Þetta kemur fram í ákvörðun Persónuverndar sem DV greindi fyrst frá. Málið kom inn á borð Persónuverndar eftir að starfsmaður kvartaði undan vöktuninni. Þá kvartaði hann einnig yfir að merkingum um rafræna vöktun hafi verið ábótavant og að starfsmönnum ísbúðarinnar hafi ekki verið tilkynnt um vöktunina eða þeir fengið fræðslu um réttindi sín í tengslum við hana.
Var starfsmanninum sagt upp störfum í kjölfar kvörtunarinnar.
Meðal þess sem tekið var tillit til við ákvörðun sektarinnar var að brotin voru mörg og beindust gegn einstaklingum undir lögaldri en þeir eiga að njóta sérstakrar verndar.
Þá kemur fram í ákvörðuninni að atvinnurekendur beri fulla ábyrgð á því að rekstur þeirra samrýmist settum lögum og reglum á hverjum tíma. Þeim væri því skylt að tryggja viðunandi starfsumhverfi og réttindi starfsmanna sinna. Því gæti fyrirtækið ekki borið fyrir sig vanþekkingu á lögum og reglum. Þá var sektin þyngd vegna þess að brot Huppu vörðuðu hagsmuni barns.
Huppuís hefur einnig verið gert að stöðva rafrænu vöktunina og eyða efni sem tekið hefur verið upp á eftirlitsmyndavélinni sem staðsett var í rýminu. Þá hefur fyrirtækinu verið gert að fara yfir og uppfæra verklagsreglur og fræðslu sem starfsmönnum er veitt vegna vöktunarinnar.