Stutt er síðan Vísir greindi frá því að Nagy væri á leiðinni til Gummersbach en það hefur nú verið staðfest. Ekki kemur fram hversu langur samningurinn er.
Verður hann einn þriggja markvarða liðsins er það gerir aðra tillögu að sæti í efstu deild en liðið heltist úr lestinni þegar leið á tímabilið.
Líkt og áður hefur komið fram er Guðjón Valur þjálfari liðsins en hann er að fara inn í sitt annað ár með liðið sem og í þjálfun almennt.
Elliði Snær Vignisson lék með liðinu á nýafstaðinni leiktíð og mun gera áfram. Þá mun Hákon Daði Styrmisson einnig ganga í raðir félagsins í sumar.