Spenntur fyrir leiknum gegn KR og reiknar með að bæði lið styrki sig í glugganum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2021 16:30 Arnar Gunnlaugsson er þjálfari bikarmeistara Víkings. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson var mjög ánægður með að fá KR í heimsókn í Fossvoginn í stórleik 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá taldi Arnar næsta ljóst að bæði lið myndu styrkja sig fyrir leikinn sem fram fer 11. eða 12. ágúst næstkomandi. „Mjög ánægður með að hafa fengið heimaleik í fyrsta lagi og svo að fá KR-inga líka, sannkallaður stórleikur. Ef þú ætlar að vinna bikarinn verða ýmsar hindranir á vegi þínum og þær gerast varla stærri en KR og það er bara gríðarleg tilhlökkun,“ sagði Arnar um þennan stórleik 16-liða úrslitanna. „Mögulega, það eru allskonar kenningar í þessu en engin rétt og engin röng. Fyrir knattspyrnuáhugafólk er þetta algjör stórleikur. Það verður mjög spennandi að sjá hvað liðin ætla sér að gera í glugganum til að styrkja fyrir þennan leik. Nöfnin sem KR-ingar eru að reyna að ná eru mjög ´djúsí´ og við kannski styrkjum okkur eitthvað líka, þetta er alveg geggjað tækifæri fyrir bæði lið,“ bætti Arnar við. Theódór Elmar Bjarnason ku hafa samið nýverið við uppeldisfélagið og mun leika með því næstu misseri. Hann ætti að vera kominn með leikheimild þegar 16-liða úrslit bikarsins fara af stað. „Það verður víst að vera leyndarmál þangað til – það er reyndar bara korter í að glugginn opni þannig það þarf ekki að vera lengi. Það er stemmning í Fossvoginum og við þurfum að sætta okkur við það, sem betur fer, að við erum í titilbaráttu. Einnig erum ríkjandi bikarmeistarar og eigum titil að verja þar svo mögulega þarf að styrkja hópinn, eins og öll önnur góð lið. Flest önnur góð lið munu gera það í þessum glugga, þetta er gott tækifæri til þess en ég ætla samt að halda því aðeins leyndu en ekki lengi vonandi,“ sagði dulúðlegur Arnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi sínum. „Við munum allir hvernig okkur leið 2019 þegar við unnum titilinn og hvað það var mikil hvatning fyrir alla, leikmennina líka. Þetta er tilfinning sem við ætlum að vinna hart fyrir að fá aftur. Það var stemning í Fossvoginum og geggjaður dagur í alla staði. Að mínu mati fylgir mikil ábyrgð að vera bikar- eða Íslandsmeistari, það er mikil ábyrgð fólgin í því að reyna verja titil.“ „Ég hef oft sagt að það eru bara góð lið sem verja titil og við drulluðum aðeins upp á bak í fyrra, ég ætla ekki að segja þökk sé Covid-19 en út af einhverjum óútskýrðum ástæðum fáum við annað tækifæri til að verja titilinn og verðum að nýta það betur núna,“ sagði Arnar að endingu. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
„Mjög ánægður með að hafa fengið heimaleik í fyrsta lagi og svo að fá KR-inga líka, sannkallaður stórleikur. Ef þú ætlar að vinna bikarinn verða ýmsar hindranir á vegi þínum og þær gerast varla stærri en KR og það er bara gríðarleg tilhlökkun,“ sagði Arnar um þennan stórleik 16-liða úrslitanna. „Mögulega, það eru allskonar kenningar í þessu en engin rétt og engin röng. Fyrir knattspyrnuáhugafólk er þetta algjör stórleikur. Það verður mjög spennandi að sjá hvað liðin ætla sér að gera í glugganum til að styrkja fyrir þennan leik. Nöfnin sem KR-ingar eru að reyna að ná eru mjög ´djúsí´ og við kannski styrkjum okkur eitthvað líka, þetta er alveg geggjað tækifæri fyrir bæði lið,“ bætti Arnar við. Theódór Elmar Bjarnason ku hafa samið nýverið við uppeldisfélagið og mun leika með því næstu misseri. Hann ætti að vera kominn með leikheimild þegar 16-liða úrslit bikarsins fara af stað. „Það verður víst að vera leyndarmál þangað til – það er reyndar bara korter í að glugginn opni þannig það þarf ekki að vera lengi. Það er stemmning í Fossvoginum og við þurfum að sætta okkur við það, sem betur fer, að við erum í titilbaráttu. Einnig erum ríkjandi bikarmeistarar og eigum titil að verja þar svo mögulega þarf að styrkja hópinn, eins og öll önnur góð lið. Flest önnur góð lið munu gera það í þessum glugga, þetta er gott tækifæri til þess en ég ætla samt að halda því aðeins leyndu en ekki lengi vonandi,“ sagði dulúðlegur Arnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi sínum. „Við munum allir hvernig okkur leið 2019 þegar við unnum titilinn og hvað það var mikil hvatning fyrir alla, leikmennina líka. Þetta er tilfinning sem við ætlum að vinna hart fyrir að fá aftur. Það var stemning í Fossvoginum og geggjaður dagur í alla staði. Að mínu mati fylgir mikil ábyrgð að vera bikar- eða Íslandsmeistari, það er mikil ábyrgð fólgin í því að reyna verja titil.“ „Ég hef oft sagt að það eru bara góð lið sem verja titil og við drulluðum aðeins upp á bak í fyrra, ég ætla ekki að segja þökk sé Covid-19 en út af einhverjum óútskýrðum ástæðum fáum við annað tækifæri til að verja titilinn og verðum að nýta það betur núna,“ sagði Arnar að endingu. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira