NBA dagsins: Haukarnir trúa því að þeir geti flogið alla leið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2021 15:00 Trae Young og félögum í Atlanta Hawks virðist líða best á útivelli í úrslitakeppninni. getty/Stacy Revere Í öllum þremur einvígunum sínum í úrslitakeppni NBA í ár hefur Atlanta Hawks unnið fyrsta leikinn á útivelli. Haukarnir trúa því að þeir geti farið alla leið og orðið meistarar. Atlanta sigraði Milwaukee Bucks, 113-116, í nótt og tók þar með forystuna í einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Atlanta vann einnig fyrsta leikinn á útivelli í einvígunum gegn New York Knicks og Philadelphia 76ers og hefur unnið sex af átta útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Trae Young hefur farið hamförum í úrslitakeppninni og átti enn einn stórleikinn í nótt. Hann skoraði 48 stig, tók sjö fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Atlanta var sjö stigum undir þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Haukarnir, leiddir áfram af Young, komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Atlanta skoraði sautján af síðustu 25 stigum leiksins og Young kom með beinum hætti að þrettán þeirra. Klippa: NBA dagsins 24. júní Haukarnir urðu meistarar 1958 með Bob Pettitt í broddi fylkingar en liðið hefur ekki átt neitt sérstöku gengi að fagna eftir flutninginn frá St. Louis til Atlanta 1968. Atlanta er nú aðeins í annað sinn í úrslitum Austurdeildarinnar eftir flutninginn og sigurinn í nótt var sá fyrsti hjá liðinu í úrslitum Austurdeildarinnar síðan þá. Atlanta komst í úrslit Austurdeildarinnar 2015 en tapaði þá 4-0 fyrir Cleveland Cavaliers. Young trúir því að Atlanta geti farið alla leið og orðið meistari í fyrsta sinn í 63 ár. „Við getum farið eins langt og við viljum. Ég trúi á þetta lið og við trúum á hvern annan,“ sagði Young. Í úrslitakeppninni er Young með 30,5 stig, 3,0 fráköst og 10,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í deildarkeppninni var hann með 25,3 stig, 3,9 fráköst og 9,4 stoðsendingar. Annar leikur Atlanta og Milwaukee fer fram aðfararnótt laugardags og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Atlanta í nótt auk viðtals við Young. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Sjá meira
Atlanta sigraði Milwaukee Bucks, 113-116, í nótt og tók þar með forystuna í einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Atlanta vann einnig fyrsta leikinn á útivelli í einvígunum gegn New York Knicks og Philadelphia 76ers og hefur unnið sex af átta útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Trae Young hefur farið hamförum í úrslitakeppninni og átti enn einn stórleikinn í nótt. Hann skoraði 48 stig, tók sjö fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Atlanta var sjö stigum undir þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Haukarnir, leiddir áfram af Young, komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Atlanta skoraði sautján af síðustu 25 stigum leiksins og Young kom með beinum hætti að þrettán þeirra. Klippa: NBA dagsins 24. júní Haukarnir urðu meistarar 1958 með Bob Pettitt í broddi fylkingar en liðið hefur ekki átt neitt sérstöku gengi að fagna eftir flutninginn frá St. Louis til Atlanta 1968. Atlanta er nú aðeins í annað sinn í úrslitum Austurdeildarinnar eftir flutninginn og sigurinn í nótt var sá fyrsti hjá liðinu í úrslitum Austurdeildarinnar síðan þá. Atlanta komst í úrslit Austurdeildarinnar 2015 en tapaði þá 4-0 fyrir Cleveland Cavaliers. Young trúir því að Atlanta geti farið alla leið og orðið meistari í fyrsta sinn í 63 ár. „Við getum farið eins langt og við viljum. Ég trúi á þetta lið og við trúum á hvern annan,“ sagði Young. Í úrslitakeppninni er Young með 30,5 stig, 3,0 fráköst og 10,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í deildarkeppninni var hann með 25,3 stig, 3,9 fráköst og 9,4 stoðsendingar. Annar leikur Atlanta og Milwaukee fer fram aðfararnótt laugardags og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Atlanta í nótt auk viðtals við Young. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Sjá meira