Ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið gert enda fjárframlög sjaldan verið meiri Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2021 12:51 Katrín Jakobsdóttir segir að sjaldan hafi verið aukið jafn hressilega í heilbrigðiskerfið og á þessu kjörtímabili. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið að gert innan heilbrigðiskerfisins, enda sé búið að stórauka fjárframlög til heilbrigðismála. Um þúsund læknar afhentu heilbrigðisráðherra nýverið áskorun um að bæta verulega stöðuna á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu. Læknar afhentu Svandísi Svavarsdóttur undirskriftalistann á miðvikudag en þar saka þeir stjórnvöld um langvarandi sinnuleysi innan heilbrigðiskerfisins. Katrín Jakobsdóttir var spurð út í málið í Sprengisandi í morgun, þar sem hún sgðist ekki geta tekið undir þær fullyrðingar að stjórnvöld hafi vanrækt heilbrigðiskerfið. „Tölurnar tala sínu máli. Við erum auðvitað búin að stórauka framlög til heilbrigðismála sem var það sem við sögðumst ætla að gera, bæði í fjárfestingar – og þá er ég að vitna í nýbyggingu Landspítalans sem var sett af stað á þessu kjörtímabili og hefur verið beðið eftir. Þetta voru læknar meðal annars að ræða um, aðstæður á Landspítala, og við verðum auðvitað einhvern tímann að fara af stað í slíka framkvæmd,” segir Katrín. „Ég er líka að tala um fjölgun hjúkrunarrýma sem er auðvitað stórmál en líka í rekstur þar sem fjármunir hafa verið auknir og við erum að sjá bæði aukningu í krónutölu en líka sem hlutfall af landsframleiðslu.” Katrín bendir á heilbrigðiskerfið sé viðvarandi verkefni og að það sé nú að koma út úr gríðarlegum álagstíma. Þá hafi til dæmis milljarði verið varið í geðheilbrigðismál á kjörtímabilinu, en að það se málaflokkur sem taki tíma að snúa við og breyta. „En hins vegar er það ómaklegt að segja að ekkert hafi verið gert, því ég held að staðreyndin sé sú að sjaldan hefur verið aukið jafn hressilega í heilbrigðismál og á þessu kjörtímabili.” Hún nefnir að heilsugæslan hafi verið stórefld, sem hafi verið liður í því að draga úr álagi á Landspítalanum, sem eigi að fást við alvarlegri tilfelli. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á kerfinu og það tekur tíma að ná breytingum.” Landspítalinn Heilsugæsla Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Læknar afhentu Svandísi Svavarsdóttur undirskriftalistann á miðvikudag en þar saka þeir stjórnvöld um langvarandi sinnuleysi innan heilbrigðiskerfisins. Katrín Jakobsdóttir var spurð út í málið í Sprengisandi í morgun, þar sem hún sgðist ekki geta tekið undir þær fullyrðingar að stjórnvöld hafi vanrækt heilbrigðiskerfið. „Tölurnar tala sínu máli. Við erum auðvitað búin að stórauka framlög til heilbrigðismála sem var það sem við sögðumst ætla að gera, bæði í fjárfestingar – og þá er ég að vitna í nýbyggingu Landspítalans sem var sett af stað á þessu kjörtímabili og hefur verið beðið eftir. Þetta voru læknar meðal annars að ræða um, aðstæður á Landspítala, og við verðum auðvitað einhvern tímann að fara af stað í slíka framkvæmd,” segir Katrín. „Ég er líka að tala um fjölgun hjúkrunarrýma sem er auðvitað stórmál en líka í rekstur þar sem fjármunir hafa verið auknir og við erum að sjá bæði aukningu í krónutölu en líka sem hlutfall af landsframleiðslu.” Katrín bendir á heilbrigðiskerfið sé viðvarandi verkefni og að það sé nú að koma út úr gríðarlegum álagstíma. Þá hafi til dæmis milljarði verið varið í geðheilbrigðismál á kjörtímabilinu, en að það se málaflokkur sem taki tíma að snúa við og breyta. „En hins vegar er það ómaklegt að segja að ekkert hafi verið gert, því ég held að staðreyndin sé sú að sjaldan hefur verið aukið jafn hressilega í heilbrigðismál og á þessu kjörtímabili.” Hún nefnir að heilsugæslan hafi verið stórefld, sem hafi verið liður í því að draga úr álagi á Landspítalanum, sem eigi að fást við alvarlegri tilfelli. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á kerfinu og það tekur tíma að ná breytingum.”
Landspítalinn Heilsugæsla Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira