Þúsundir tóku þátt í gleðigöngu í Póllandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2021 08:35 Þúsundir tóku þátt í gleðigöngu í Varsjá í gær, þeirri fyrstu frá árinu 2019. Getty/Attila Husejnow Þúsundir gengu í gleðigöngu í Varsjá í gær og var þetta stærsti hinseginviðburður í sögu Póllands. Gangan er talið merki um andstöðu gegn yfirvöldum en hinseginréttindum hefur farið mikið aftur undanfarin ár. Forseti landsins, Andrzej Duda, hefur lýst yfir óhug sínum á hinseginfólki ítrekað og hefur hann meðal annars sagt „hinsegin-hugmyndafræðina“ verri en kommúnisma. Þá hefur hann heitið því að banna hinsegin pörum að gifta sig og ættleiða börn. Þátttakandi í gleðigöngunni heldur uppi skilti sem á stendur „Hinsegin er í lagi.“Getty/Attila Husejnow Samkynja pör í Póllandi mega ekki ættleiða en einhver sveitarfélög í Póllandi hafa heimilað umsækjendum að ættleiða bör sem „einstæð foreldri“. Fyrr á þessu ári lagði dómsmálaráðherra landsins hins vegar fram lagabreytingatillögu sem mun loka fyrir þann möguleika og þar með koma alveg í veg fyrir að hinseginfólk geti ættleitt. Þá hefur fjöldi bæja í Póllandi lýst því yfir að þeir séu „hinseginlaus svæði.“ Þær yfirlýsingar eru aðeins táknrænar og hafa enga lagastoð en má óneitanlega túlka sem aðför gegn hinsegin samfélaginu. Réttindum hinseginfólks hefur farið mjög aftur í Póllandi undanfarin ár.Getty/Attila Husejnow Rafal Trazaskowski, borgarstjóri Varsjár, var viðstaddur göngunni í gær og lýsti hann yfir stuðningi sínum við hinseginsamfélagið. „Ég er hérna enn og aftur til að sýna að við munum standa saman og standa með þeim sem minna mega sín, þeim sem aðrir reyna að útskúfa og ráðast á,“ sagði hann þegar hann ávarpaði mannmergðina. Pólland Hinsegin Tengdar fréttir Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. 6. ágúst 2020 06:59 Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34 Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Forseti landsins, Andrzej Duda, hefur lýst yfir óhug sínum á hinseginfólki ítrekað og hefur hann meðal annars sagt „hinsegin-hugmyndafræðina“ verri en kommúnisma. Þá hefur hann heitið því að banna hinsegin pörum að gifta sig og ættleiða börn. Þátttakandi í gleðigöngunni heldur uppi skilti sem á stendur „Hinsegin er í lagi.“Getty/Attila Husejnow Samkynja pör í Póllandi mega ekki ættleiða en einhver sveitarfélög í Póllandi hafa heimilað umsækjendum að ættleiða bör sem „einstæð foreldri“. Fyrr á þessu ári lagði dómsmálaráðherra landsins hins vegar fram lagabreytingatillögu sem mun loka fyrir þann möguleika og þar með koma alveg í veg fyrir að hinseginfólk geti ættleitt. Þá hefur fjöldi bæja í Póllandi lýst því yfir að þeir séu „hinseginlaus svæði.“ Þær yfirlýsingar eru aðeins táknrænar og hafa enga lagastoð en má óneitanlega túlka sem aðför gegn hinsegin samfélaginu. Réttindum hinseginfólks hefur farið mjög aftur í Póllandi undanfarin ár.Getty/Attila Husejnow Rafal Trazaskowski, borgarstjóri Varsjár, var viðstaddur göngunni í gær og lýsti hann yfir stuðningi sínum við hinseginsamfélagið. „Ég er hérna enn og aftur til að sýna að við munum standa saman og standa með þeim sem minna mega sín, þeim sem aðrir reyna að útskúfa og ráðast á,“ sagði hann þegar hann ávarpaði mannmergðina.
Pólland Hinsegin Tengdar fréttir Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. 6. ágúst 2020 06:59 Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34 Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. 6. ágúst 2020 06:59
Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34
Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37