Söngur fyrir alla? Dagný Björk Guðmundsdóttir skrifar 24. júní 2021 21:33 Söngur er órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu. Það sést hvað best á öllum hinum frábæru kórum sem starfræktir eru út um allt land og fyrir alla aldurshópa. Söngur og tónlist eru enn fremur órjúfanlegur hluti af dýrmætustu stundum lífs okkar - skírn, brúðkaup og jarðarfarir væru heldur dauflegar ef ekki væri fyrir þennan samhljóm sem tónlistin er í lífi okkar. Söngur er m.a.s. eitt af betri meðölum sem við eigum í nútímasamfélagi þar sem stór hluti fólks glímir við geðræn vandamál einhvern tíman á lífsleiðinni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að söngur getur dregið úr stressi, bætt lundina, fært fólki aukin eldmóð og jafnvel dregið úr skynjun á sársauka á meðan að á söngnum stendur. Ekki má heldur gleyma því að syngja í hóp getur dregið úr félagslegri einangrun. Í Bretlandi er söngur þannig oft notaður í endurhæfingu. Nýlegasta dæmið um slíkt er námsefni og æfingar sem raddþjálfarar frá English National Opera bjuggu til fyrir fólk sem átti í erfiðleikum með öndun eftir veikindi tengt covid-19 smitum. Af þessum sökum er söngnám mikilvægur þáttur í að búa til nýja söngvara sem tilbúin eru að deila með okkur mikilvægustu stundum okkar í lífinu af fagmennsku. Enn fremur er söngnám mikilvægt sem mannrækt. Söngskóli Sigurðar Dementz hefur allar þessar hugmyndir að leiðarljósi í kennslu sinni. Nemandinn fær að dafna á eigin forsendum og fær að njóta sín í vinalegu umhverfi hvort sem að áhugasviðið liggur á sviði klassískrar óperutónlistar, dægurtónlistar eða söngleikjatónlistar. Gildir einu hvort stefnt er á persónulega sigra og sjálfstyrkingu eða, eins og í mínu tilfelli áframhaldandi nám í tónlist, er stuðningur og þolinmæðin sem fæst hjá kennurum og stjórnendum skólans ómetanleg. Kennarar og stjórnendur gefa allt af sér þrátt fyrir að á vori hverju standi þeir frammi fyrir þeirri erfiðu spurningu: Verður starfræktur skóli næsta ár? Einkareknir tónlistarskólar í Reykjavík eru í stöðugri baráttu fyrir lífsviðurværi sínu. Kennarar og nemendur eru skildir eftir í óvissu um hvað verði næsta vetur. Samningsaðilar á milli ríkis og sveitarfélaga eru ekki sammála um hver eigi að greiða hvað og bitnar það á starfsfólki sem finnur ekki fyrir starfsöryggi og ekki síst nemendunum. Fjárstuðningur sem fylgir hverjum nemanda frá yfirvöldum dugar ekki fyrir launum kennara. Því fara skólagjöldin hækkandi. Nú eiga söng- og hljóðfærakennarar rétt á launaleiðréttingu í gegnum lífskjarasamningana. Þá kemur hin stóra spurning: eru það nemendur sem eiga að standa undir þeirri launahækkun eða eiga ríki og sveitarfélög að leggja hönd á plóg? Samningar sem nú þegar eru i gildi við yfirvöld fylgja ekki eftir þessum hækkunum og gera ekki ráð fyrir lífskjarasamningi. Því upphefst á nokkurra ára fresti barátta skólanna um að halda sér á floti. Ein af leiðunum er að hækka skólagjöld og takmarka inngöngu nýrra nemanda. Það stóreykur áhættuna á að núverandi nemendur útilokist frá námi vegna félagslegra og fjárhagslegra aðstæðna. Tónlistakennarar alls staðar á landinu eiga hrós skilið fyrir að halda úti námi í erfiðum aðstæðum eins og Covid, finna lausnir og leyfa nemendum að dafna. Hrós fyrir að gefast ekki upp. Framtíð þessara skóla er nú í höndum menntamálayfirvalda sem tala ætíð um að auka skuli fjölbreytt námsframboð. Af einhverjum völdum verður tónlistin því miður oft eftir í þessum samtölum. Þjóðfélagið græðir á því að búa til söngvara og tónlistarfólk og fjárfesting í tónlistarmenntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Ég skora því hér með á ríkið og Reykjavíkurborg að tryggja jafnt aðgengi að söng og tónlistarnámi fyrir alla og eyða allri óvissu með rekstur skólanna í eitt skipti fyrir allt. Höfundur er nemandi í Söngskóla Sigurðar Dementz. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Tónlist Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Söngur er órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu. Það sést hvað best á öllum hinum frábæru kórum sem starfræktir eru út um allt land og fyrir alla aldurshópa. Söngur og tónlist eru enn fremur órjúfanlegur hluti af dýrmætustu stundum lífs okkar - skírn, brúðkaup og jarðarfarir væru heldur dauflegar ef ekki væri fyrir þennan samhljóm sem tónlistin er í lífi okkar. Söngur er m.a.s. eitt af betri meðölum sem við eigum í nútímasamfélagi þar sem stór hluti fólks glímir við geðræn vandamál einhvern tíman á lífsleiðinni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að söngur getur dregið úr stressi, bætt lundina, fært fólki aukin eldmóð og jafnvel dregið úr skynjun á sársauka á meðan að á söngnum stendur. Ekki má heldur gleyma því að syngja í hóp getur dregið úr félagslegri einangrun. Í Bretlandi er söngur þannig oft notaður í endurhæfingu. Nýlegasta dæmið um slíkt er námsefni og æfingar sem raddþjálfarar frá English National Opera bjuggu til fyrir fólk sem átti í erfiðleikum með öndun eftir veikindi tengt covid-19 smitum. Af þessum sökum er söngnám mikilvægur þáttur í að búa til nýja söngvara sem tilbúin eru að deila með okkur mikilvægustu stundum okkar í lífinu af fagmennsku. Enn fremur er söngnám mikilvægt sem mannrækt. Söngskóli Sigurðar Dementz hefur allar þessar hugmyndir að leiðarljósi í kennslu sinni. Nemandinn fær að dafna á eigin forsendum og fær að njóta sín í vinalegu umhverfi hvort sem að áhugasviðið liggur á sviði klassískrar óperutónlistar, dægurtónlistar eða söngleikjatónlistar. Gildir einu hvort stefnt er á persónulega sigra og sjálfstyrkingu eða, eins og í mínu tilfelli áframhaldandi nám í tónlist, er stuðningur og þolinmæðin sem fæst hjá kennurum og stjórnendum skólans ómetanleg. Kennarar og stjórnendur gefa allt af sér þrátt fyrir að á vori hverju standi þeir frammi fyrir þeirri erfiðu spurningu: Verður starfræktur skóli næsta ár? Einkareknir tónlistarskólar í Reykjavík eru í stöðugri baráttu fyrir lífsviðurværi sínu. Kennarar og nemendur eru skildir eftir í óvissu um hvað verði næsta vetur. Samningsaðilar á milli ríkis og sveitarfélaga eru ekki sammála um hver eigi að greiða hvað og bitnar það á starfsfólki sem finnur ekki fyrir starfsöryggi og ekki síst nemendunum. Fjárstuðningur sem fylgir hverjum nemanda frá yfirvöldum dugar ekki fyrir launum kennara. Því fara skólagjöldin hækkandi. Nú eiga söng- og hljóðfærakennarar rétt á launaleiðréttingu í gegnum lífskjarasamningana. Þá kemur hin stóra spurning: eru það nemendur sem eiga að standa undir þeirri launahækkun eða eiga ríki og sveitarfélög að leggja hönd á plóg? Samningar sem nú þegar eru i gildi við yfirvöld fylgja ekki eftir þessum hækkunum og gera ekki ráð fyrir lífskjarasamningi. Því upphefst á nokkurra ára fresti barátta skólanna um að halda sér á floti. Ein af leiðunum er að hækka skólagjöld og takmarka inngöngu nýrra nemanda. Það stóreykur áhættuna á að núverandi nemendur útilokist frá námi vegna félagslegra og fjárhagslegra aðstæðna. Tónlistakennarar alls staðar á landinu eiga hrós skilið fyrir að halda úti námi í erfiðum aðstæðum eins og Covid, finna lausnir og leyfa nemendum að dafna. Hrós fyrir að gefast ekki upp. Framtíð þessara skóla er nú í höndum menntamálayfirvalda sem tala ætíð um að auka skuli fjölbreytt námsframboð. Af einhverjum völdum verður tónlistin því miður oft eftir í þessum samtölum. Þjóðfélagið græðir á því að búa til söngvara og tónlistarfólk og fjárfesting í tónlistarmenntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Ég skora því hér með á ríkið og Reykjavíkurborg að tryggja jafnt aðgengi að söng og tónlistarnámi fyrir alla og eyða allri óvissu með rekstur skólanna í eitt skipti fyrir allt. Höfundur er nemandi í Söngskóla Sigurðar Dementz.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar