Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2021 20:58 Rahmi stóð að innflutningi 4.832,5 gramma af hassi, 5.087 stykkja af MDMA, 100 stykkja af LSD og 255,84 grömmum af metamfetamíni til landsins. Vísir Mohamed Hicham Rahmi var á miðvikudag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að hafa í desember á síðasta ári staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi 4.832,5 gramma af hassi, 5.087 stykkjum af MDMA, 100 stykkjum af LSD og 255,84 grömmum af metamfetamíni til landsins. Ætlunin var að koma efnunum í sölu hér á landi í gróðraskyni og tóku þrír þátt í að flytja efnið til landsins í tveimur ferðum. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Laugardaginn 19. desember hófst innflutningurinn og flutti þá einn þessara þriggja aðila inn rúmlega 4.800 grömm af hassi, stykkin 5.087 af MDMA og 100 stykki af LSD en fíkniefnin flutti hún til landsins sem farþegi með flugi frá Amsterdam með millilendingu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Efnin fundust í ferðatösku sem hún hafði meðferðis við komuna til Íslands. Hún hafði falið efnin annars vegar í jólapökkum, en þar var hassið falið, og í lofttæmdum umbúðum sem saumaðar höfðu verið inn í úlpu. Í þeim umbúðum voru MDMA töflur og LSD. Við skýrslutöku hjá lögreglu greindi hún frá því að hún hafi kynnst manni í Sevilla á Spáni fyrir nokkrum árum og verið í sambandi við hann síðan þá. Lét hana fá jólapakka og úlpu til að flytja heim Nokkrum vikum áður en hún ferðaðist til Íslands í desember 2020 hafi hún heimsótt hann í Amsterdam og ætlunin var að þau, ásamt vinkonu konunnar, ferðuðust saman til Íslands. Hún þekkti manninn undir nafninu Moha Moreno, en það hét hann á Instagram. Hann hafði hins vegar veikst fyrir heimförina og ákváðu þau þá að hún færi ein til landsins en vinkonan yrði eftir hjá Moha í Amsterdam. Að morgni 19. desember hafi Moha komið á hótelið sem hún var á í Amsterdam og skipt um tösku við hana og sett úlpu í töskuna sem hún hafi farið með í flugið. Í töskunni hafi einnig verið jólapakkar. Moha hafi sagt henni það að úlpan væri fyrir vin hans á Íslandi. Hann hafi síðan fylgt henni upp á flugvöll og innritað töskuna hennar en hún hafi ekki vitað að fíkniefni væru í töskunni. Faldi efni í dömubindi Daginn eftir, sunnudaginn 20. desember, fluttu hinir tveir aðilarnir samtals 255,84 grömm af metamfetamíni til landsins sem farþegar með flugi frá Kaupmannahöfn. Efnin fundust falin innvortis og í dömubindi í nærfötum annars einstaklingsins við komuna til landsins. Grunur var uppi hjá lögreglu um að parið tengdist konunni sem komið hafði til landsins daginn áður og voru þau því handtekin og flutt á lögreglustöð. Við líkamsleit fundust fíkniefni í nærbuxum konunnar og hún framvísaði smokki, sem í voru fíkniefni, sem hún hafði geymt í leggöngum sínum. Í smokknum voru 255,84 grömm af metamfetamíni. Greindi hún frá því að ferðafélagi hennar hafi neytt hana til að flytja efnin til landsins en þau hafi kynnst um mánuði áður í gegn um Facebook. Þau hafi ferðast saman frá Spáni til Kaupmannahafnar þar sem maðurinn hafi undirbúið flutning fíkniefnanna. Hann hafi síðan neytt hana til að flytja efnin til Íslands og hótað að meiða barn hennar færi hún ekki eftir fyrirmælum. Áttu að fá 3.000 evrur fyrir ómakið Maðurinn greindi frá því í samtali við lögreglu að hann og konan, ferðafélagi hans, væru í sambandi. Maður að nafni Moha, sem hafði búið á Íslandi, hafi látið hann hafa pening og skipulagt ferðina til Íslands. Moha hafi skipulagt og fjármagnað ferðina og þau hafi átt að fá þrjú þúsund evrur fyrir ómakið. Þá greindi hann frá því að Moha hafi stundað fíkniefnainnflutning í nokkur ár og að hann væri oft búinn að biðja sig um að finna stúlkur til að flytja inn fíkniefni. Öll þrjú hafa þegar verið dæmd hér á landi fyrir smyglið. Fyrsta konan, sem ferðaðist frá Amsterdam, var dæmd í sex mánaða fangelsi, hin konan í 18 mánaða fangelsi en maðurinn í tveggja ára fangelsi fyrir innflutninginn. Dómunum var ekki áfrýjað. Moha, eða Mohamed Hicham Rahmi, hefur neitað allri sök í málinu og kvaðst í skýrslutöku fyrir dómi að hann hafi hvorki skipulagt né fjármagnað innflutning á fíkniefnum til Íslands. Þá kvaðst hann ekki þekkja konuna sem hitti hann í Amsterdam. Hann þekkti þó manninn, þeir hafi kynnst þegar þeir bjuggu báðir á Íslandi. Hann kvaðst þá ekki hafa beðið manninn um að útvega sér stúlkur til að flytja fíkniefni til landsins. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Ætlunin var að koma efnunum í sölu hér á landi í gróðraskyni og tóku þrír þátt í að flytja efnið til landsins í tveimur ferðum. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Laugardaginn 19. desember hófst innflutningurinn og flutti þá einn þessara þriggja aðila inn rúmlega 4.800 grömm af hassi, stykkin 5.087 af MDMA og 100 stykki af LSD en fíkniefnin flutti hún til landsins sem farþegi með flugi frá Amsterdam með millilendingu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Efnin fundust í ferðatösku sem hún hafði meðferðis við komuna til Íslands. Hún hafði falið efnin annars vegar í jólapökkum, en þar var hassið falið, og í lofttæmdum umbúðum sem saumaðar höfðu verið inn í úlpu. Í þeim umbúðum voru MDMA töflur og LSD. Við skýrslutöku hjá lögreglu greindi hún frá því að hún hafi kynnst manni í Sevilla á Spáni fyrir nokkrum árum og verið í sambandi við hann síðan þá. Lét hana fá jólapakka og úlpu til að flytja heim Nokkrum vikum áður en hún ferðaðist til Íslands í desember 2020 hafi hún heimsótt hann í Amsterdam og ætlunin var að þau, ásamt vinkonu konunnar, ferðuðust saman til Íslands. Hún þekkti manninn undir nafninu Moha Moreno, en það hét hann á Instagram. Hann hafði hins vegar veikst fyrir heimförina og ákváðu þau þá að hún færi ein til landsins en vinkonan yrði eftir hjá Moha í Amsterdam. Að morgni 19. desember hafi Moha komið á hótelið sem hún var á í Amsterdam og skipt um tösku við hana og sett úlpu í töskuna sem hún hafi farið með í flugið. Í töskunni hafi einnig verið jólapakkar. Moha hafi sagt henni það að úlpan væri fyrir vin hans á Íslandi. Hann hafi síðan fylgt henni upp á flugvöll og innritað töskuna hennar en hún hafi ekki vitað að fíkniefni væru í töskunni. Faldi efni í dömubindi Daginn eftir, sunnudaginn 20. desember, fluttu hinir tveir aðilarnir samtals 255,84 grömm af metamfetamíni til landsins sem farþegar með flugi frá Kaupmannahöfn. Efnin fundust falin innvortis og í dömubindi í nærfötum annars einstaklingsins við komuna til landsins. Grunur var uppi hjá lögreglu um að parið tengdist konunni sem komið hafði til landsins daginn áður og voru þau því handtekin og flutt á lögreglustöð. Við líkamsleit fundust fíkniefni í nærbuxum konunnar og hún framvísaði smokki, sem í voru fíkniefni, sem hún hafði geymt í leggöngum sínum. Í smokknum voru 255,84 grömm af metamfetamíni. Greindi hún frá því að ferðafélagi hennar hafi neytt hana til að flytja efnin til landsins en þau hafi kynnst um mánuði áður í gegn um Facebook. Þau hafi ferðast saman frá Spáni til Kaupmannahafnar þar sem maðurinn hafi undirbúið flutning fíkniefnanna. Hann hafi síðan neytt hana til að flytja efnin til Íslands og hótað að meiða barn hennar færi hún ekki eftir fyrirmælum. Áttu að fá 3.000 evrur fyrir ómakið Maðurinn greindi frá því í samtali við lögreglu að hann og konan, ferðafélagi hans, væru í sambandi. Maður að nafni Moha, sem hafði búið á Íslandi, hafi látið hann hafa pening og skipulagt ferðina til Íslands. Moha hafi skipulagt og fjármagnað ferðina og þau hafi átt að fá þrjú þúsund evrur fyrir ómakið. Þá greindi hann frá því að Moha hafi stundað fíkniefnainnflutning í nokkur ár og að hann væri oft búinn að biðja sig um að finna stúlkur til að flytja inn fíkniefni. Öll þrjú hafa þegar verið dæmd hér á landi fyrir smyglið. Fyrsta konan, sem ferðaðist frá Amsterdam, var dæmd í sex mánaða fangelsi, hin konan í 18 mánaða fangelsi en maðurinn í tveggja ára fangelsi fyrir innflutninginn. Dómunum var ekki áfrýjað. Moha, eða Mohamed Hicham Rahmi, hefur neitað allri sök í málinu og kvaðst í skýrslutöku fyrir dómi að hann hafi hvorki skipulagt né fjármagnað innflutning á fíkniefnum til Íslands. Þá kvaðst hann ekki þekkja konuna sem hitti hann í Amsterdam. Hann þekkti þó manninn, þeir hafi kynnst þegar þeir bjuggu báðir á Íslandi. Hann kvaðst þá ekki hafa beðið manninn um að útvega sér stúlkur til að flytja fíkniefni til landsins.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent