Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. júní 2021 12:45 Umfangsmikil leit stendur yfir í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins. „Staðan er þannig að nú fer að líða í að það fer að verða sólarhringur í að maðurinn varð viðskila. Þannig að við erum búin að kalla út björgunarsveitir á öllu Suðurlandi, alveg austur fyrir Höfn, á öllu höfuðborgarsvæðinu og Norður- og Vesturlandi,“ segir Jónas Guðmundsson í vettvangsstjórn Landsbjargar. Aðstæður í gær voru erfiðar og skyggni slæmt, en töluvert betri í dag. Aðspurður segir hann svæðið ekki erfitt yfirferðar. „Það er kannski ekki erfitt, þetta eru frekar lág fjöll, nokkur hundruð metrar, en hins vegar er alltaf erfitt að finna týndan aðila. Viðkomandi gæti legið einhvers staðar, verið búinn að hjúfra sig saman og svo framvegis. Þannig að leit er alltaf erfið sem slík,“ útskýrir Jónas. Skoða hvort maðurinn hafi farið út á hraunið Fjölgað verður í leitarhópnum síðar í dag og búist er við að 200 manns muni taka þátt í leitinni. Að auki er notast við dróna og þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir svæðið. „Í upphafi lögðum við áherslu á svæðið umhverfis gosstöðvarnar en eftir því sem tíminn líður þá stækkar auðvitað leitarsvæðið, því maður veit ekki hvernig týnt fólk hagar sér. Sumir setjast niður og bíða, sem er betri kostur, en aðrir labba og freista þess að komast til byggða.“ Jónas segir að maðurinn hafi verið ágætlega búinn. „Hann er ekkert illa búinn en ekkert vel búinn heldur.“ Ekki er útilokað að maðurinn hafi farið út á hraunið. „Auðvitað er það ein af þeim sviðsmyndum sem við erum að skoða en göngum ekki út frá því.” Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24 Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur. 25. júní 2021 22:59 Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina. 25. júní 2021 19:52 Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Sjá meira
„Staðan er þannig að nú fer að líða í að það fer að verða sólarhringur í að maðurinn varð viðskila. Þannig að við erum búin að kalla út björgunarsveitir á öllu Suðurlandi, alveg austur fyrir Höfn, á öllu höfuðborgarsvæðinu og Norður- og Vesturlandi,“ segir Jónas Guðmundsson í vettvangsstjórn Landsbjargar. Aðstæður í gær voru erfiðar og skyggni slæmt, en töluvert betri í dag. Aðspurður segir hann svæðið ekki erfitt yfirferðar. „Það er kannski ekki erfitt, þetta eru frekar lág fjöll, nokkur hundruð metrar, en hins vegar er alltaf erfitt að finna týndan aðila. Viðkomandi gæti legið einhvers staðar, verið búinn að hjúfra sig saman og svo framvegis. Þannig að leit er alltaf erfið sem slík,“ útskýrir Jónas. Skoða hvort maðurinn hafi farið út á hraunið Fjölgað verður í leitarhópnum síðar í dag og búist er við að 200 manns muni taka þátt í leitinni. Að auki er notast við dróna og þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir svæðið. „Í upphafi lögðum við áherslu á svæðið umhverfis gosstöðvarnar en eftir því sem tíminn líður þá stækkar auðvitað leitarsvæðið, því maður veit ekki hvernig týnt fólk hagar sér. Sumir setjast niður og bíða, sem er betri kostur, en aðrir labba og freista þess að komast til byggða.“ Jónas segir að maðurinn hafi verið ágætlega búinn. „Hann er ekkert illa búinn en ekkert vel búinn heldur.“ Ekki er útilokað að maðurinn hafi farið út á hraunið. „Auðvitað er það ein af þeim sviðsmyndum sem við erum að skoða en göngum ekki út frá því.”
Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24 Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur. 25. júní 2021 22:59 Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina. 25. júní 2021 19:52 Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Sjá meira
Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24
Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur. 25. júní 2021 22:59
Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina. 25. júní 2021 19:52