Einungis eitt mark leit dagsins ljós í leik næturinnar en Lucas Paqueta skoraði það á 46. mínútu.
Það var hiti í mönnum og tveimur mínútum síðar var Englandsmeistaranum Gabriel Jesus hent í sturtu.
Hann fékk að líta beint rautt spjald eftir tæklingu á Eugenio Mena og hann verður þar af leiðandi ekki með í undanúrslitunum.
📌 SEMIFINALES DE LA COPA AMÉRICA 2021:
— COPA AMÉRICA 🏆 (@CONMEBOL_GO) July 3, 2021
🇧🇷 Brasil x Perú 🇵🇪#CopaAmerica. pic.twitter.com/7oQcUrKa4e
Síle menn náðu ekki að jafna og Brassarnir eru þar með komnir í undanúrslitin þar sem þeir mæta Perú.
Perú hafði betur gegn Paragvæ eftir vítaspyrnukeppni í gær.