Sjúkdómar í sumarfríi Sigmar Guðmundsson skrifar 5. júlí 2021 07:00 Ég fór í hlaðvarpsviðtal á dögunum til Snæbjörns Ragnarssonar. Hann spurði mig meðal annars um hið margslungna fyrirbæri sem alkóhólismi er. Við ræddum það auðvitað fram og til baka, enda efnið mér hugleikið. Að loknu viðtalinu gekk ég út í sumarið sem var talsvert sólríkara þann daginn en þessa síðustu daga hér á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu seinna sá ég á einum vefmiðlinum að fleiri gengu út í sumarið þennan sama dag og þá reyndar án þess að vilja það. Árleg sumarlokun hjá SÁÁ vegna fjárskorts er ástæðan. Engin eftirmeðferð á Vík fyrir alkóhólista í boði í sex vikur. Framkvæmdastjórinn bendir á hið augljósa. Það er ekki alveg nógu tillitssamt af okkur að vera með sjúkdóm á Íslandi á sumrin. Nú vil ég ekki hljóma of dramatískur en það er staðreynd að sumir sjúkdómar geta verið banvænir. Alkóhólismi er einn þeirra. Hann er líka óvenju erfiður viðureignar því sjúklingurinn, sem er iðulega í afneitun, er ekki alltaf tilbúinn til að fara inn á Vog og síðan í eftirmeðferð á Vík. Oft þarf að beita fortölum og stundum dugir það ekki til. Það skiptir því öllu máli fyrir þann veika að úrræðið sé í boði þegar hann er fús til að fara í meðferð. Sá fúsleiki fer ekki eftir möndulsnúningi jarðar og árstíðaskiptum, þótt það sé skilningur þeirra sem stýra fjárflæðinu í heilbrigðiskerfinu. Þessi sumarlokun getur hreinlega verið upp á líf og dauða. Fyrir nú utan að réttlætissrök hljóta að segja okkur að fárveikur alki, sem leggst inn á Vog í byrjun sumars, á sama rétt á eftirmeðferð á Vík og sá sem leggst inn í október. Höfum í huga að þessi sumarlokun á Vík hefur áhrif á sama sjúklingahóp og húkir á biðlistum eftir að komast á Vog. Á biðlistanum voru um 500 manns fyrir tæpu ári, svo dæmi sé tekið. Á árunum 2018 og 2019 lést 21 einstaklingur sem biðu eftir innlögn á Vog. Þessi tvö orð, sumarlokun og biðlisti, eru því afar merkingarþrungin hjá aðstandendum veiks fólks. Þessu fylgir kvíði, ótti, hræðsla og angist. Þetta er nefnilega lífsnauðsynleg þjónusta en ekki sumarlokun hjá blómabúð eða bið eftir nýjum litaprufum í Húsasmiðjunni. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru birtingarmynd ákvarðana sem teknar hafa verið eða ákvarðanaleysis. Þeir birtast ekki allt í einu af himnum ofan eða brjótast fyrirvaralaust upp úr iðrum jarðar eins og eldgos. Biðlistar eru mannanna verk og á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Á þeim er fólk af holdi og blóði sem þjáist. Nokkur nýleg dæmi: „Biðlisti eftir átröskunarmeðferð sjöfaldaðist á fjórum árum“, „480 á biðlista eftir meðferð“ „1.193 börn á biðlista eftir sálfræðiþjónustu“ „Sjúkraþjálfarar stressaðir yfir löngum biðlistum“ „Nú bíða 1.218 eftir liðskiptum“ „900 börn á biðlista og allt að þriggja ára bið“ (hjá talmeinafræðingum). Þetta er auðvitað ekki í lagi. Það sér hver maður. Kerfið okkar á ekki að vera þannig að allt afbragðsfólkið sem þar starfar sé ósátt og að notendurnir þurfi að bíða mánuðum saman eftir nauðsynlegri og stundum lífsnauðsynlegri þjónustu. Við eigum að hafa metnað til þess gera betur. Höfundur skipar 2.sætið á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Fíkn Heilbrigðismál Sigmar Guðmundsson Tengdar fréttir Sigmar tengir drykkjuna við áföll í æsku Sigmar Guðmundsson er fimmtíu og tveggja ára faðir í vísitölufjölskyldu. Þar er þó ekki öll sagan sögð. Andlit hans hefur verið tíður gestur á heimilum landsmanna, þar sem Sigmar hefur unnið í mörg ár í sjónvarpi sem fréttaritari, þáttastjórnandi og ritstjóri þótt fátt eitt sé nefnt. 1. júlí 2021 11:02 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fór í hlaðvarpsviðtal á dögunum til Snæbjörns Ragnarssonar. Hann spurði mig meðal annars um hið margslungna fyrirbæri sem alkóhólismi er. Við ræddum það auðvitað fram og til baka, enda efnið mér hugleikið. Að loknu viðtalinu gekk ég út í sumarið sem var talsvert sólríkara þann daginn en þessa síðustu daga hér á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu seinna sá ég á einum vefmiðlinum að fleiri gengu út í sumarið þennan sama dag og þá reyndar án þess að vilja það. Árleg sumarlokun hjá SÁÁ vegna fjárskorts er ástæðan. Engin eftirmeðferð á Vík fyrir alkóhólista í boði í sex vikur. Framkvæmdastjórinn bendir á hið augljósa. Það er ekki alveg nógu tillitssamt af okkur að vera með sjúkdóm á Íslandi á sumrin. Nú vil ég ekki hljóma of dramatískur en það er staðreynd að sumir sjúkdómar geta verið banvænir. Alkóhólismi er einn þeirra. Hann er líka óvenju erfiður viðureignar því sjúklingurinn, sem er iðulega í afneitun, er ekki alltaf tilbúinn til að fara inn á Vog og síðan í eftirmeðferð á Vík. Oft þarf að beita fortölum og stundum dugir það ekki til. Það skiptir því öllu máli fyrir þann veika að úrræðið sé í boði þegar hann er fús til að fara í meðferð. Sá fúsleiki fer ekki eftir möndulsnúningi jarðar og árstíðaskiptum, þótt það sé skilningur þeirra sem stýra fjárflæðinu í heilbrigðiskerfinu. Þessi sumarlokun getur hreinlega verið upp á líf og dauða. Fyrir nú utan að réttlætissrök hljóta að segja okkur að fárveikur alki, sem leggst inn á Vog í byrjun sumars, á sama rétt á eftirmeðferð á Vík og sá sem leggst inn í október. Höfum í huga að þessi sumarlokun á Vík hefur áhrif á sama sjúklingahóp og húkir á biðlistum eftir að komast á Vog. Á biðlistanum voru um 500 manns fyrir tæpu ári, svo dæmi sé tekið. Á árunum 2018 og 2019 lést 21 einstaklingur sem biðu eftir innlögn á Vog. Þessi tvö orð, sumarlokun og biðlisti, eru því afar merkingarþrungin hjá aðstandendum veiks fólks. Þessu fylgir kvíði, ótti, hræðsla og angist. Þetta er nefnilega lífsnauðsynleg þjónusta en ekki sumarlokun hjá blómabúð eða bið eftir nýjum litaprufum í Húsasmiðjunni. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru birtingarmynd ákvarðana sem teknar hafa verið eða ákvarðanaleysis. Þeir birtast ekki allt í einu af himnum ofan eða brjótast fyrirvaralaust upp úr iðrum jarðar eins og eldgos. Biðlistar eru mannanna verk og á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Á þeim er fólk af holdi og blóði sem þjáist. Nokkur nýleg dæmi: „Biðlisti eftir átröskunarmeðferð sjöfaldaðist á fjórum árum“, „480 á biðlista eftir meðferð“ „1.193 börn á biðlista eftir sálfræðiþjónustu“ „Sjúkraþjálfarar stressaðir yfir löngum biðlistum“ „Nú bíða 1.218 eftir liðskiptum“ „900 börn á biðlista og allt að þriggja ára bið“ (hjá talmeinafræðingum). Þetta er auðvitað ekki í lagi. Það sér hver maður. Kerfið okkar á ekki að vera þannig að allt afbragðsfólkið sem þar starfar sé ósátt og að notendurnir þurfi að bíða mánuðum saman eftir nauðsynlegri og stundum lífsnauðsynlegri þjónustu. Við eigum að hafa metnað til þess gera betur. Höfundur skipar 2.sætið á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi.
Sigmar tengir drykkjuna við áföll í æsku Sigmar Guðmundsson er fimmtíu og tveggja ára faðir í vísitölufjölskyldu. Þar er þó ekki öll sagan sögð. Andlit hans hefur verið tíður gestur á heimilum landsmanna, þar sem Sigmar hefur unnið í mörg ár í sjónvarpi sem fréttaritari, þáttastjórnandi og ritstjóri þótt fátt eitt sé nefnt. 1. júlí 2021 11:02
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar