Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2021 20:29 Leitað í rústum hússins í dag. AP/Lynne Sladky Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. AP fréttaveitan segir fjölskyldumeðlimi þeirra sem saknað er einnig halda áfram í vonina. Þeir voru fluttir að rústunum í rútum í gær og í dag og fylgdust með björgunarstarfinu. Margir þeirra kölluðu nöfn þeirra sem saknað er í þeirri von að viðkomandi heyrði í þeim í rústunum. Rigning hefur komið niður á leitinni að eftirlifendum en búið er að slökkva þá elda sem loguðu áður í rústunum. Notast er við leitarhunda, ratsjár og önnur tæki til að finna fólk í rústunum. Forsvarsmenn leitarinnar segja leitarmenn hafa komist langt inn í rústirnar og að mikið kapp sé lagt á að finna eftirlifendur. Aðstoðarslökkviliðsstjóri Miami sagði blaðamönnum í dag að aðstæður hefðu reynst leitarmönnum erfiðar og þeir þyrftu að fara hægt yfir. Mikil vinna færi í að tryggja öryggi og að brak falli ekki saman þegar leitað er í því. Stór hluti hússins, sem kallast Champlain Towers South og er tólf hæðir, hrundi aðfaranótt 24. júní. Atvikið náðist á upptöku og má sjá það hér að neðan. Eigendum hússins hafði verið gert að greiða háar fjárhæðir í viðgerðir á húsinu sem sagðar voru vera nauðsynlegar. Í ástandsskoðun sem gerð var fyrir tæpum þremur árum vöruðu sérfræðingar við alvarlegum skemmdum á húsinu. Í skýrslu sem gerð var kom ekki fram að hætta væri á því að húsið hrundi. Þess í stað stóð að skemmdir hefðu orðið á steypu við bílakjallara hússins og sundlaug. Þá hefði skortur á frárennsli valdið miklum skaða á húsinu. Alls voru 136 íbúðir í húsinu, sem var byggt árið 1981. Skoða þarf flest fjölbýlishús Miami á fjörutíu ára fresti og votta að þau séu örugg. Sjá einnig: Meiriháttar skemmdir íbúðablokkarinnar lágu fyrir Miami Herald segir að kona úr stjórn húsfélags fjölbýlishússins hafi sent skýrsluna og önnur gögn til byggingarfulltrúa Miami sem hafi komið á fund stjórnarinnar og annarra íbúa nokkrum dögum síðar og lýst því yfir að húsið væri í „mjög góðu ástandi“. Sá hætti í starfi sínu í fyrra en þegar hann var spurður út í fundinn og skýrsluna um helgina sagðist hann ekki muna eftir því að hafa lesið hana, né því að fara á fundinn. Sundlaugin gaf sig líklegast fyrst Sérfræðingar sem blaðamenn Miami Herald ræddu við segja líklegt að steypa við sundlaug hússins hafi gefið sig fyrst og myndað tómarúm undir miðju hússins, sem hafi svo hrunið í það tómarúm. Hér má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá því í dag. Blaðamenn Washington Post ræddu í gær við eiginmann konu sem bjó í húsinu. Hann var ekki heima en hún hringdi í hann þarna um nóttina og sagði honum að sundlaugin og pallurinn í kringum hana hefði hrunið. Skömmu seinna heyrði hann konuna öskra hástöfum og eftir það slitnaði sambandið. Sama kona og sendi byggingarfulltrúanum áðurnefnda skýrslu sendi honum póst í janúar 2019 og sagði verktaka vera að grafa of nærri fjölbýlishúsinu og þau hefðu áhyggjur af mögulegum skemmdum. Þeim pósti fylgdu myndir af vinnu við sundlaugina og bílakjallarann. Hún bað byggingarfulltrúann um að koma og skoða aðstæður. 28 mínútum eftir að hann fékk póstinn svaraði hann og sagði ekkert tilefni að hann skoðaði málið. Best væri að stjórnin fylgdist með framkvæmdunum og réði ráðgjafa til að meta mögulegar skemmdir. Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Fimmta líkið fundið í rústum blokkarinnar en fjölda fólks enn saknað Tala látinna þegar hluti tólf hæða blokkar hrundi til grunna á Flórída hækkaði þegar yfirvöld staðfestu að fimmta líkið hefði fundist í rústunum. Enn er fleiri en 150 manns saknað á þriðja degi leitar að eftirlifendum. 26. júní 2021 23:36 Fjórir látnir og 159 nú saknað í Miami Fjórir hafa fundist látnir og 159 er enn saknað eftir að tólf hæða íbúðablokk hrundi í Miami á Flórída í gærmorgun. 25. júní 2021 14:01 Einn látinn og hátt í hundrað saknað á Flórída Að minnsta kosti einn er látinn eftir að hluti tólf hæða íbúðablokkar hrundi í bænum Surfside nærri Miami á Flórída í nótt. Tæplega hundrað manna er enn saknað og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert. 24. júní 2021 19:38 Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Sjá meira
AP fréttaveitan segir fjölskyldumeðlimi þeirra sem saknað er einnig halda áfram í vonina. Þeir voru fluttir að rústunum í rútum í gær og í dag og fylgdust með björgunarstarfinu. Margir þeirra kölluðu nöfn þeirra sem saknað er í þeirri von að viðkomandi heyrði í þeim í rústunum. Rigning hefur komið niður á leitinni að eftirlifendum en búið er að slökkva þá elda sem loguðu áður í rústunum. Notast er við leitarhunda, ratsjár og önnur tæki til að finna fólk í rústunum. Forsvarsmenn leitarinnar segja leitarmenn hafa komist langt inn í rústirnar og að mikið kapp sé lagt á að finna eftirlifendur. Aðstoðarslökkviliðsstjóri Miami sagði blaðamönnum í dag að aðstæður hefðu reynst leitarmönnum erfiðar og þeir þyrftu að fara hægt yfir. Mikil vinna færi í að tryggja öryggi og að brak falli ekki saman þegar leitað er í því. Stór hluti hússins, sem kallast Champlain Towers South og er tólf hæðir, hrundi aðfaranótt 24. júní. Atvikið náðist á upptöku og má sjá það hér að neðan. Eigendum hússins hafði verið gert að greiða háar fjárhæðir í viðgerðir á húsinu sem sagðar voru vera nauðsynlegar. Í ástandsskoðun sem gerð var fyrir tæpum þremur árum vöruðu sérfræðingar við alvarlegum skemmdum á húsinu. Í skýrslu sem gerð var kom ekki fram að hætta væri á því að húsið hrundi. Þess í stað stóð að skemmdir hefðu orðið á steypu við bílakjallara hússins og sundlaug. Þá hefði skortur á frárennsli valdið miklum skaða á húsinu. Alls voru 136 íbúðir í húsinu, sem var byggt árið 1981. Skoða þarf flest fjölbýlishús Miami á fjörutíu ára fresti og votta að þau séu örugg. Sjá einnig: Meiriháttar skemmdir íbúðablokkarinnar lágu fyrir Miami Herald segir að kona úr stjórn húsfélags fjölbýlishússins hafi sent skýrsluna og önnur gögn til byggingarfulltrúa Miami sem hafi komið á fund stjórnarinnar og annarra íbúa nokkrum dögum síðar og lýst því yfir að húsið væri í „mjög góðu ástandi“. Sá hætti í starfi sínu í fyrra en þegar hann var spurður út í fundinn og skýrsluna um helgina sagðist hann ekki muna eftir því að hafa lesið hana, né því að fara á fundinn. Sundlaugin gaf sig líklegast fyrst Sérfræðingar sem blaðamenn Miami Herald ræddu við segja líklegt að steypa við sundlaug hússins hafi gefið sig fyrst og myndað tómarúm undir miðju hússins, sem hafi svo hrunið í það tómarúm. Hér má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá því í dag. Blaðamenn Washington Post ræddu í gær við eiginmann konu sem bjó í húsinu. Hann var ekki heima en hún hringdi í hann þarna um nóttina og sagði honum að sundlaugin og pallurinn í kringum hana hefði hrunið. Skömmu seinna heyrði hann konuna öskra hástöfum og eftir það slitnaði sambandið. Sama kona og sendi byggingarfulltrúanum áðurnefnda skýrslu sendi honum póst í janúar 2019 og sagði verktaka vera að grafa of nærri fjölbýlishúsinu og þau hefðu áhyggjur af mögulegum skemmdum. Þeim pósti fylgdu myndir af vinnu við sundlaugina og bílakjallarann. Hún bað byggingarfulltrúann um að koma og skoða aðstæður. 28 mínútum eftir að hann fékk póstinn svaraði hann og sagði ekkert tilefni að hann skoðaði málið. Best væri að stjórnin fylgdist með framkvæmdunum og réði ráðgjafa til að meta mögulegar skemmdir.
Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Fimmta líkið fundið í rústum blokkarinnar en fjölda fólks enn saknað Tala látinna þegar hluti tólf hæða blokkar hrundi til grunna á Flórída hækkaði þegar yfirvöld staðfestu að fimmta líkið hefði fundist í rústunum. Enn er fleiri en 150 manns saknað á þriðja degi leitar að eftirlifendum. 26. júní 2021 23:36 Fjórir látnir og 159 nú saknað í Miami Fjórir hafa fundist látnir og 159 er enn saknað eftir að tólf hæða íbúðablokk hrundi í Miami á Flórída í gærmorgun. 25. júní 2021 14:01 Einn látinn og hátt í hundrað saknað á Flórída Að minnsta kosti einn er látinn eftir að hluti tólf hæða íbúðablokkar hrundi í bænum Surfside nærri Miami á Flórída í nótt. Tæplega hundrað manna er enn saknað og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert. 24. júní 2021 19:38 Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Sjá meira
Fimmta líkið fundið í rústum blokkarinnar en fjölda fólks enn saknað Tala látinna þegar hluti tólf hæða blokkar hrundi til grunna á Flórída hækkaði þegar yfirvöld staðfestu að fimmta líkið hefði fundist í rústunum. Enn er fleiri en 150 manns saknað á þriðja degi leitar að eftirlifendum. 26. júní 2021 23:36
Fjórir látnir og 159 nú saknað í Miami Fjórir hafa fundist látnir og 159 er enn saknað eftir að tólf hæða íbúðablokk hrundi í Miami á Flórída í gærmorgun. 25. júní 2021 14:01
Einn látinn og hátt í hundrað saknað á Flórída Að minnsta kosti einn er látinn eftir að hluti tólf hæða íbúðablokkar hrundi í bænum Surfside nærri Miami á Flórída í nótt. Tæplega hundrað manna er enn saknað og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert. 24. júní 2021 19:38
Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42