Ryðjum heimatilbúnum hindrunum úr vegi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 24. júní 2021 07:01 Öflugt atvinnulíf eykur velsæld - þetta vitum við. Við vitum einnig að óstöðugleiki, íþyngjandi skattbyrði, flókið regluverk og aðrar kvaðir hamla blómlegu atvinnulífi og koma niður á lífskjörum okkar. Þetta er hins vegar það umhverfi sem íslenskt atvinnulíf býr við í dag og við verðum að bregðast við. Hið opinbera hefur safnað miklum skuldum í kórónukreppunni og samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum í ríkisfjármálum er engin stórkostleg breyting í sjónmáli. Nær hvergi innan OECD dregur hið opinbera meira af verðmætasköpun hagkerfisins til sín í formi skatttekna. Í ljósi þess að háir skattar hamla fjölgun starfa er ekki vænlegt að hækka skatta, né stofna til nýrra, til að fjármagna fjárlagahallann. Leita þarf annarra leiða. Í alþjóðlegum úttektum hefur margoft verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á Norðurlöndunum. Þetta er óásættanleg staða sem þarf að breyta. Íslenskt efnahagslíf varð fyrir þungu höggi í kórónukreppunni og til að endurheimta fyrri lífskjör er brýnt að auka fjölbreytni í atvinnulífinu með því að styðja við frumkvöðla og aðra fjárfesta sem þora að taka áhættu og veðja á íslenskt efnahagslíf. Við þurfum að framleiða hraðar og meira með hugviti og þeim sjálfbæru leiðum sem Íslendingum hefur borið gæfa til að þróa. Síðast en ekki síst þurfum við að fjárfesta. Fjárfestingastigið á Íslandi er hins vegar lágt í alþjóðlegum samanburði sem er áhyggjuefni og óneitanlega hefur íþyngjandi skattheimta meðal annars haldið aftur af nauðsynlegri fjárfestingu í hagkerfinu undanfarin ár. Meiri áhersla ætti að vera á að nýta skatttekjur hins opinbera betur svo unnt sé að draga úr skattbyrðinni. Aukin opinber útgjöld og síhækkandi skattar eru hvorki ávísun á bætta þjónustu við neytendur né bætt lífskjör. Við þurfum að fá meira fyrir peninginn og tengja betur opinbert fjármagn við árangur, auka gagnsæi og hagkvæmni í opinberum rekstri. Víða erlendis er það sjálfsögð krafa, hið sama ætti að gilda hér. Á sama tíma og tugþúsundir starfa hafa glatast á almennum vinnumarkaði heyrast raddir þess efnis að fjölga þurfi störfum hjá hinu opinbera. Samt eru opinber umsvif næstum hvergi meiri meðal OECD ríkja. Til þess að fjölga varanlega störfum þarf að tryggja fyrirtækjum umhverfi sem stenst alþjóðlega samkeppni. Afnema þarf hindranir í rekstrarumhverfi svo sem þær sem snúa að stofnun fyrirtækja, leyfisveitingum og erlendri fjárfestingu, eins og OECD hefur gert ítarlega úttekt á í tilfelli ferðaþjónustu og byggingariðnaðar. Einföld og samkeppnishæf skattastefna er annað lykilskref í átt að markmiði um eftirsóknarvert rekstrarumhverfi. Samtök atvinnulífsins hafa greint megináskoranir íslensks efnahags- og atvinnulífs og hvernig megi mæta þeim með samhentu átaki. Viðbrögð okkar nú skipta sköpum. Ryðjum hindrunum úr vegi. Höldum áfram. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Efnahagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf eykur velsæld - þetta vitum við. Við vitum einnig að óstöðugleiki, íþyngjandi skattbyrði, flókið regluverk og aðrar kvaðir hamla blómlegu atvinnulífi og koma niður á lífskjörum okkar. Þetta er hins vegar það umhverfi sem íslenskt atvinnulíf býr við í dag og við verðum að bregðast við. Hið opinbera hefur safnað miklum skuldum í kórónukreppunni og samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum í ríkisfjármálum er engin stórkostleg breyting í sjónmáli. Nær hvergi innan OECD dregur hið opinbera meira af verðmætasköpun hagkerfisins til sín í formi skatttekna. Í ljósi þess að háir skattar hamla fjölgun starfa er ekki vænlegt að hækka skatta, né stofna til nýrra, til að fjármagna fjárlagahallann. Leita þarf annarra leiða. Í alþjóðlegum úttektum hefur margoft verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á Norðurlöndunum. Þetta er óásættanleg staða sem þarf að breyta. Íslenskt efnahagslíf varð fyrir þungu höggi í kórónukreppunni og til að endurheimta fyrri lífskjör er brýnt að auka fjölbreytni í atvinnulífinu með því að styðja við frumkvöðla og aðra fjárfesta sem þora að taka áhættu og veðja á íslenskt efnahagslíf. Við þurfum að framleiða hraðar og meira með hugviti og þeim sjálfbæru leiðum sem Íslendingum hefur borið gæfa til að þróa. Síðast en ekki síst þurfum við að fjárfesta. Fjárfestingastigið á Íslandi er hins vegar lágt í alþjóðlegum samanburði sem er áhyggjuefni og óneitanlega hefur íþyngjandi skattheimta meðal annars haldið aftur af nauðsynlegri fjárfestingu í hagkerfinu undanfarin ár. Meiri áhersla ætti að vera á að nýta skatttekjur hins opinbera betur svo unnt sé að draga úr skattbyrðinni. Aukin opinber útgjöld og síhækkandi skattar eru hvorki ávísun á bætta þjónustu við neytendur né bætt lífskjör. Við þurfum að fá meira fyrir peninginn og tengja betur opinbert fjármagn við árangur, auka gagnsæi og hagkvæmni í opinberum rekstri. Víða erlendis er það sjálfsögð krafa, hið sama ætti að gilda hér. Á sama tíma og tugþúsundir starfa hafa glatast á almennum vinnumarkaði heyrast raddir þess efnis að fjölga þurfi störfum hjá hinu opinbera. Samt eru opinber umsvif næstum hvergi meiri meðal OECD ríkja. Til þess að fjölga varanlega störfum þarf að tryggja fyrirtækjum umhverfi sem stenst alþjóðlega samkeppni. Afnema þarf hindranir í rekstrarumhverfi svo sem þær sem snúa að stofnun fyrirtækja, leyfisveitingum og erlendri fjárfestingu, eins og OECD hefur gert ítarlega úttekt á í tilfelli ferðaþjónustu og byggingariðnaðar. Einföld og samkeppnishæf skattastefna er annað lykilskref í átt að markmiði um eftirsóknarvert rekstrarumhverfi. Samtök atvinnulífsins hafa greint megináskoranir íslensks efnahags- og atvinnulífs og hvernig megi mæta þeim með samhentu átaki. Viðbrögð okkar nú skipta sköpum. Ryðjum hindrunum úr vegi. Höldum áfram. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri SA.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun