467 daga þrautaganga á enda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2021 12:31 Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar 13. mars 2020 þar sem tilkynnt var um að gripið yrði til takmarkana á samkomum í fyrsta skipti í Íslandssögunni. vísir/vilhelm Dagurinn í dag er sannkallaður hátíðisdagur. Hann markar endalok samkomutakmarkana sem hafa verið í gildi í einhverri mynd síðustu 467 daga. Og það vonandi til frambúðar. Öllum takmörkunum vegna farsóttar var aflétt á miðnætti og má þar helst nefna afnám grímuskyldu, nándarreglu, fjöldatakmarkana og takmarkana á opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Sú breyting sem varð helst áþreifanleg um leið og takmarkanirnar voru felldar úr gildi á miðnætti er tvímælalaust sú síðastnefnda en skemmtistaðir voru opnir til klukkan fjögur í nótt í fyrsta skipti í rúma fimmtán mánuði. Víða var þessum áfanga fagnað og er ljóst að gleði fólks yfir því að endurheimta óskert frelsi sitt til að skemmta sér á nóttunni er mikil. Á sumum skemmtistöðum voru síðustu sekúndurnar að miðnætti hreinlega taldar niður og þegar klukkan sló tólf brutust út óskapleg fagnaðarlæti meðal gesta. Langur vegur Ríkisstjórnin nýtti sér heimild í lögum til að takmarka samkomur í fyrsta skipti í Íslandssögunni þann 16. mars í fyrra vegna heimsfaraldursins. Síðan tók við strembin barátta við útbreiðslu veirunnar með sínum hæðum og lægðum, afléttingum og herðingum takmarkana á víxl. Þegar samkomutakmarkanir voru settar á fyrst var lagt bann við því að fleiri en 100 manns kæmu saman og fólki bannað að vera í innan við tveggja metra fjarlægð frá hvert öðru. Þær voru síðan hertar í nokkrum skrefum og þegar verst lét máttu ekki nema tíu koma saman, tveggja metra reglan og almenn grímuskilda var í gildi og var öllum börum, krám, ræktinni, sundlaugum, íþróttafélögum og hárgreiðslustofum gert að loka starfsemi sinni. Veitingastaðir urðu þá að loka klukkan tíu á kvöldin. Um miðjan febrúar í ár fór síðan að sjá til sólar á ný. Ýmis starfsemi fékk að opna á aftur; barir og skemmtistaðir fengu að opna, með takmörkunum þó, og var leyfilegur fjöldi gesta í leikhús og söfn aukinn. Frá þeim tímapunkti voru samkomutakmarkanir aldrei hertar á ný. Það var þó ekki fyrr en um miðjan apríl sem stjórnvöld fóru að létta á fjöldatakmörkunum þegar leyfilegur fjöldi var rýmkaður úr tíu í tuttugu. Frá þeim tímapunkti hafa fjöldatakmarkanir ekki verið hertar á ný en þeim verið aflétt í nokkrum skrefum. Síðasta skrefið í þeim var síðan stigið á miðnætti í nótt. „Dagur gleði og gæfu er runninn upp,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í morgun um þennan tímamótadag. Hann á raunar sjálfur afmæli og segist vart getað hugsað sér betri afmælisgjöf en afléttingu takmarkana. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessi tímamót sannarleg gleðitíðindi: „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Öllum takmörkunum vegna farsóttar var aflétt á miðnætti og má þar helst nefna afnám grímuskyldu, nándarreglu, fjöldatakmarkana og takmarkana á opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Sú breyting sem varð helst áþreifanleg um leið og takmarkanirnar voru felldar úr gildi á miðnætti er tvímælalaust sú síðastnefnda en skemmtistaðir voru opnir til klukkan fjögur í nótt í fyrsta skipti í rúma fimmtán mánuði. Víða var þessum áfanga fagnað og er ljóst að gleði fólks yfir því að endurheimta óskert frelsi sitt til að skemmta sér á nóttunni er mikil. Á sumum skemmtistöðum voru síðustu sekúndurnar að miðnætti hreinlega taldar niður og þegar klukkan sló tólf brutust út óskapleg fagnaðarlæti meðal gesta. Langur vegur Ríkisstjórnin nýtti sér heimild í lögum til að takmarka samkomur í fyrsta skipti í Íslandssögunni þann 16. mars í fyrra vegna heimsfaraldursins. Síðan tók við strembin barátta við útbreiðslu veirunnar með sínum hæðum og lægðum, afléttingum og herðingum takmarkana á víxl. Þegar samkomutakmarkanir voru settar á fyrst var lagt bann við því að fleiri en 100 manns kæmu saman og fólki bannað að vera í innan við tveggja metra fjarlægð frá hvert öðru. Þær voru síðan hertar í nokkrum skrefum og þegar verst lét máttu ekki nema tíu koma saman, tveggja metra reglan og almenn grímuskilda var í gildi og var öllum börum, krám, ræktinni, sundlaugum, íþróttafélögum og hárgreiðslustofum gert að loka starfsemi sinni. Veitingastaðir urðu þá að loka klukkan tíu á kvöldin. Um miðjan febrúar í ár fór síðan að sjá til sólar á ný. Ýmis starfsemi fékk að opna á aftur; barir og skemmtistaðir fengu að opna, með takmörkunum þó, og var leyfilegur fjöldi gesta í leikhús og söfn aukinn. Frá þeim tímapunkti voru samkomutakmarkanir aldrei hertar á ný. Það var þó ekki fyrr en um miðjan apríl sem stjórnvöld fóru að létta á fjöldatakmörkunum þegar leyfilegur fjöldi var rýmkaður úr tíu í tuttugu. Frá þeim tímapunkti hafa fjöldatakmarkanir ekki verið hertar á ný en þeim verið aflétt í nokkrum skrefum. Síðasta skrefið í þeim var síðan stigið á miðnætti í nótt. „Dagur gleði og gæfu er runninn upp,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í morgun um þennan tímamótadag. Hann á raunar sjálfur afmæli og segist vart getað hugsað sér betri afmælisgjöf en afléttingu takmarkana. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessi tímamót sannarleg gleðitíðindi: „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira