Öll þrjú vítin varin í Eyjum: „Sérstakt“ að sú markahæsta fari ekki aftur á punktinn Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 16:01 Íris Dögg Gunnarsdóttir með boltann eftir að hafa gripið hann í seinni vítaspyrnu ÍBV. Stöð 2 Sport Öll þrjú vítin í leik ÍBV og Þróttar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta á þriðjudag voru varin. Íris Dögg Gunnarsdóttir varði tvö víti í marki Þróttar og tryggði liðinu sínu 2-1 útisigur. Vítin voru til umræðu í Pepsi Max Mörkunum í gærkvöld þar sem Helena Ólafsdóttir var með þær Mist Rúnarsdóttur og Lilja Dögg Valþórsdóttir sem sérfræðinga. Delaney Baie Pridham kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik og fékk tækifæri til að tvöfalda forskotið í lok fyrri hálfleiks eftir að víti var dæmt á Sóleyju Maríu Steinarsdóttur fyrir brot á Olgu Sevcovu. „Þær lenda undir þarna en Íris Dögg Gunnarsdóttir er þvílíkur „match-winner“ fyrir Þrótt þarna. Hún ver víti í uppbótartíma í fyrri hálfleik, sem heldur þeim „bara“ einu marki undir, og bjargar svo þessum þremur stigum í lokin með því að verja annað víti,“ sagði Mist, en vítin og umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Vítin í Vestmannaeyjum Íris var ekki á því að dæma hefði átt víti á Sóleyju: „Ég veit ekki með þetta. Hún [Olga] er auðvitað klók; finnur fyrir handleggnum á bakinu á sér og lætur sig bara detta. En þetta var ekki snerting sem hefði alla jafna látið hana detta.“ Olga náði einnig í seinna vítið sem ÍBV fékk en þá braut Lorena Baumann á henni. Liana Hinds tók vítið í þetta sinn en Íris greip boltann. „Þetta er ekki gott víti,“ benti Lilja á og Helena velti fyrir sér hvort að Hinds hefði átt að taka þetta víti og Mist sagði að Pridham hefði verðskuldað annað tækifæri: „Mér finnst það alla vega sérstakt þegar þú ert með markahæsta leikmann deildarinnar á þessum tímapunkti, þó að hún hafi klúðrað einu víti, að hún fari ekki aftur á punktinn. En kannski er Liana sjóðheit í vítakeppnum á æfingum,“ sagði Mist. Þróttur fékk eitt víti, þegar Antoinette Williams braut á Katherine Cousins. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving varði spyrnu Ólafar Sigríðar Kristinsdóttur en Ólöf náði hins vegar að fylgja á eftir og skora sigurmark Þróttar. Öll vítin og umræðuna má sjá hér að ofan. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Þróttur Reykjavík Pepsi Max-mörkin Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Vítin voru til umræðu í Pepsi Max Mörkunum í gærkvöld þar sem Helena Ólafsdóttir var með þær Mist Rúnarsdóttur og Lilja Dögg Valþórsdóttir sem sérfræðinga. Delaney Baie Pridham kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik og fékk tækifæri til að tvöfalda forskotið í lok fyrri hálfleiks eftir að víti var dæmt á Sóleyju Maríu Steinarsdóttur fyrir brot á Olgu Sevcovu. „Þær lenda undir þarna en Íris Dögg Gunnarsdóttir er þvílíkur „match-winner“ fyrir Þrótt þarna. Hún ver víti í uppbótartíma í fyrri hálfleik, sem heldur þeim „bara“ einu marki undir, og bjargar svo þessum þremur stigum í lokin með því að verja annað víti,“ sagði Mist, en vítin og umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Vítin í Vestmannaeyjum Íris var ekki á því að dæma hefði átt víti á Sóleyju: „Ég veit ekki með þetta. Hún [Olga] er auðvitað klók; finnur fyrir handleggnum á bakinu á sér og lætur sig bara detta. En þetta var ekki snerting sem hefði alla jafna látið hana detta.“ Olga náði einnig í seinna vítið sem ÍBV fékk en þá braut Lorena Baumann á henni. Liana Hinds tók vítið í þetta sinn en Íris greip boltann. „Þetta er ekki gott víti,“ benti Lilja á og Helena velti fyrir sér hvort að Hinds hefði átt að taka þetta víti og Mist sagði að Pridham hefði verðskuldað annað tækifæri: „Mér finnst það alla vega sérstakt þegar þú ert með markahæsta leikmann deildarinnar á þessum tímapunkti, þó að hún hafi klúðrað einu víti, að hún fari ekki aftur á punktinn. En kannski er Liana sjóðheit í vítakeppnum á æfingum,“ sagði Mist. Þróttur fékk eitt víti, þegar Antoinette Williams braut á Katherine Cousins. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving varði spyrnu Ólafar Sigríðar Kristinsdóttur en Ólöf náði hins vegar að fylgja á eftir og skora sigurmark Þróttar. Öll vítin og umræðuna má sjá hér að ofan. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Þróttur Reykjavík Pepsi Max-mörkin Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira