Bongóblíða í kortunum um helgina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2021 13:55 Það gæti farið svo að hægt verði að sitja úti í Reykjavík án þess að eiga von á því að blotna inn að beini eða veikjast. Vísir/Vilhelm Það er sól í kortunum á svo til öllu landinu á laugardag, en veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við segir að ferðalangar sem hyggjast elta góða veðrið um næstkomandi helgi eigi mestan séns á því að detta í sólríkan lukkupottinn ef haldið er austur á land, þar sem hiti gæti farið yfir 20 gráður. „Það eru að koma núna nokkrir góðir dagar fyrir austan. Það er að koma mjög hlýtt loft, með ríkjandi vestlægum og suðvestlægum áttum. Það gerir það að verkum að það verður ansi bjart fyrir austan, á norðausturhorninu og Austurlandi. Hiti þar verður kannski upp undir 20 stig í einhverri góðri sól, jafnvel eitthvað aðeins yfir það á föstudaginn,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hann segir að um sé að ræða mynstur sem fari að sjást á næstu dögum á Austurlandi. Á laugardag muni leikurinn endurtaka sig og búast megi við hita upp undir 20 gráðum á austurhluta landsins. Það sem ber þó til frekari tíðinda er að útlit er fyrir að íbúar höfuðborgarsvæðisins og vesturhluta landsins gætu séð til sólar á laugardag, líkt og restin af landinu. „Við sjáum smá pásu vestanlands á föstudaginn. Þá verður kannski fjórtán til sextán stiga hiti og skýjað með köflum akkúrat í Faxaflóanum. En á öllu norðanverðu landinu, öllu Suðurlandi og áfram á Austurlandi ætti bara að sjást til sólar. Hitakortið er orðið rautt og fínt á laugardaginn.“ Stutt gaman á vesturhluta landsins Páll Ágúst segir að veðurgleðin taki þó fljótt enda fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins og strax á sunnudag megi búast við því að veðrið verði farið í sama horf og í dag og síðustu daga: Hiti í kringum tíu gráður, ský og mögulega einhverja súld. Þó er einnig útlit fyrir að sólin láti sjá sig á höfuðborgarsvæðinu á morgun, miðvikudag. „En á Norðaustur- og Austurlandi erum við að tala um hita um og yfir fimmtán stigum í innsveitum þar, í björtu veðri í eftirmiðdaginn.“ Páll Ágúst segist því telja það heillavænlegast fyrir þá ferðalanga sem leggja það í vana sinn að elta sólina hér innanlands að setja stefnuna á Austurland. „Fólk gæti þess vegna keyrt alla leiðina á Fljótsdalshérað og flakkað milli Mývatns og Skaftafells, eftir því hvar því þykir hitinn bestur og sólin mest. Það er þessi austurhelmingur sem verður betri helmingur landsins, að minnsta kosti fram yfir helgi.“ Veðurhorfur á landinu síðdegis á laugardag samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands Veður Múlaþing Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Það eru að koma núna nokkrir góðir dagar fyrir austan. Það er að koma mjög hlýtt loft, með ríkjandi vestlægum og suðvestlægum áttum. Það gerir það að verkum að það verður ansi bjart fyrir austan, á norðausturhorninu og Austurlandi. Hiti þar verður kannski upp undir 20 stig í einhverri góðri sól, jafnvel eitthvað aðeins yfir það á föstudaginn,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hann segir að um sé að ræða mynstur sem fari að sjást á næstu dögum á Austurlandi. Á laugardag muni leikurinn endurtaka sig og búast megi við hita upp undir 20 gráðum á austurhluta landsins. Það sem ber þó til frekari tíðinda er að útlit er fyrir að íbúar höfuðborgarsvæðisins og vesturhluta landsins gætu séð til sólar á laugardag, líkt og restin af landinu. „Við sjáum smá pásu vestanlands á föstudaginn. Þá verður kannski fjórtán til sextán stiga hiti og skýjað með köflum akkúrat í Faxaflóanum. En á öllu norðanverðu landinu, öllu Suðurlandi og áfram á Austurlandi ætti bara að sjást til sólar. Hitakortið er orðið rautt og fínt á laugardaginn.“ Stutt gaman á vesturhluta landsins Páll Ágúst segir að veðurgleðin taki þó fljótt enda fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins og strax á sunnudag megi búast við því að veðrið verði farið í sama horf og í dag og síðustu daga: Hiti í kringum tíu gráður, ský og mögulega einhverja súld. Þó er einnig útlit fyrir að sólin láti sjá sig á höfuðborgarsvæðinu á morgun, miðvikudag. „En á Norðaustur- og Austurlandi erum við að tala um hita um og yfir fimmtán stigum í innsveitum þar, í björtu veðri í eftirmiðdaginn.“ Páll Ágúst segist því telja það heillavænlegast fyrir þá ferðalanga sem leggja það í vana sinn að elta sólina hér innanlands að setja stefnuna á Austurland. „Fólk gæti þess vegna keyrt alla leiðina á Fljótsdalshérað og flakkað milli Mývatns og Skaftafells, eftir því hvar því þykir hitinn bestur og sólin mest. Það er þessi austurhelmingur sem verður betri helmingur landsins, að minnsta kosti fram yfir helgi.“ Veðurhorfur á landinu síðdegis á laugardag samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands
Veður Múlaþing Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira