Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 29. júní 2021 23:05 Austin S. Miller, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan. AP/Ahmad Seir Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. Talibanar hafa á undanförnum vikum herjað af miklum krafti gegn stjórnarher Afganistans og lagt undir sig fjölmörg héruð í norðurhluta landsins. Á undanförnum dögum hafa vígamenn Talibana þar á meðal lagt undir sig héruð nærri Kabúl, höfuðborg landsins, og gert árásir á öryggissveitir í útjaðri borgarinnar. Í samtali við blaðamenn í Afganistan í dag sagði Miller, sem stýrir brottflutningi hermanna Bandaríkjanna frá Afganistan, að stjórnarherinn ætti í verulegum erfiðleikum. Mórall væri ekki góður, þeir hefðu átt í hörðum bardögum lengi og oft án mikils stuðnings. Í frétt Washington Post er haft eftir Miller að heilt yfir sé öryggisástandið í Afganistan ekki gott. Stjórnarherinn hefðu þurft að hörfa víða undan sókn Talibana og mannfall væri mikið. Umfangsmiklar árásir stæðu yfir á sama tíma og friðarviðræður eigi að fara fram milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistans. Margir vopnaðir hópar hafa komið stjórnarhernum til aðstoðar að undanförnu en samheldni þar á milli er þó lítil. Miller sagðist óttast að mismunandi þjóðflokkar og vopnaðir hópar í Afganistan gætu farið að berjast sín á milli og borgarastyrjöld skylli á, eins og gerðist í kjölfar þess að Sovétríkin hættu innrás sinni í landið á síðustu öld. Þá náðu Talibanar völdum í Afganistan. AP fréttaveitan segir forsvarsmenn hers Bandaríkjanna búast við því að herstöðin í Bagram, stærsta herstöð ríkisins í Afganistan, verði færð í hendur stjórnarhers Afganistans á næstu dögum. Það er sami staður og Sovétríkin voru með sína stærstu herstöð í Afganistan á árum áður. Einn viðmælenda AP segir lokun Bagram vera stóran sigur fyrir Talibana. Bæði séu um raunverulegan sigur að ræða og táknrænan og muni Talibanar ná tökum á herstöðinni muni þeir geta notað þann árgangur í áróður til margra ára. Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Talibanar hafa á undanförnum vikum herjað af miklum krafti gegn stjórnarher Afganistans og lagt undir sig fjölmörg héruð í norðurhluta landsins. Á undanförnum dögum hafa vígamenn Talibana þar á meðal lagt undir sig héruð nærri Kabúl, höfuðborg landsins, og gert árásir á öryggissveitir í útjaðri borgarinnar. Í samtali við blaðamenn í Afganistan í dag sagði Miller, sem stýrir brottflutningi hermanna Bandaríkjanna frá Afganistan, að stjórnarherinn ætti í verulegum erfiðleikum. Mórall væri ekki góður, þeir hefðu átt í hörðum bardögum lengi og oft án mikils stuðnings. Í frétt Washington Post er haft eftir Miller að heilt yfir sé öryggisástandið í Afganistan ekki gott. Stjórnarherinn hefðu þurft að hörfa víða undan sókn Talibana og mannfall væri mikið. Umfangsmiklar árásir stæðu yfir á sama tíma og friðarviðræður eigi að fara fram milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistans. Margir vopnaðir hópar hafa komið stjórnarhernum til aðstoðar að undanförnu en samheldni þar á milli er þó lítil. Miller sagðist óttast að mismunandi þjóðflokkar og vopnaðir hópar í Afganistan gætu farið að berjast sín á milli og borgarastyrjöld skylli á, eins og gerðist í kjölfar þess að Sovétríkin hættu innrás sinni í landið á síðustu öld. Þá náðu Talibanar völdum í Afganistan. AP fréttaveitan segir forsvarsmenn hers Bandaríkjanna búast við því að herstöðin í Bagram, stærsta herstöð ríkisins í Afganistan, verði færð í hendur stjórnarhers Afganistans á næstu dögum. Það er sami staður og Sovétríkin voru með sína stærstu herstöð í Afganistan á árum áður. Einn viðmælenda AP segir lokun Bagram vera stóran sigur fyrir Talibana. Bæði séu um raunverulegan sigur að ræða og táknrænan og muni Talibanar ná tökum á herstöðinni muni þeir geta notað þann árgangur í áróður til margra ára.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira