Í tilkynningu frá Embætti landlæknis segir að þeir sem hafi fengið slíkt boð í dag þurfi ekki að skrá sig í smitgát og þurfi ekki að fara í sóttkví.
„Haft verður samband við þá sem skráðu sig í smitgát að óþörfu.
Búið að tryggja að fleiri muni ekki fá tilkynningu um útsetningu að óþörfu vegna þessa og embætti landlæknis vinnur nú að athugun málsins ásamt öðrum þróunaraðilum appsins. Ekki verða sendar út tilkynningar um útsetningu fyrr en appið hefur verið uppfært.
Embætti landlæknis biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið.“