Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2021 19:57 Vera Jourova, gilda- og gegnsæisstjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, (t.v.) með Clement Beaune, Evrópumálaráðherra Frakklands, á ráðherrafundi í Lúxemborg í dag. AP/John Thys Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. Ungversk og pólsk stjórnvöld hafa lengi sætt gagngrýni fyrir að grafa undan sjálfstæði dómstóla og fjölmiðla. Af þeim sökum hyggst Evrópusambandið skilyrða aðgang að sameiginlegum sjóðum þess við að ríkin virtu grundvallaratriði lýðræðisins. Evrópudómstóllinn á eftir að veita umsögn um það en bæði ríki andmæla skilyrðinu. Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hún hafi nú til sérstakrar skoðunar hvort að nýju lögin í Ungverjalandi stangist á við Evrópulög. „Tjáningarfrelsið verður að vernda og ekki ætti að mismuna gegn neinum á grundvelli kynhneigðar,“ sagði Jourova eftir fund ráðherra þar sem málið var rætt í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Með lögunum varð ólöglegt að sýna börnum undir átján ára aldri efni sem sýnir eða ýtir undir samkynhneigð eða kynleiðréttingu. Ungversk stjórnvöld halda því fram að lögunum sé ætlað að vernda börn með því að tryggja að foreldrar þeirra fræði þau um kynhneigð þar til þau ná átján ára aldri. Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, segir lögin hins vegar ekki endurspegla nein gildi sem Evrópusambandið vill verja. „Fólk á rétt á því að lifa eins og það vill, við erum ekki lengur á miðöldum,“ segir hann. Taka átök fram yfir viðræður Framkvæmdastjórnin ætlar að gefa út skýrslu um stöðu réttarríkisins í Evrópu í næsta mánuði. Jourova lýsti áhyggjum af hnignun lýðræðis í Póllandi og að þarlend stjórnvöld hefðu lítinn áhuga sýnt á að samsvara sig þeim gildum sem koma fram í sáttmála Evrópusambandsins. „Við sjáum vaxandi áhrif framkvæmdavaldsins á dómsvaldið og í stað viðræðuvilja sjáum við frekari skref í átt að átökum,“ sagði hún. Sagði hún sambandið tilbúið að beita þeim ráðum sem það hefði til þess að fá Pólland og Unverjaland til þess að virða lýðræðisleg grundvallaratriði þess. Evrópusambandið Ungverjaland Pólland Hinsegin Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Ungversk og pólsk stjórnvöld hafa lengi sætt gagngrýni fyrir að grafa undan sjálfstæði dómstóla og fjölmiðla. Af þeim sökum hyggst Evrópusambandið skilyrða aðgang að sameiginlegum sjóðum þess við að ríkin virtu grundvallaratriði lýðræðisins. Evrópudómstóllinn á eftir að veita umsögn um það en bæði ríki andmæla skilyrðinu. Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hún hafi nú til sérstakrar skoðunar hvort að nýju lögin í Ungverjalandi stangist á við Evrópulög. „Tjáningarfrelsið verður að vernda og ekki ætti að mismuna gegn neinum á grundvelli kynhneigðar,“ sagði Jourova eftir fund ráðherra þar sem málið var rætt í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Með lögunum varð ólöglegt að sýna börnum undir átján ára aldri efni sem sýnir eða ýtir undir samkynhneigð eða kynleiðréttingu. Ungversk stjórnvöld halda því fram að lögunum sé ætlað að vernda börn með því að tryggja að foreldrar þeirra fræði þau um kynhneigð þar til þau ná átján ára aldri. Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, segir lögin hins vegar ekki endurspegla nein gildi sem Evrópusambandið vill verja. „Fólk á rétt á því að lifa eins og það vill, við erum ekki lengur á miðöldum,“ segir hann. Taka átök fram yfir viðræður Framkvæmdastjórnin ætlar að gefa út skýrslu um stöðu réttarríkisins í Evrópu í næsta mánuði. Jourova lýsti áhyggjum af hnignun lýðræðis í Póllandi og að þarlend stjórnvöld hefðu lítinn áhuga sýnt á að samsvara sig þeim gildum sem koma fram í sáttmála Evrópusambandsins. „Við sjáum vaxandi áhrif framkvæmdavaldsins á dómsvaldið og í stað viðræðuvilja sjáum við frekari skref í átt að átökum,“ sagði hún. Sagði hún sambandið tilbúið að beita þeim ráðum sem það hefði til þess að fá Pólland og Unverjaland til þess að virða lýðræðisleg grundvallaratriði þess.
Evrópusambandið Ungverjaland Pólland Hinsegin Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira