Síðasta sólarhring sinnti liðið 122 sjúkraflutningum, þar af voru 67 á næturvaktinni. Af þessum 122 sjúkraflutningum voru 54 forgangsútköll, flest í miðbænum.
Útköll dælubíla voru sex talsins. Meðal verkefna voru svifdrekaslys, reyklosun eftir eld innandyra, eldur utandyra og börn sem læstust inni.
„Sem sagt mjög erilsamur sólarhringur,“ segir í færslunni.