Kannar hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2021 07:54 Andreas Norlén er forseti sænska þingsins og gegnir sem slíkur lykilhlutverki við myndun nýrrar stjórnar. EPA Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, mun í dag ræða við leiðtoga allra þeirra flokka sem sæti eiga á sænska þinginu til að kanna hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn. Hann mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til stjórnarmyndunar. Stefan Löfven sagði í gær af sér embætti sem forsætisráðherra, viku eftir að þingið samþykkti vantraust á hann. Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins, hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014.EPA Norlén, sem kjörinn var sem þingmaður hægriflokksins Moderaterna, hefur áætlað hálftíma með hverjum flokksleiðtoga, en röð fundanna ræðst af stærð þingflokka. Á Norlén fyrsta fund með Löfven núna klukkan átta, svo Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, svo Jimmie Åkesson, formanni Svíþjóðardemókrata. Á eftir þeim fylgja svo formenn Miðflokksins, Vinstriflokksins, Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og loks Græningja. Mats Knutsson, fréttaskýrandi SVT, segir líklegustu niðurstöðuna verða þá að Löfven verði fyrst veitt umboð til stjórnarmyndunar. Segir Knutson að af þeim kostum sem séu í stöðunni sé líklegast að samkomulag muni á endanum nást um áframhaldandi stjórn Jafnaðarmannaflokks Löfvens og Græningja, sem Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn muni verja vantrausti. Dagskrá þingforseta í dag 08:00-08.30 Stefan Löfven, Jafnaðarmannaflokki 08.35-09.05 Ulf Kristersson, Moderaterna 09.10-09.40 Jimmie Åkesson, Svíþjóðardemókrötum 09.45-10.15 Annie Lööf, Miðflokki 11.00-11.30 Nooshi Dadgostar, Vinstriflokki 11.35-12.05 Ebba Busch, Kristilegum demókrötum 12.10-12.40 Nyamko Sabuni, Frjálslyndum 12.45-13.15 Per Bolund, Græningjum 14.15 Þingforseti með blaðamannafund Sú leið er þó á engan hátt greið, þar sem Miðflokkurinn hefur ítrekað talað gegn því að flokkarnir yst á hinu pólitíska rófi - Svíþjóðardemókratar og Vinstriflokkurinn - verði veitt aðkoma að stjórn landsins. Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna.EPA Húsnæðismálið Fráfarandi stjórn Löfvens var einnig minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Stjórnin var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi verja hana vantrausti. Vinstriflokkurinn ákvað þó að greiða atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á mánudaginn í síðustu viku vegna ákvörðunar stjórnar Löfvens um að afnema leiguþak á nýju húsnæði. Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins, en flokkurinn er að mörgu leyti í lykilstöðu þegar kemur að myndun næstu stjórnar.EPA Fjórar tilraunir Þingforsetinn Norlén getur fjórum sinnum veitt formönnum umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf lögum samkvæmt að boða til aukakosninga. Fari svo að boðað verði til aukakosninga þurfa þær að fara fram innan þriggja mánaða. Það breytir því þó ekki að kosningar munu engu að síður fara fram í september 2022 líkt og áður var áætlað. Aukakosningar hafa þannig ekki áhrif á að þingkosningar fari fram í landinu á fjögurra ára fresti, en kerfið hefur leitt til þess að afar fátítt er að boðað sé til aukakosninga í landinu. Slíkar kosningar fóru síðast fram árið 1958. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. Svíþjóð Tengdar fréttir Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Stefan Löfven sagði í gær af sér embætti sem forsætisráðherra, viku eftir að þingið samþykkti vantraust á hann. Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins, hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014.EPA Norlén, sem kjörinn var sem þingmaður hægriflokksins Moderaterna, hefur áætlað hálftíma með hverjum flokksleiðtoga, en röð fundanna ræðst af stærð þingflokka. Á Norlén fyrsta fund með Löfven núna klukkan átta, svo Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, svo Jimmie Åkesson, formanni Svíþjóðardemókrata. Á eftir þeim fylgja svo formenn Miðflokksins, Vinstriflokksins, Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og loks Græningja. Mats Knutsson, fréttaskýrandi SVT, segir líklegustu niðurstöðuna verða þá að Löfven verði fyrst veitt umboð til stjórnarmyndunar. Segir Knutson að af þeim kostum sem séu í stöðunni sé líklegast að samkomulag muni á endanum nást um áframhaldandi stjórn Jafnaðarmannaflokks Löfvens og Græningja, sem Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn muni verja vantrausti. Dagskrá þingforseta í dag 08:00-08.30 Stefan Löfven, Jafnaðarmannaflokki 08.35-09.05 Ulf Kristersson, Moderaterna 09.10-09.40 Jimmie Åkesson, Svíþjóðardemókrötum 09.45-10.15 Annie Lööf, Miðflokki 11.00-11.30 Nooshi Dadgostar, Vinstriflokki 11.35-12.05 Ebba Busch, Kristilegum demókrötum 12.10-12.40 Nyamko Sabuni, Frjálslyndum 12.45-13.15 Per Bolund, Græningjum 14.15 Þingforseti með blaðamannafund Sú leið er þó á engan hátt greið, þar sem Miðflokkurinn hefur ítrekað talað gegn því að flokkarnir yst á hinu pólitíska rófi - Svíþjóðardemókratar og Vinstriflokkurinn - verði veitt aðkoma að stjórn landsins. Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna.EPA Húsnæðismálið Fráfarandi stjórn Löfvens var einnig minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Stjórnin var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi verja hana vantrausti. Vinstriflokkurinn ákvað þó að greiða atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á mánudaginn í síðustu viku vegna ákvörðunar stjórnar Löfvens um að afnema leiguþak á nýju húsnæði. Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins, en flokkurinn er að mörgu leyti í lykilstöðu þegar kemur að myndun næstu stjórnar.EPA Fjórar tilraunir Þingforsetinn Norlén getur fjórum sinnum veitt formönnum umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf lögum samkvæmt að boða til aukakosninga. Fari svo að boðað verði til aukakosninga þurfa þær að fara fram innan þriggja mánaða. Það breytir því þó ekki að kosningar munu engu að síður fara fram í september 2022 líkt og áður var áætlað. Aukakosningar hafa þannig ekki áhrif á að þingkosningar fari fram í landinu á fjögurra ára fresti, en kerfið hefur leitt til þess að afar fátítt er að boðað sé til aukakosninga í landinu. Slíkar kosningar fóru síðast fram árið 1958. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð.
Dagskrá þingforseta í dag 08:00-08.30 Stefan Löfven, Jafnaðarmannaflokki 08.35-09.05 Ulf Kristersson, Moderaterna 09.10-09.40 Jimmie Åkesson, Svíþjóðardemókrötum 09.45-10.15 Annie Lööf, Miðflokki 11.00-11.30 Nooshi Dadgostar, Vinstriflokki 11.35-12.05 Ebba Busch, Kristilegum demókrötum 12.10-12.40 Nyamko Sabuni, Frjálslyndum 12.45-13.15 Per Bolund, Græningjum 14.15 Þingforseti með blaðamannafund
Svíþjóð Tengdar fréttir Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25