Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar Evrópu. Bóluefnið er nú notað fyrir alla átján ára og eldri og er um að ræða svokallað RNA bóluefni.
Tilraunir hafa verið gerðar á virkni bóluefnisins í hópi 12 til 17 ára unglinga og samkvæmt niðurstöðum annars stigs tilrauna hefur efnið 96 prósenta virkni í þeim aldurshópi. Enginn í þeim aldurshópi hefur þó formlega fengið bóluefnið, utan tilraunadýranna auðvitað. Þá standa nú yfir rannsóknir hjá Moderna um virkni Spikevax á hálfs árs til ellefu ára börn.