„Fólki er eindregið ráðið frá því að ferðast með aftanívagna“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2021 09:00 Mikið hvassviðri verður í dag. Vísir/Vilhelm Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Breiðafjörð, Strandir og norðurland vestra og Norðurland eystra. Þá er gul viðvörun í gildi á Vestfjörðum, miðhálendi og Suðausturlandi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur varar við hvassviðri. Einar Sveinbjörnsson ræddi veðrið um helgina í Bítinu í morgun. Þar sagði hann að þær hitabreytingar sem nú ganga yfir valdi miklu hvassviðri. Hlýtt loft ryðjist úr suðvestri og gangi inn á vestanvert landið með tilheyrandi vindi. Einar segir ekki algengt að svo mikið hvassviðri sé að sumri til. Hann segir þó að þegar viðvaranir Veðurstofu séu gefnar út þurfi að taka mið af samfélaginu. „Að vetri til hefði þetta líklega ekki náð appelsínugulu en nú eru margir á faraldsfæti,“ segir hann. Einar skilur vel að fólk sé í ferðahug þar sem búið er að spá miklum hita og góðu veðri á Norður- og Austurlandi um helgina. Hann ráðleggur fólki sem hyggur á ferðir norðurfyrir þó að bíða með þær þar til hvassviðrinu slotar. Ekki þurfi að bíða lengur en til morgundags. Aðspurður segir Einar að ekki sé hægt að komast hjá hvassviðrinu með því að fara austurleiðina til Egilsstaða þar sem miklar hviður verði líklega við Kvísker í Öræfum. Það sé þekktur hvassviðrisstaður í þessari vindátt. Þó verður mesta hvassviðrið á norðurleiðinni, á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Þar hvessir eftir hádegi og verður í hámarki síðari hluta dags. Hvassviðrið nær alveg norður í Þingeyjarsýslur og austur til Vopnafjarðar í kvöld. „Þetta er ekkert grín“ Einar varar við ferðalögum í dag en segir þannig stemningu vera í samfélaginu að menn séu ekki til í að tala um slæmt veður. Fólk verði að flýta sér hægt og doka við þar til þessu slotar því þetta stendur ekki alla helgina. Þó segir Einar að ágætlega viðri til ferðalaga á Suðurlandi að Skaftafelli. Það sé ekki hætta á hvassviðri undir Eyjafjöllum. Ekki verður meira en strekkingsvindur frá höfuðborgarsvæðinu austur fyrir Skaftafell. Vindurinn þar kemur af hafi og er ekki byljóttur. Einar segir bjart framundan Ágætisveður verður á landinu í næstu viku að sögn Einars. Hitatölur gætu komið fólki skemmtilega á óvart. Vænta má yfir 25 stiga hita á sumum stöðum á Suðaustur og Austurlandi. Mest von er á bjartviðri og sól á Austurlandi. Þó besta veðrið verði fyrir austan í næstu viku, verður ágætisveður víða um landið. Þó síst hérna á annesjunum vestanlands. Að lokum varar Einar fólk við ferðalögum með tengivagna og bendir öllum á að skoða vindmæla Vegagerðarinnar vel. Hlusta má á viðtalið við Einar í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Veður Bítið Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson ræddi veðrið um helgina í Bítinu í morgun. Þar sagði hann að þær hitabreytingar sem nú ganga yfir valdi miklu hvassviðri. Hlýtt loft ryðjist úr suðvestri og gangi inn á vestanvert landið með tilheyrandi vindi. Einar segir ekki algengt að svo mikið hvassviðri sé að sumri til. Hann segir þó að þegar viðvaranir Veðurstofu séu gefnar út þurfi að taka mið af samfélaginu. „Að vetri til hefði þetta líklega ekki náð appelsínugulu en nú eru margir á faraldsfæti,“ segir hann. Einar skilur vel að fólk sé í ferðahug þar sem búið er að spá miklum hita og góðu veðri á Norður- og Austurlandi um helgina. Hann ráðleggur fólki sem hyggur á ferðir norðurfyrir þó að bíða með þær þar til hvassviðrinu slotar. Ekki þurfi að bíða lengur en til morgundags. Aðspurður segir Einar að ekki sé hægt að komast hjá hvassviðrinu með því að fara austurleiðina til Egilsstaða þar sem miklar hviður verði líklega við Kvísker í Öræfum. Það sé þekktur hvassviðrisstaður í þessari vindátt. Þó verður mesta hvassviðrið á norðurleiðinni, á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Þar hvessir eftir hádegi og verður í hámarki síðari hluta dags. Hvassviðrið nær alveg norður í Þingeyjarsýslur og austur til Vopnafjarðar í kvöld. „Þetta er ekkert grín“ Einar varar við ferðalögum í dag en segir þannig stemningu vera í samfélaginu að menn séu ekki til í að tala um slæmt veður. Fólk verði að flýta sér hægt og doka við þar til þessu slotar því þetta stendur ekki alla helgina. Þó segir Einar að ágætlega viðri til ferðalaga á Suðurlandi að Skaftafelli. Það sé ekki hætta á hvassviðri undir Eyjafjöllum. Ekki verður meira en strekkingsvindur frá höfuðborgarsvæðinu austur fyrir Skaftafell. Vindurinn þar kemur af hafi og er ekki byljóttur. Einar segir bjart framundan Ágætisveður verður á landinu í næstu viku að sögn Einars. Hitatölur gætu komið fólki skemmtilega á óvart. Vænta má yfir 25 stiga hita á sumum stöðum á Suðaustur og Austurlandi. Mest von er á bjartviðri og sól á Austurlandi. Þó besta veðrið verði fyrir austan í næstu viku, verður ágætisveður víða um landið. Þó síst hérna á annesjunum vestanlands. Að lokum varar Einar fólk við ferðalögum með tengivagna og bendir öllum á að skoða vindmæla Vegagerðarinnar vel. Hlusta má á viðtalið við Einar í Bítinu í spilaranum hér að neðan.
Veður Bítið Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira