Karlar líklegri til að neita að nota rétt fornöfn um kynsegin fólk Snorri Másson skrifar 26. júní 2021 13:00 Rannsókn á viðhorfi Íslendinga til kynhlutlauss máls leiðir ýmislegt í ljós. Vísir/Vilhelm Töluvert hærra hlutfall karla en kvenna kveðst myndu neita að nota persónufornafnið hán um manneskju sem bæði þá um það. Konur eru líklegri en karlar til að verða við slíkri ósk, ef marka má niðurstöður rannsóknar Lilju Guðmundsdóttur, nýútskrifaðs félagsfræðings. Mikill munur er einnig á afstöðu fólks til slíkra óska eftir aldri. 90% fólks á aldrinum 18 til 30 ára myndu fúslega nota kynhlutlausa persónufornafnið ef þau væru beðin um það, á meðan aðeins 59% fólks 70 ára og eldri segjast myndu verða við því. Lilja Guðmundsdóttir útskrifaðist nýverið með BS í félagsfræði. „Viðhorf Íslendinga til kynhlutlausrar orðanotkunar“ var rannsóknarefnið.Instagram Rannsókn Lilju beindist að því að kanna almennt viðhorf Íslendinga til kynhlutlausrar orðanotkunar og meginniðurstaða ritgerðarinnar er að viðhorfið er jákvætt hjá langflestum. Rúm 90% sögðust ávallt myndu reyna sitt besta. 40% óttast að særa Í rannsókninni kemur fram að einna mest lýsandi spurningin hafi verið sú sem spurði hvort fólk yrði við óskum um að nota tiltekin fornöfn um aðra. Þar verður ljós umræddur svaramunur á körlum og konum. Spurt var: „Ef einstaklingur myndi biðja þig um að nota persónufornafnið „hán“ um sig, myndir þú gera það?“ Karlar svöruðu þessari spurningu neitandi í 14,6% tilvika en konur aðeins í 2,95% tilvika. Karlar svöruðu þessu aðeins játandi í 70% tilvika en konur í 90% tilvika. Lilja Guðmundsdóttir Á heildina litið 85% sögðust samtals myndu virða þetta við fólk ef það bæði um það. Rúmlega 40 prósent svarenda sagði að þeim fyndist óþægilegt að nota kynhlutlaus orð af ótta við að gera mistök og særa hlutaðeigandi. Um helmingur fólks telur flókið að finna réttu orðin um kynsegin fólk en fólk sem sjálft er kynsegin telur mun síður að svo sé. Lilja Guðmundsdóttir Um 1800 tóku þátt í könnuninni í gegnum vefsíðu sem var dreift til þeirra á samfélagsmiðlum. Úr því að úrtaksaðferðin var takmörkuð segir í ritgerðinni að ekki sé hægt að alhæfa niðurstöðurnar á allt íslenskt samfélag, en þær gefi þó góða hugmynd um viðhorf í samfelaginu. Á sama tíma tóku nánast þrefalt fleiri konur þátt í könnuninni en karlar. Hinsegin Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Kynhlutlaust mál bannað með lögum Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau. 9. maí 2021 22:01 Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ „Ég hef upplifað óöryggi hjá fólki við að nota nýju fornöfnin. Besta leiðin til að ræða við fólk um þessi orð að mínu mati er að draga úr hræðslunni. Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 í viðtali við Makamál. 10. janúar 2021 11:00 RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Mikill munur er einnig á afstöðu fólks til slíkra óska eftir aldri. 90% fólks á aldrinum 18 til 30 ára myndu fúslega nota kynhlutlausa persónufornafnið ef þau væru beðin um það, á meðan aðeins 59% fólks 70 ára og eldri segjast myndu verða við því. Lilja Guðmundsdóttir útskrifaðist nýverið með BS í félagsfræði. „Viðhorf Íslendinga til kynhlutlausrar orðanotkunar“ var rannsóknarefnið.Instagram Rannsókn Lilju beindist að því að kanna almennt viðhorf Íslendinga til kynhlutlausrar orðanotkunar og meginniðurstaða ritgerðarinnar er að viðhorfið er jákvætt hjá langflestum. Rúm 90% sögðust ávallt myndu reyna sitt besta. 40% óttast að særa Í rannsókninni kemur fram að einna mest lýsandi spurningin hafi verið sú sem spurði hvort fólk yrði við óskum um að nota tiltekin fornöfn um aðra. Þar verður ljós umræddur svaramunur á körlum og konum. Spurt var: „Ef einstaklingur myndi biðja þig um að nota persónufornafnið „hán“ um sig, myndir þú gera það?“ Karlar svöruðu þessari spurningu neitandi í 14,6% tilvika en konur aðeins í 2,95% tilvika. Karlar svöruðu þessu aðeins játandi í 70% tilvika en konur í 90% tilvika. Lilja Guðmundsdóttir Á heildina litið 85% sögðust samtals myndu virða þetta við fólk ef það bæði um það. Rúmlega 40 prósent svarenda sagði að þeim fyndist óþægilegt að nota kynhlutlaus orð af ótta við að gera mistök og særa hlutaðeigandi. Um helmingur fólks telur flókið að finna réttu orðin um kynsegin fólk en fólk sem sjálft er kynsegin telur mun síður að svo sé. Lilja Guðmundsdóttir Um 1800 tóku þátt í könnuninni í gegnum vefsíðu sem var dreift til þeirra á samfélagsmiðlum. Úr því að úrtaksaðferðin var takmörkuð segir í ritgerðinni að ekki sé hægt að alhæfa niðurstöðurnar á allt íslenskt samfélag, en þær gefi þó góða hugmynd um viðhorf í samfelaginu. Á sama tíma tóku nánast þrefalt fleiri konur þátt í könnuninni en karlar.
Hinsegin Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Kynhlutlaust mál bannað með lögum Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau. 9. maí 2021 22:01 Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ „Ég hef upplifað óöryggi hjá fólki við að nota nýju fornöfnin. Besta leiðin til að ræða við fólk um þessi orð að mínu mati er að draga úr hræðslunni. Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 í viðtali við Makamál. 10. janúar 2021 11:00 RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Kynhlutlaust mál bannað með lögum Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau. 9. maí 2021 22:01
Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ „Ég hef upplifað óöryggi hjá fólki við að nota nýju fornöfnin. Besta leiðin til að ræða við fólk um þessi orð að mínu mati er að draga úr hræðslunni. Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 í viðtali við Makamál. 10. janúar 2021 11:00
RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40