Þeir sem sjá um að flytja inn þennan drykk segja svarið einfalt, eftirspurnin sé gífurleg og framboðið takmarkað.
Stærstu innflytjendur Monster-orkudrykkja hér á landi eru Costco og Coca-Cola European Partners.
„Þú ert ekki sá fyrsti og ekki sá síðasti til að hringja í okkur út af þessu,“ sagði starfsmaður á skiptiborðinu hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi þegar reynt var nálgast upplýsinga um málið. Samband fékkst við Einar Snorra Magnússon, forstjóra Coca Cola Íslandi, sem segir hvítan Monster rjúka úr hillum verslana um leið og hann sé fáanlegur. Drykkurinn hefur verið uppseldur undanfarið og fá starfsmenn Coca Cola fjölda fyrirspurna vegna þessa ástands.
Einar segir mikla eftirspurn eftir drykknum en framleiðandinn hafi einnig lent í vandræðum vegna skorts á áldósum, líkt og erlendir miðlar fjölluðu um í maí síðastliðnum.
Forstjórinn á Íslandi biður þó aðdáendur drykkjanna að örvænta ekki, von sé á stórri sendingu um miðjan júlí, en Coco Cola Íslandi fær flytur þá inn frá Hollandi í gegnum Bretlandi.
Heildsalan Innco flytur einnig inn Monster-drykkina og skaffar þannig Þinni verslun og minni smásölum þessum veigum.
Framkvæmdastjóri Innco er Guðmundur Jónsson en sömu sögu er að segja þar, hvítur Monster selst alls staðar upp um leið og honum er raðað í hillu.
„Þetta er gríðarlega vinsælt,“ segir Guðmundur sem einnig á von á stórri sendingu í júlí.