Sakar heilbrigðisráðherra um að sýna læknum vanvirðingu Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2021 19:36 Theódór Skúli Sigurðsson, læknir. Stöð 2 Einn aðstandenda undirskriftarsöfnunar hátt í þúsund lækna segir ákveðna tegund vanvirðingar felast í því að heilbrigðisráðherra hafi ekki gefið sér tíma til þess að taka við undirskriftunum í dag. Hann óttast um öryggi heilbrigðisstarfsfólks og telur ómögulegt að mæta sparnaðarkröfu stjórnvalda á hendur Landspítalanum. Læknarnir afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftir 985 þeirra í dag. Í ályktun hópsins er allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála vísaði á stjórnvöld sem hann sakar um sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók ekki sjálf við undirskriftunum þar sem hún var upptekin við annað. „Það er náttúrulega ákveðin tegund vanvirðingar í því,“ sagði Theódór Skúli Sigurðsson, læknir og einn fjórmenninganna sem fóru með undirskriftalistann í ráðuneytið í dag, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður ráðherra, fundaði þó með læknunum eftir afhendingu undirskriftanna. Óttast um öryggi starfsfólks Theódór Skúli sagðist sjá fyrir sér mikla kulnun og atgervisflótta úr stétt heilbrigðisstarfsfólks vegna langvarandi álags og að læknar hafi áhyggjur af áhrifunum á sjúklinga. „En fyrst og fremst hef ég áhyggjur af öryggi starfsmanna. Komi upp alvarleg atvik er ábyrgðin náttúrulega mjög þung og hún liggur á starfsmönnum. Öll sú umgjörð er mjög óljós,“ sagði hann. Afar erfitt hafi verið fyrir heilbrigðiskerfið að takast á við heimsfaraldur kórónuveirunnar við þessar aðstæður. Nú þegar hilli undir lok faraldursins taki annars konar erfiðleikar við fyrir heilbrigðiskrefið. „Þegar við sjáum ljósið kemur allt í einu krafa um sparnaðaraðgerðir. Það eru sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum sem ég tel algerlega ómögulegt að uppfylla,“ sagði Theódór Skúli. Kallaði hann eftir viðræðum á milli heilbrigðisráðuneytisins, spítalans, og fjármálaráðuneytisins um sameiginlega og varanlega niðurstöðu fyrir heilbrigðiskerfið sem haldi til framtíðar. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Læknarnir afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftir 985 þeirra í dag. Í ályktun hópsins er allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála vísaði á stjórnvöld sem hann sakar um sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók ekki sjálf við undirskriftunum þar sem hún var upptekin við annað. „Það er náttúrulega ákveðin tegund vanvirðingar í því,“ sagði Theódór Skúli Sigurðsson, læknir og einn fjórmenninganna sem fóru með undirskriftalistann í ráðuneytið í dag, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður ráðherra, fundaði þó með læknunum eftir afhendingu undirskriftanna. Óttast um öryggi starfsfólks Theódór Skúli sagðist sjá fyrir sér mikla kulnun og atgervisflótta úr stétt heilbrigðisstarfsfólks vegna langvarandi álags og að læknar hafi áhyggjur af áhrifunum á sjúklinga. „En fyrst og fremst hef ég áhyggjur af öryggi starfsmanna. Komi upp alvarleg atvik er ábyrgðin náttúrulega mjög þung og hún liggur á starfsmönnum. Öll sú umgjörð er mjög óljós,“ sagði hann. Afar erfitt hafi verið fyrir heilbrigðiskerfið að takast á við heimsfaraldur kórónuveirunnar við þessar aðstæður. Nú þegar hilli undir lok faraldursins taki annars konar erfiðleikar við fyrir heilbrigðiskrefið. „Þegar við sjáum ljósið kemur allt í einu krafa um sparnaðaraðgerðir. Það eru sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum sem ég tel algerlega ómögulegt að uppfylla,“ sagði Theódór Skúli. Kallaði hann eftir viðræðum á milli heilbrigðisráðuneytisins, spítalans, og fjármálaráðuneytisins um sameiginlega og varanlega niðurstöðu fyrir heilbrigðiskerfið sem haldi til framtíðar.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira