ÍR gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á ÍBV. 2. deildarliðið komst yfir á þrettándu mínútu, tvöfölduðu svo forystuna stundarfjórðungi fyrir leikslok og þriðja markið kom undir lok leiks.
Vestri vann 2-1 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ. Pétur Bjarnason kom Vestra yfir en Valgeir Svansson jafnaði í fyrri hálfleik. Sigurmarkið kom svo á 61. mínútu.
D-deildarliðið KFS gerði sér lítið fyrir og sló Lengjudeildarliðið Víking Ólafsvík úr leik er liðin mættust í Vestmannaeyjum í kvöld. Lokatölur 4-2.
KFS var 1-0 yfir í hálfleik en Ólsarar jöfnuðu metin á 50. mínútu. Sex mínútum síðar komst KFS aftur yfir en gestirnir jöfnuðu aftur skömmu síðar.
Heimamenn skoruðu hins vegar þriðja átta mínútum fyrir leikslok og fjórða markið í uppbótartíma. Þeir eru því komnir lengra í Mjólkurbikarnum en grannar sínir í ÍBV.
KA vann svo 2-1 sigur í Garðabæ eftir rosalega dramatík. Nánar má lesa um þann leik hér.
Úrslit eru fengin frá úrslit.net.

Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.