Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2021 13:05 Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir og Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Aðför að heilsu kvenna. „Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun. Með henni á fundinum var Gunnar Bjarni Ragnarsson, formaður Félags krabbameinslækna. Til umræðu var staða skimana fyrir leghálskrabbameini en skimanirnar fluttust um áramótin frá Krabbameinsfélagi Íslands og til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Óhætt er að segja að síðan hafi málin verið í miklum ólestri en bið eftir niðurstöðum er enn þrír mánuðir. „Við ræddum málið í heild; allt frá því að ákvörðun var tekin um þessar breytingar á fyrirkomulaginu og til þeirrar stöðu sem núna er uppi,“ segir Erna. Fundurinn hafi verið mjög góður. Aðför að heilsu kvenna tilheyra nú um 17 þúsund meðlimir en þar ræða konur hin ýmsu álitamál varðandi skimanirnar. Augljóst er að konur hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála. Fyrir utan langan biðtíma hafa konur meðal annars greint frá því að heilsugæslan hafi neitað að rannsaka sýni og gagnrýnt að konur utan þess hóps sem er skilgreindur í skimunarleiðbeiningum geti ekki óskað eftir frumurannsókn. Þá hafa konur og heilbrigðisstarfsmenn gagnrýnt harðlega að rannsóknir á leghálssýnum hafi verið færðar úr landi. Landspítalinn hefur nú ítrekað svarað því til að hann geti sinnt rannsóknunum og heilbrigðisráðherra greindi frá því í dag að það væri í skoðun að flytja rannsóknirnar heim. Samningur Sjúkratrygginga við rannsóknarstofuna á Hvidovre-sjúkrahúsinu er uppsegjanlegur, með þriggja mánaða fyrirvara. Skimun fyrir krabbameini Umboðsmaður Alþingis Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. 30. júní 2021 11:16 Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Með henni á fundinum var Gunnar Bjarni Ragnarsson, formaður Félags krabbameinslækna. Til umræðu var staða skimana fyrir leghálskrabbameini en skimanirnar fluttust um áramótin frá Krabbameinsfélagi Íslands og til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Óhætt er að segja að síðan hafi málin verið í miklum ólestri en bið eftir niðurstöðum er enn þrír mánuðir. „Við ræddum málið í heild; allt frá því að ákvörðun var tekin um þessar breytingar á fyrirkomulaginu og til þeirrar stöðu sem núna er uppi,“ segir Erna. Fundurinn hafi verið mjög góður. Aðför að heilsu kvenna tilheyra nú um 17 þúsund meðlimir en þar ræða konur hin ýmsu álitamál varðandi skimanirnar. Augljóst er að konur hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála. Fyrir utan langan biðtíma hafa konur meðal annars greint frá því að heilsugæslan hafi neitað að rannsaka sýni og gagnrýnt að konur utan þess hóps sem er skilgreindur í skimunarleiðbeiningum geti ekki óskað eftir frumurannsókn. Þá hafa konur og heilbrigðisstarfsmenn gagnrýnt harðlega að rannsóknir á leghálssýnum hafi verið færðar úr landi. Landspítalinn hefur nú ítrekað svarað því til að hann geti sinnt rannsóknunum og heilbrigðisráðherra greindi frá því í dag að það væri í skoðun að flytja rannsóknirnar heim. Samningur Sjúkratrygginga við rannsóknarstofuna á Hvidovre-sjúkrahúsinu er uppsegjanlegur, með þriggja mánaða fyrirvara.
Skimun fyrir krabbameini Umboðsmaður Alþingis Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. 30. júní 2021 11:16 Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. 30. júní 2021 11:16
Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43
Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40