Ríkið veit ekki alltaf best Agla Eir Vilhjálmsdóttir og Heiðrún Björk Gísladóttir skrifa 28. júní 2021 08:00 Gildar ástæður geta verið fyrir því að fela öðrum að annast lyfjakaup sín. Í sumum tilfellum er það beinlínis nauðsynlegt. Blessunarlega er það mögulegt með því að veita öðrum umboð til þess fyrir sig og þökk sé tæknilausnum nútímans er hægt að sjá um lyfjakaup á sófanum heima. Þannig geta til að mynda aldraðir foreldrar fengið börn sín til að panta lyf fyrir sig í gegnum netforrit og fengið þau heimsend innan klukkustundar. Slík þægindi voru ekki fyrir hendi fyrir nokkrum árum og er tilefni til að fagna framförum sem einfalda líf okkar. Nú vilja stjórnvöld koma í veg fyrir þessi þægindi. Taki fyrirhuguð reglugerð heilbrigðisráðherra gildi verður einstaklingum ómögulegt að fá upplýsingar um lyfjaávísanir annars einstaklings án þess að sérfræðilæknir hafi vottað um veikindi eða fötlun hans. Þannig verður það erfiðleikum háð að annast lyfjakaup fyrir aðra þegar ekki liggja fyrir upplýsingar um hvaða lyf læknir hefur ávísað viðkomandi. Þá er komið í veg fyrir, að upplýsingar um lyf séu veittar með rafrænum hætti og þannig lokað á þann möguleika að annast lyfjakaup fyrir aðra með tæknilausnum sem þegar standa til boða. Ákvarðanir sem hið opinbera tekur fyrir hönd borgaranna geta gert meira ógagn en gagn. Í þessu tilfelli ætla stjórnvöld að banna einstaklingum að veita öðrum umboð til að sjá upplýsingar um lyf og annast lyfjakaup fyrir sig með einföldum og öruggum hætti. Þetta mun að óbreyttu gerast þrátt fyrir að í dag séu umboð undirrituð með rafrænum skilríkjum og tæknilausnir tryggðar með sama hætti. Jafnframt er persónuskilríkja krafist við afhendingu og því ekki að sjá að öryggið skorti. Það er mikilvægt að stjórnvöld láti einstaklingum eftir sjálfsagt frelsi til að taka ákvarðanir um eigið líf. Þær hindranir sem lagðar eru til í fyrirliggjandi reglugerð takmarka lífsgæði borgaranna og leggja stein í götu nýsköpunar í lyfsölu. Heilbrigðiskerfið þarf á því að halda að nýsköpun vaxi og dafni. Snjallverslun er framtíðin í lyfsölu sem og öðrum atvinnugreinum. Stjórnvöld verða að treysta fólki og koma ekki í veg fyrir nauðsynlega framþróun að óþörfu. Ríkið veit nefnilega ekki alltaf best. Agla Eir er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og Heiðrún Björk er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Lyf Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Gildar ástæður geta verið fyrir því að fela öðrum að annast lyfjakaup sín. Í sumum tilfellum er það beinlínis nauðsynlegt. Blessunarlega er það mögulegt með því að veita öðrum umboð til þess fyrir sig og þökk sé tæknilausnum nútímans er hægt að sjá um lyfjakaup á sófanum heima. Þannig geta til að mynda aldraðir foreldrar fengið börn sín til að panta lyf fyrir sig í gegnum netforrit og fengið þau heimsend innan klukkustundar. Slík þægindi voru ekki fyrir hendi fyrir nokkrum árum og er tilefni til að fagna framförum sem einfalda líf okkar. Nú vilja stjórnvöld koma í veg fyrir þessi þægindi. Taki fyrirhuguð reglugerð heilbrigðisráðherra gildi verður einstaklingum ómögulegt að fá upplýsingar um lyfjaávísanir annars einstaklings án þess að sérfræðilæknir hafi vottað um veikindi eða fötlun hans. Þannig verður það erfiðleikum háð að annast lyfjakaup fyrir aðra þegar ekki liggja fyrir upplýsingar um hvaða lyf læknir hefur ávísað viðkomandi. Þá er komið í veg fyrir, að upplýsingar um lyf séu veittar með rafrænum hætti og þannig lokað á þann möguleika að annast lyfjakaup fyrir aðra með tæknilausnum sem þegar standa til boða. Ákvarðanir sem hið opinbera tekur fyrir hönd borgaranna geta gert meira ógagn en gagn. Í þessu tilfelli ætla stjórnvöld að banna einstaklingum að veita öðrum umboð til að sjá upplýsingar um lyf og annast lyfjakaup fyrir sig með einföldum og öruggum hætti. Þetta mun að óbreyttu gerast þrátt fyrir að í dag séu umboð undirrituð með rafrænum skilríkjum og tæknilausnir tryggðar með sama hætti. Jafnframt er persónuskilríkja krafist við afhendingu og því ekki að sjá að öryggið skorti. Það er mikilvægt að stjórnvöld láti einstaklingum eftir sjálfsagt frelsi til að taka ákvarðanir um eigið líf. Þær hindranir sem lagðar eru til í fyrirliggjandi reglugerð takmarka lífsgæði borgaranna og leggja stein í götu nýsköpunar í lyfsölu. Heilbrigðiskerfið þarf á því að halda að nýsköpun vaxi og dafni. Snjallverslun er framtíðin í lyfsölu sem og öðrum atvinnugreinum. Stjórnvöld verða að treysta fólki og koma ekki í veg fyrir nauðsynlega framþróun að óþörfu. Ríkið veit nefnilega ekki alltaf best. Agla Eir er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og Heiðrún Björk er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun