Helena Sverrisdóttir hefur samið við uppeldisfélagið Hauka og mun leika með liðinu næstu tvö árin en þetta var tilkynnt í dag.

Helena varð á dögunum Íslandsmeistari með Val en hún er ein allra besta körfuboltakona fyrr og síðar.

Helena spilaði með Haukum upp alla yngri flokkana áður en hun fór í atvinnumennsku.

Hún snéri svo heim í Hauka um stundarsakir áður en atvinnumennskan beið hennar á ný.

Helena samdi svo við Val fyrir tímabilið 2018/2019 og hefur orðið Íslandsmeistari með Val í tvígang.

Helena var í barneignafríi hluta af leiktíðinni en hún var með 13.5 stig, 9.6 fráköst og 4.8 stoðsendingar í 24 leikjum.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×