Bólusetning gegn Covid-19 byggist nú á sömu reglugerðarheimildum og bólusetning við öðrum smitsjúkdómum hér á landi. Með reglugerðarbreytingunni verður ákvörðun um bólusetningu vegna Covid-19 því alfarið á forræði sóttvarnarlæknis samkvæmt læknisfræðilegu mati að hverju sinni.
Hingað til hefur bólusetning barna sem fædd eru síðar en 2006 einskorðast við langvinna sjúkdóma. Með reglugerðarbreytingunni falla þau skilyrði úr gildi og sóttvarnarlækni verður heimilt að bjóða börnum bólusetningu, telji hann efni standa til. En nú þegar hefur eitt bóluefni fengið markaðsleyfi hér á landi fyrir börn niður að tólf ára aldri.
Um 85 prósent þeirra sem áformað er að bólusetja, hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu og eru vel yfir 50 prósent fullbólsett gegn Covid-19. Gert er ráð fyrir að allir verði búnir að fá boð í bólusetningu í þessari viku.