„Alger tilviljun“ að stórtíðindi berist frá Icelandair á ögurstundu fyrir Play Snorri Másson skrifar 24. júní 2021 12:08 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Egill Aðalsteinsson Forstjóri Icelandair segir það jákvætt fyrir innlenda hluthafa félagsins að stór erlendur fjárfestir sýni trú á félaginu með stórri fjárfestingu í því. Það er að hans sögn tilviljun að tilkynnt sé um þetta daginn fyrir hlutafjárútboð og jómfrúarflug nýs samkeppnisaðila. Tilkynnt var um kaup hins rótgróna bandaríska fjárfestingarsjóðs Bain Capital á 16,6% hlut í Icelandair í gærkvöldi. Fjárfestingin er upp á 5,7 milljarða hluta, að andvirði tæplega 8,1 milljarðs króna. Restin er í höndum innlendra aðila og hluthafar eru 15.000 talsins, langflestir Íslendingar. Gott fyrir íslensku hluthafana Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair telur ekki að íslensku hluthafarnir missi spón úr aski sínum við aðkomu nýs aðila. „Ég held að það sé akkúrat öfugt, ég held að það sé mikið virði í því fyrir núverandi hluthafa að fá svona reyndan og öflugan fjárfesti inn í hluthafahópinn. Við erum með um 15.000 hluthafa í dag. 99% af þeim eru örugglega Íslendingar. Fyrir þá að fá alþjóðlegan fjárfesti með mikla reynslu og þekkingu sem hann ætlar að deila með okkur og hjálpa félaginu að vaxa og dafna til framtíðar, ég held að það sé bara gríðarlegur akkur fyrir núverandi hluthafa. Félagið er og verður áfram íslenskt, og viðskiptalíkanið sem þeir eru að kaupa sig inn í snýst um að reka íslenskt flugfélag út frá Keflavíkurflugvelli.” Þegar hafa bréf í félaginu hækkað um 6,8% í virði í Kauphöllinni í dag, að vonum einkum vegna tíðindanna af Bain Capital. Bogi bendir einnig á að fjárfestingin styrki verulega lausafjárstöðu félagsins. „Flugfélög um allan heim eru enn að glíma við mikla óvissu og þetta gerir okkur þá líka kleift enn frekar að grípa þau tækifæri sem eru að birtast á okkar mörkuðum. Þannig að þetta er bara mjög jákvætt í alla staði.“ Óska Play góðs gengis Í morgun hófst hlutafjárútboð Play Air, nýjasta samkeppnisaðila Icelandair. Um leið flaug félagið jómfrúarflugi sínu til Lundúna. Bogi Nils segir að tímasetning tilkynningar Icelandair um nýja fjárfestinn sé tilviljun, félaginu beri einfaldlega að tilkynna um svona nokkuð til Kauphallarinnar þegar samningar liggja fyrir. „Það er alger tilviljun að þetta sé að eiga sér stað daginn fyrir fyrsta flug hjá Play. Það var ekkert sem við vorum að velta fyrir okkur og alls ekki Bain. Þannig að það var alger tilviljun að þetta sé að gerast svona daginn fyrir fyrsta flug hjá Play.“ Óttastu að þið skyggið á dýrðina hjá þeim með þessum tíðindum? „Við vorum bara að klára viðskipti og samning sem við verðum að tilkynna um í Kauphöll. Við óskum bara Play alls hins besta í þeirra vegferð og vonum að það gangi vel hjá þeim eins og hjá okkur.“ Fréttir af flugi Play Icelandair Kauphöllin Tengdar fréttir Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna. 23. júní 2021 23:33 Forsvarsmenn WOW air sækja um flugrekstrarleyfi Forsvarsmenn WOW air hafa sótt um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem vinnur fyrir Michele Ballarin, segir áætlanir sannarlega standa til þess að endurreisa flugfélagið. 23. júní 2021 06:44 Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Tilkynnt var um kaup hins rótgróna bandaríska fjárfestingarsjóðs Bain Capital á 16,6% hlut í Icelandair í gærkvöldi. Fjárfestingin er upp á 5,7 milljarða hluta, að andvirði tæplega 8,1 milljarðs króna. Restin er í höndum innlendra aðila og hluthafar eru 15.000 talsins, langflestir Íslendingar. Gott fyrir íslensku hluthafana Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair telur ekki að íslensku hluthafarnir missi spón úr aski sínum við aðkomu nýs aðila. „Ég held að það sé akkúrat öfugt, ég held að það sé mikið virði í því fyrir núverandi hluthafa að fá svona reyndan og öflugan fjárfesti inn í hluthafahópinn. Við erum með um 15.000 hluthafa í dag. 99% af þeim eru örugglega Íslendingar. Fyrir þá að fá alþjóðlegan fjárfesti með mikla reynslu og þekkingu sem hann ætlar að deila með okkur og hjálpa félaginu að vaxa og dafna til framtíðar, ég held að það sé bara gríðarlegur akkur fyrir núverandi hluthafa. Félagið er og verður áfram íslenskt, og viðskiptalíkanið sem þeir eru að kaupa sig inn í snýst um að reka íslenskt flugfélag út frá Keflavíkurflugvelli.” Þegar hafa bréf í félaginu hækkað um 6,8% í virði í Kauphöllinni í dag, að vonum einkum vegna tíðindanna af Bain Capital. Bogi bendir einnig á að fjárfestingin styrki verulega lausafjárstöðu félagsins. „Flugfélög um allan heim eru enn að glíma við mikla óvissu og þetta gerir okkur þá líka kleift enn frekar að grípa þau tækifæri sem eru að birtast á okkar mörkuðum. Þannig að þetta er bara mjög jákvætt í alla staði.“ Óska Play góðs gengis Í morgun hófst hlutafjárútboð Play Air, nýjasta samkeppnisaðila Icelandair. Um leið flaug félagið jómfrúarflugi sínu til Lundúna. Bogi Nils segir að tímasetning tilkynningar Icelandair um nýja fjárfestinn sé tilviljun, félaginu beri einfaldlega að tilkynna um svona nokkuð til Kauphallarinnar þegar samningar liggja fyrir. „Það er alger tilviljun að þetta sé að eiga sér stað daginn fyrir fyrsta flug hjá Play. Það var ekkert sem við vorum að velta fyrir okkur og alls ekki Bain. Þannig að það var alger tilviljun að þetta sé að gerast svona daginn fyrir fyrsta flug hjá Play.“ Óttastu að þið skyggið á dýrðina hjá þeim með þessum tíðindum? „Við vorum bara að klára viðskipti og samning sem við verðum að tilkynna um í Kauphöll. Við óskum bara Play alls hins besta í þeirra vegferð og vonum að það gangi vel hjá þeim eins og hjá okkur.“
Fréttir af flugi Play Icelandair Kauphöllin Tengdar fréttir Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna. 23. júní 2021 23:33 Forsvarsmenn WOW air sækja um flugrekstrarleyfi Forsvarsmenn WOW air hafa sótt um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem vinnur fyrir Michele Ballarin, segir áætlanir sannarlega standa til þess að endurreisa flugfélagið. 23. júní 2021 06:44 Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna. 23. júní 2021 23:33
Forsvarsmenn WOW air sækja um flugrekstrarleyfi Forsvarsmenn WOW air hafa sótt um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem vinnur fyrir Michele Ballarin, segir áætlanir sannarlega standa til þess að endurreisa flugfélagið. 23. júní 2021 06:44
Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42