Borgin eflir sálfræði- og talmeinaþjónustu í skólum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 2. júlí 2021 09:01 Grímurnar eru að falla niður en það mun taka nokkurn tíma að vinna úr eftirköstum heimsfaraldursins. Eitt af því sem við höfum tekið eftir hjá Reykjavíkurborg er aukin eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu í skólum vegna tilfinningavanda barna og ungmenna. Á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til 1. maí á þessu ári jókst til muna fjöldi þeirra barna sem bíða eftir skólaþjónustu vegna tilfinningalegra erfiðleika, úr 28 börnum í 122 börn. Við vitum líka að kvíði og einmanaleiki jókst hjá unglingunum okkar á tímum Covid. Þá hefur bið eftir þjónustu talmeinafræðinga lengst. Reykjavíkurborg eflir sálfræðiþjónustu við börn og fullorðna Til að bregðast við þessu samþykkti borgarráð í gær 140 milljón króna fjárheimild til að styðja betur við börn og ungmenni vegna áhrifa heimsfaraldursins. Með því framlagi verður hægt að veita allt að 650 börnum þjónustu sálfræðinga eða talmeinafræðinga á næstu 12 mánuðum. Aðaláherslan verður lögð á aukna þjónustu sálfræðinga. Mestu skiptir að sálfræðingarnir geti byrjað sem fyrst að taka við börnum og ungmennum, óháð því hvar þeir starfa. Markmiðið er ekki að fjölga starfsmönnum Reykjavíkur til framtíðar og því þarf að skoða vel möguleikinn á því að fara í samstarf við einkareknar sálfræðistofur og sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Það er mikilvægt að bregðast hratt við þessu ástandi og leyfa vandanum ekki að vaxa. Með því er hægt að spara börnum og ungmennum mikla vanlíðan og hjálpa þeim áfram í þroska í átt að hamingjusömu lífi. Enn beðið eftir niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Það eru því miður langir biðlistar hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum, sem gerir það erfiðara fyrir foreldra að hjálpa börnunum sínum með því að koma þeim að, þrátt fyrir mikinn vilja. Kostnaðurinn við sálfræðiþjónustu skiptir þar líka máli, þar sem ríkið hefur ekki gert samninga við sálfræðinga um niðurgreiðslu hins opinbera, nema fyrir liggi tilvísun vegna alvarlegrar geðhegðunar- eða þroskaröskunar barns frá greiningarteymi heilbrigðisstarfsmanna eða barnageðlækni. Við megum ekki heldur gleyma því að þó svo að við sjáum það sérstaklega í greiningum okkar að tilfinningavandi barna og unglinga hafi aukist í heimsfaraldrinum, þá hefur þessi tími reynst mjög mörgum erfiður. Þörfin eftir sálfræðiþjónustu allra aldurshópa hefur trúlegast sjaldan verið meiri. Þar þurfa heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra að grípa inn í með full fjármögnuðu greiðsluþátttökukerfi, líkt og Alþingi samþykkt samhljóða fyrir rúmu ári síðan. Reykjavíkurborg eflir líka þjónustu talmeinafræðinga fyrir börn Biðlistar hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum eru líka mjög langir. Ekki bætir úr skák að Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki þjónustu talmeinafræðinga, fyrr en þeir hafa starfað í tvö ár. Því komast færri að hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum og það eykur vandann innan skólanna og lengir biðlista eftir skólaþjónustu. Við vitum að talmein hjá börnum geta verið þeim mjög þungbær og aukið á tilfinningalegan vanda þeirra. Því er það ekki síður mikilvægt að grípa fljótt inn í með þjálfun til að koma í veg fyrir annan vanda. Hugsanlega mun þessi upphæð ekki nægja til að eyða biðlistum hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Þá er mikilvægt að velferðarþjónusta og skólaþjónusta vinni saman að því að nýta önnur úrræði til að koma til móts við þarfir barna og foreldra, m.a. í gegnum nýtt verkefni sem verið er að innleiða um alla borg og kallast „Betri borg fyrir börn“. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Grímurnar eru að falla niður en það mun taka nokkurn tíma að vinna úr eftirköstum heimsfaraldursins. Eitt af því sem við höfum tekið eftir hjá Reykjavíkurborg er aukin eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu í skólum vegna tilfinningavanda barna og ungmenna. Á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til 1. maí á þessu ári jókst til muna fjöldi þeirra barna sem bíða eftir skólaþjónustu vegna tilfinningalegra erfiðleika, úr 28 börnum í 122 börn. Við vitum líka að kvíði og einmanaleiki jókst hjá unglingunum okkar á tímum Covid. Þá hefur bið eftir þjónustu talmeinafræðinga lengst. Reykjavíkurborg eflir sálfræðiþjónustu við börn og fullorðna Til að bregðast við þessu samþykkti borgarráð í gær 140 milljón króna fjárheimild til að styðja betur við börn og ungmenni vegna áhrifa heimsfaraldursins. Með því framlagi verður hægt að veita allt að 650 börnum þjónustu sálfræðinga eða talmeinafræðinga á næstu 12 mánuðum. Aðaláherslan verður lögð á aukna þjónustu sálfræðinga. Mestu skiptir að sálfræðingarnir geti byrjað sem fyrst að taka við börnum og ungmennum, óháð því hvar þeir starfa. Markmiðið er ekki að fjölga starfsmönnum Reykjavíkur til framtíðar og því þarf að skoða vel möguleikinn á því að fara í samstarf við einkareknar sálfræðistofur og sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Það er mikilvægt að bregðast hratt við þessu ástandi og leyfa vandanum ekki að vaxa. Með því er hægt að spara börnum og ungmennum mikla vanlíðan og hjálpa þeim áfram í þroska í átt að hamingjusömu lífi. Enn beðið eftir niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Það eru því miður langir biðlistar hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum, sem gerir það erfiðara fyrir foreldra að hjálpa börnunum sínum með því að koma þeim að, þrátt fyrir mikinn vilja. Kostnaðurinn við sálfræðiþjónustu skiptir þar líka máli, þar sem ríkið hefur ekki gert samninga við sálfræðinga um niðurgreiðslu hins opinbera, nema fyrir liggi tilvísun vegna alvarlegrar geðhegðunar- eða þroskaröskunar barns frá greiningarteymi heilbrigðisstarfsmanna eða barnageðlækni. Við megum ekki heldur gleyma því að þó svo að við sjáum það sérstaklega í greiningum okkar að tilfinningavandi barna og unglinga hafi aukist í heimsfaraldrinum, þá hefur þessi tími reynst mjög mörgum erfiður. Þörfin eftir sálfræðiþjónustu allra aldurshópa hefur trúlegast sjaldan verið meiri. Þar þurfa heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra að grípa inn í með full fjármögnuðu greiðsluþátttökukerfi, líkt og Alþingi samþykkt samhljóða fyrir rúmu ári síðan. Reykjavíkurborg eflir líka þjónustu talmeinafræðinga fyrir börn Biðlistar hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum eru líka mjög langir. Ekki bætir úr skák að Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki þjónustu talmeinafræðinga, fyrr en þeir hafa starfað í tvö ár. Því komast færri að hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum og það eykur vandann innan skólanna og lengir biðlista eftir skólaþjónustu. Við vitum að talmein hjá börnum geta verið þeim mjög þungbær og aukið á tilfinningalegan vanda þeirra. Því er það ekki síður mikilvægt að grípa fljótt inn í með þjálfun til að koma í veg fyrir annan vanda. Hugsanlega mun þessi upphæð ekki nægja til að eyða biðlistum hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Þá er mikilvægt að velferðarþjónusta og skólaþjónusta vinni saman að því að nýta önnur úrræði til að koma til móts við þarfir barna og foreldra, m.a. í gegnum nýtt verkefni sem verið er að innleiða um alla borg og kallast „Betri borg fyrir börn“. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun