Þúsundir tóku þátt í gleðigöngu í Póllandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2021 08:35 Þúsundir tóku þátt í gleðigöngu í Varsjá í gær, þeirri fyrstu frá árinu 2019. Getty/Attila Husejnow Þúsundir gengu í gleðigöngu í Varsjá í gær og var þetta stærsti hinseginviðburður í sögu Póllands. Gangan er talið merki um andstöðu gegn yfirvöldum en hinseginréttindum hefur farið mikið aftur undanfarin ár. Forseti landsins, Andrzej Duda, hefur lýst yfir óhug sínum á hinseginfólki ítrekað og hefur hann meðal annars sagt „hinsegin-hugmyndafræðina“ verri en kommúnisma. Þá hefur hann heitið því að banna hinsegin pörum að gifta sig og ættleiða börn. Þátttakandi í gleðigöngunni heldur uppi skilti sem á stendur „Hinsegin er í lagi.“Getty/Attila Husejnow Samkynja pör í Póllandi mega ekki ættleiða en einhver sveitarfélög í Póllandi hafa heimilað umsækjendum að ættleiða bör sem „einstæð foreldri“. Fyrr á þessu ári lagði dómsmálaráðherra landsins hins vegar fram lagabreytingatillögu sem mun loka fyrir þann möguleika og þar með koma alveg í veg fyrir að hinseginfólk geti ættleitt. Þá hefur fjöldi bæja í Póllandi lýst því yfir að þeir séu „hinseginlaus svæði.“ Þær yfirlýsingar eru aðeins táknrænar og hafa enga lagastoð en má óneitanlega túlka sem aðför gegn hinsegin samfélaginu. Réttindum hinseginfólks hefur farið mjög aftur í Póllandi undanfarin ár.Getty/Attila Husejnow Rafal Trazaskowski, borgarstjóri Varsjár, var viðstaddur göngunni í gær og lýsti hann yfir stuðningi sínum við hinseginsamfélagið. „Ég er hérna enn og aftur til að sýna að við munum standa saman og standa með þeim sem minna mega sín, þeim sem aðrir reyna að útskúfa og ráðast á,“ sagði hann þegar hann ávarpaði mannmergðina. Pólland Hinsegin Tengdar fréttir Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. 6. ágúst 2020 06:59 Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34 Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Forseti landsins, Andrzej Duda, hefur lýst yfir óhug sínum á hinseginfólki ítrekað og hefur hann meðal annars sagt „hinsegin-hugmyndafræðina“ verri en kommúnisma. Þá hefur hann heitið því að banna hinsegin pörum að gifta sig og ættleiða börn. Þátttakandi í gleðigöngunni heldur uppi skilti sem á stendur „Hinsegin er í lagi.“Getty/Attila Husejnow Samkynja pör í Póllandi mega ekki ættleiða en einhver sveitarfélög í Póllandi hafa heimilað umsækjendum að ættleiða bör sem „einstæð foreldri“. Fyrr á þessu ári lagði dómsmálaráðherra landsins hins vegar fram lagabreytingatillögu sem mun loka fyrir þann möguleika og þar með koma alveg í veg fyrir að hinseginfólk geti ættleitt. Þá hefur fjöldi bæja í Póllandi lýst því yfir að þeir séu „hinseginlaus svæði.“ Þær yfirlýsingar eru aðeins táknrænar og hafa enga lagastoð en má óneitanlega túlka sem aðför gegn hinsegin samfélaginu. Réttindum hinseginfólks hefur farið mjög aftur í Póllandi undanfarin ár.Getty/Attila Husejnow Rafal Trazaskowski, borgarstjóri Varsjár, var viðstaddur göngunni í gær og lýsti hann yfir stuðningi sínum við hinseginsamfélagið. „Ég er hérna enn og aftur til að sýna að við munum standa saman og standa með þeim sem minna mega sín, þeim sem aðrir reyna að útskúfa og ráðast á,“ sagði hann þegar hann ávarpaði mannmergðina.
Pólland Hinsegin Tengdar fréttir Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. 6. ágúst 2020 06:59 Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34 Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. 6. ágúst 2020 06:59
Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34
Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37