Nýdönsk, Ólasteina og mannanafnanefnd Eva Hauksdóttir skrifar 5. júlí 2021 08:00 Þann 1. júlí sl. neitaði mannanafnanefnd að taka nafnið Ólasteina á mannanafnaskrá. Sama dag samþykkti hún eiginnafnið Nýdönsk. Ég ímynda mér að nefndarmeðlimir hafi orðið eilítið kindarlegir á svip þegar nafnið Nýdönsk var rætt og velt því fyrir sér hvort það þjónaði því markmiði mannanafnalaga (sem getið er í lögskýringargögnum en ekki lögunum sjálfum) að varðveita íslenska nafnahefð. Í úrskurðinum er tekið fram að nöfn leidd af lýsingarorðum samræmist lögum og er í því skyni bent á nafnið Kolbrún. Ég vissi ekki fyrr að það nafn væri leitt af lýsingarorði, ég hélt alltaf að það vísaði til þeirrar sem er kolsvört á brún. En já, nöfn leidd af lýsingarorðum tíðkast og ekkert því til fyrirstöðu að drengur heiti Forníslenskur (um Forníslensk, frá Forníslenski, til Forníslensks) eða stúlka Eldgömul (Eldgömlu í öllum aukaföllum). Aftur á móti rúmast Ólasteina ekki innan ramma laganna og mannanafnanefnd er ekki ætlað að leggja heilbrigða skynsemi eða málkennd almennings til grundvallar, heldur lögin. Rök mannanafnanefndar fyrir því að hafna nafninu Ólasteina eru þríþætt: 1. Að ef beygingin yrði Ólasteina – Ólusteinu – Ólusteinu – Ólusteinu gæti það ekki samræmst lögum. Þessi möguleiki bryti í bág við íslenskt málkerfi þar sem ekki sé hefð fyrir því að fyrri liður samsetts nafns fallbeygist. 2. Að beygingin Ólasteina – Ólasteinu – Ólasteinu – Ólasteinu gengi heldur ekki upp þar sem nefnifall geti ekki myndað fyrrihluta. Fyrrihlutinn yrði að vera stofn orðsins eða eignarfall. 3. Að auki er því haldið fram að það samræmist ekki íslenskum ritreglum að rita tvö nöfn sem eitt. Ég hef að nokkru marki samúð með mannanafnanefnd því lög um mannanöfn eru arfavitlaus og í reynd útilokað að framfylgja þeim án þess að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræði og meðalhóf. Einmitt þessvegna ætti ekki nokkur manneskja með sjálfsvirðingu að taka sæti í þessari óþörfu nefnd. Hvað sem líður samúð minni tel ég rök nefndarinnar í framangreindum úrskurði í meira lagi vafasöm. Um Ólusteinu Ég skil hugsunina að baki þeirri skoðun að það brjóti gegn íslensku málkerfi að beygja fyrri lið nafna. En þetta gengur nú samt ekki alveg upp hjá mannanafnanefnd. Raunar eru í íslensku til örnefni sem rituð eru í einu lagi og fyrri liður beygður, t.d. Langisjór – Langasjó, það nafn er hvergi ritað í tvennu lagi og ég hef aldrei heyrt það notað án þess að fyrri liður fallbeygist. Það sama á við um Miklubraut og sömuleiðis er bæjarnafnið Nýibær ritað í einu lagi og fyrri liður fallbeygður. Breiðavík sem bæjarnafn má hvort heldur beygja sem Breiðavík – Breiðavík eða Breiðavík – Breiðuvík. Breiðavík er málvenja heimamanna og er skýringu á því að finna hér, en ókunnugir álykta að heitið vísi til breiðrar víkur. Samkvæmt íslenskri beygingarlýsingu eru einnig til heiti, sem ekki eru þó rituð með stórum staf, sem farið er með á sama hátt, svosem litlifingur og stóratá. Reyndin er sú að meirihluti Íslendinga ber tvö eiginnöfn fram eins og þau væru eitt, með áherslu á fyrra nafnið. Nafnið Jónþór er á mannanafnaskrá en venjulega er engin leið að heyra á mæli fólks hvort maður heitir Jón Þór eða Jónþór. Margir sleppa því að beygja fyrra nafn þegar það tekur sterka beygingu, það er t.d. algengt að fólk vísi til „Jón Þórs“ eða hafi tiltekna skoðun á „Svein Andra“. (Ég er alls ekki að mæla með slíku málfari heldur að benda á tilhneigingu). Að auki er nokkuð um að tvö nöfn séu í reynd rituð sem eitt, hvað sem opinberri skráningu líður. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (sem byggir á dæmum úr ritmáli) gefur þannig upp ritháttinn Annamaría – Önnumaríu, og Annalísa – Önnulísu. Á undanförnum áratugum hefur mannanafnanefnd ítrekað hafnað því að nöfn eins og Annalísa og Sveinnóli geti samræmst íslensku málkerfi. Engu að síður virðist mikil eftirspurn eftir slíkum samsetningum. Ástæðan er sennilegast sú að fólk upplifir tvö eiginnöfn sem notuð eru í daglegu tali sem eitt og fer með þau sem eitt. Fólk sem vill láta barn heita Heiðaringa ætlar að sporna gegn því að litið verði svo á að barnið beri tvö nöfn og það verði ávarpað Heiðar. Ákall til mannanafnanefndar um tilslökun að þessu leyti endurspeglar þann veruleika að hvort sem okkur er það ljúft eða leitt þá samræmist það einmitt íslensku málkerfi, eins og það er í reynd, að fara með fastar nafnasamsetningar sem eitt nafn. Þau rök að Ólasteina – um Ólusteinu samræmist ekki málkerfinu halda því ekki vatni. Um Ólasteinu Mannanafnanefnd hafnar þvi einnig að barnið gæti heitað Ólasteina með beygingunni Ólasteinu í öllum föllum. Í úrskurðinum er því haldið fram að „orðmyndir með sérstaka nefnifallsendingu mynd[i] ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar [sé] notuð eignarfalls- eða stofnmynd orðs.“ Það er rétt að þetta er meginregla en þetta er ekki einhlítt þegar nöfn eru annars vegar. Nöfnin Ingibjörg, Elísabet og Ísabella komu samsett inn í málið og ekki virðist nokkur hafa séð ástæðu til að slíta þau sundur í ritun þótt bæði Ingi og Elísa taki sérstaka nefnifallsbeygingu í íslensku. Hefðarrökin eru ekki sannfærandi því fyrri liður Ingibjargar er notaður óbreyttur í nýsköpun og af honum hafa sprottið nöfn eins og Ingirós, Ingiþór og Ingiveig. Nöfnin Elísa og Elsa ætti með sama hætti að mega að nota í samsetningar án stýfingar en ég þekki þess ekki dæmi. Aftur á móti er Ísalind til en ég veit ekki til þess að Ísa sé notað sem sjálfstætt nafn. Ef Ingirós (fyrri liðurinn „Ingi“ í nefnifalli) samræmist málkerfinu, hvernig í ósköpunum samræmist það þá ekki málkerfinu að láta barn heita Ólasteinu (fyrri liðurinn „Óla“ í nefnifalli)? Mannanafnanefnd virðist einnig hafa yfirsést sá möguleiki að hugsa nafnið sem samsetningu nafnanna Óli og Steina. Steina yrði þá kennd við Óla og fyrri liðurinn í samræmi við eignarfallið. Þótt algengast sé að í mannanöfnum sem mynduð eru með samsetningum sé fyrri liðurinn stofn, sbr. Sveinbjörn og Geirþrúður, eru til örnefni mynduð með eignarfalli fyrri liðar eins Þórsmörk og Sveinstindur. Það er líka algengt að eignarfall fyrri liðar sé notað í öðrum nafnorðasamsetningum eins og mannanafnanefnd tekur fram. Það mætti þannig réttlæta Ólasteinu, bæði með fordæmunum Ingibjörg og Elísabet og með því að Steina sé kennd við Óla í eignarfalli. Með þeirri aðferð mætti líka viðurkenna nöfn eins og Ingadóra og Siggastína. Hvernig málnotendur skilja nöfnin og beygja þau í reynd er svo nokkuð sem mannanafnanefnd hefur ekkert yfir að segja. Varðandi ritháttinn Þau rök að það samræmist ekki íslenskum ritvenjum að rita tvö sjálfstæð nöfn sem eitt eiga hér ekki við. Foreldrar sem vilja fá nöfn eins og Ólasteina eða Bjarniþór færð á mannanafnaskrá, eru ekki að biðja um að tvö nöfn verði rituð sem eitt, heldur einmitt að samsetningin verði viðurkennd sem eitt nafn í stað tveggja sjálfstæðra. Það getur aftur á móti haft þýðingu að ekki er hefð fyrir samsettum mannanöfnum þar sem fyrri liður tekur beygingu enda má líta svo á að innan málkerfisins gildi sérreglur um mannanöfn. Nafnið Annalísa var heimilað árið 2005 með þeim formerkjum að það yrði beygt Annalísu í öllum aukaföllum. Það samræmist þó ekki málkennd almennings og líkast til vilja flestir sem fara fram á að nöfn eins og Annamaría og Annalísa verði viðurkennd beygja fyrri liðinn. Á þeirri forsendu, og þeirri forsendu einni, að eðli máls samkvæmt séu hverfandi líkur á því að nafnið yrði beygt í samræmi við ritreglur, væri mannanafnanefnd mögulega stætt á því að hafna nöfnum eins og Annalísa og Bjarniþór. Öðru gegnir um nöfn eins og Ólasteina og Siggabirna, þar sem fyrri liðurinn getur allt eins verið eignarfall karlmannsnafns, það eru engin tæk rök fyrir því að slík nöfn ættu ekki að vera á mannanafnaskrá. Lögin standast ekki stjórnarskrá Það gengi vitaskuld ekki upp að leyfa nafnið Ólasteina en hafna nafni eins og Annalísa enda getur mannanafnanefnd ekki skipt sér af því þótt foreldar Ólasteinu kalli hana Ólusteinu. Það myndi ekki samræmast almennri skynsemi og mátilfinningu almennings að leyfa annað nafnið en ekki hitt. Það myndi heldur ekki standast jafnræðissjónarmið, rétt eins og það samræmist ekki jafnræðisreglu að hafna nafni eins og Sveinnóli þegar Jónþór er leyft. Lög sem hindra fólk í því að rita nöfn barna sinna í samræmi við raunverulega notkun þeirra (notkun sem hefur tíðkast áratugum saman) geta heldur ekki samræmst áskilnaði stjórnarskrár um meðalhóf og friðhelgi einkalífs. Best færi á því að fella hin tilgangslausu mannanafnalög úr gildi enda eru mannanafnahefðir of tilviljanakenndar til þess að nokkurt vit sé í því að byggja á þeim almennar reglur. Telji einhver að foreldrar hafi valið barni sínu nafn sem er því til háðungar eða ama ætti að vísa því til barnaverndarnefnda eins og öðrum atvikum sem vega að rétti barns til að lifa með reisn. Ef löggjafinn vill gera íslenskunni einhvern sóma mætti setja lögaðilum skilyrði um að birta upplýsingar um starfsemi sína á þolanlegri íslensku. Ég geng ekki svo langt að leggja til að sett verði lög um félaganöfn því ég tel það hreinlega ekki raunhæft. Það er þó nokkuð kaldhæðnislegt að á sama tíma og almennir borgarar hafa þurft að berjast fyrir því árum saman að fá raunveruleg nöfn sín viðurkennd, skuli þeim hafa verið boðið upp á innanlandsflug með Air Iceland Connect (sem fyrr á þessu ári var lagt niður vegna samruna). Það væri viðeigandi að félög yrðu í það minnsta skikkuð til að bera nöfn sín fram upp á íslensku. Nýdönsk gæti þá ferðast með Eri Æslandi Konnekti (öll orð með áherslu á fyrsta atkvæði) og boðið Eldgömlu með sér. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. júlí sl. neitaði mannanafnanefnd að taka nafnið Ólasteina á mannanafnaskrá. Sama dag samþykkti hún eiginnafnið Nýdönsk. Ég ímynda mér að nefndarmeðlimir hafi orðið eilítið kindarlegir á svip þegar nafnið Nýdönsk var rætt og velt því fyrir sér hvort það þjónaði því markmiði mannanafnalaga (sem getið er í lögskýringargögnum en ekki lögunum sjálfum) að varðveita íslenska nafnahefð. Í úrskurðinum er tekið fram að nöfn leidd af lýsingarorðum samræmist lögum og er í því skyni bent á nafnið Kolbrún. Ég vissi ekki fyrr að það nafn væri leitt af lýsingarorði, ég hélt alltaf að það vísaði til þeirrar sem er kolsvört á brún. En já, nöfn leidd af lýsingarorðum tíðkast og ekkert því til fyrirstöðu að drengur heiti Forníslenskur (um Forníslensk, frá Forníslenski, til Forníslensks) eða stúlka Eldgömul (Eldgömlu í öllum aukaföllum). Aftur á móti rúmast Ólasteina ekki innan ramma laganna og mannanafnanefnd er ekki ætlað að leggja heilbrigða skynsemi eða málkennd almennings til grundvallar, heldur lögin. Rök mannanafnanefndar fyrir því að hafna nafninu Ólasteina eru þríþætt: 1. Að ef beygingin yrði Ólasteina – Ólusteinu – Ólusteinu – Ólusteinu gæti það ekki samræmst lögum. Þessi möguleiki bryti í bág við íslenskt málkerfi þar sem ekki sé hefð fyrir því að fyrri liður samsetts nafns fallbeygist. 2. Að beygingin Ólasteina – Ólasteinu – Ólasteinu – Ólasteinu gengi heldur ekki upp þar sem nefnifall geti ekki myndað fyrrihluta. Fyrrihlutinn yrði að vera stofn orðsins eða eignarfall. 3. Að auki er því haldið fram að það samræmist ekki íslenskum ritreglum að rita tvö nöfn sem eitt. Ég hef að nokkru marki samúð með mannanafnanefnd því lög um mannanöfn eru arfavitlaus og í reynd útilokað að framfylgja þeim án þess að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræði og meðalhóf. Einmitt þessvegna ætti ekki nokkur manneskja með sjálfsvirðingu að taka sæti í þessari óþörfu nefnd. Hvað sem líður samúð minni tel ég rök nefndarinnar í framangreindum úrskurði í meira lagi vafasöm. Um Ólusteinu Ég skil hugsunina að baki þeirri skoðun að það brjóti gegn íslensku málkerfi að beygja fyrri lið nafna. En þetta gengur nú samt ekki alveg upp hjá mannanafnanefnd. Raunar eru í íslensku til örnefni sem rituð eru í einu lagi og fyrri liður beygður, t.d. Langisjór – Langasjó, það nafn er hvergi ritað í tvennu lagi og ég hef aldrei heyrt það notað án þess að fyrri liður fallbeygist. Það sama á við um Miklubraut og sömuleiðis er bæjarnafnið Nýibær ritað í einu lagi og fyrri liður fallbeygður. Breiðavík sem bæjarnafn má hvort heldur beygja sem Breiðavík – Breiðavík eða Breiðavík – Breiðuvík. Breiðavík er málvenja heimamanna og er skýringu á því að finna hér, en ókunnugir álykta að heitið vísi til breiðrar víkur. Samkvæmt íslenskri beygingarlýsingu eru einnig til heiti, sem ekki eru þó rituð með stórum staf, sem farið er með á sama hátt, svosem litlifingur og stóratá. Reyndin er sú að meirihluti Íslendinga ber tvö eiginnöfn fram eins og þau væru eitt, með áherslu á fyrra nafnið. Nafnið Jónþór er á mannanafnaskrá en venjulega er engin leið að heyra á mæli fólks hvort maður heitir Jón Þór eða Jónþór. Margir sleppa því að beygja fyrra nafn þegar það tekur sterka beygingu, það er t.d. algengt að fólk vísi til „Jón Þórs“ eða hafi tiltekna skoðun á „Svein Andra“. (Ég er alls ekki að mæla með slíku málfari heldur að benda á tilhneigingu). Að auki er nokkuð um að tvö nöfn séu í reynd rituð sem eitt, hvað sem opinberri skráningu líður. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (sem byggir á dæmum úr ritmáli) gefur þannig upp ritháttinn Annamaría – Önnumaríu, og Annalísa – Önnulísu. Á undanförnum áratugum hefur mannanafnanefnd ítrekað hafnað því að nöfn eins og Annalísa og Sveinnóli geti samræmst íslensku málkerfi. Engu að síður virðist mikil eftirspurn eftir slíkum samsetningum. Ástæðan er sennilegast sú að fólk upplifir tvö eiginnöfn sem notuð eru í daglegu tali sem eitt og fer með þau sem eitt. Fólk sem vill láta barn heita Heiðaringa ætlar að sporna gegn því að litið verði svo á að barnið beri tvö nöfn og það verði ávarpað Heiðar. Ákall til mannanafnanefndar um tilslökun að þessu leyti endurspeglar þann veruleika að hvort sem okkur er það ljúft eða leitt þá samræmist það einmitt íslensku málkerfi, eins og það er í reynd, að fara með fastar nafnasamsetningar sem eitt nafn. Þau rök að Ólasteina – um Ólusteinu samræmist ekki málkerfinu halda því ekki vatni. Um Ólasteinu Mannanafnanefnd hafnar þvi einnig að barnið gæti heitað Ólasteina með beygingunni Ólasteinu í öllum föllum. Í úrskurðinum er því haldið fram að „orðmyndir með sérstaka nefnifallsendingu mynd[i] ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar [sé] notuð eignarfalls- eða stofnmynd orðs.“ Það er rétt að þetta er meginregla en þetta er ekki einhlítt þegar nöfn eru annars vegar. Nöfnin Ingibjörg, Elísabet og Ísabella komu samsett inn í málið og ekki virðist nokkur hafa séð ástæðu til að slíta þau sundur í ritun þótt bæði Ingi og Elísa taki sérstaka nefnifallsbeygingu í íslensku. Hefðarrökin eru ekki sannfærandi því fyrri liður Ingibjargar er notaður óbreyttur í nýsköpun og af honum hafa sprottið nöfn eins og Ingirós, Ingiþór og Ingiveig. Nöfnin Elísa og Elsa ætti með sama hætti að mega að nota í samsetningar án stýfingar en ég þekki þess ekki dæmi. Aftur á móti er Ísalind til en ég veit ekki til þess að Ísa sé notað sem sjálfstætt nafn. Ef Ingirós (fyrri liðurinn „Ingi“ í nefnifalli) samræmist málkerfinu, hvernig í ósköpunum samræmist það þá ekki málkerfinu að láta barn heita Ólasteinu (fyrri liðurinn „Óla“ í nefnifalli)? Mannanafnanefnd virðist einnig hafa yfirsést sá möguleiki að hugsa nafnið sem samsetningu nafnanna Óli og Steina. Steina yrði þá kennd við Óla og fyrri liðurinn í samræmi við eignarfallið. Þótt algengast sé að í mannanöfnum sem mynduð eru með samsetningum sé fyrri liðurinn stofn, sbr. Sveinbjörn og Geirþrúður, eru til örnefni mynduð með eignarfalli fyrri liðar eins Þórsmörk og Sveinstindur. Það er líka algengt að eignarfall fyrri liðar sé notað í öðrum nafnorðasamsetningum eins og mannanafnanefnd tekur fram. Það mætti þannig réttlæta Ólasteinu, bæði með fordæmunum Ingibjörg og Elísabet og með því að Steina sé kennd við Óla í eignarfalli. Með þeirri aðferð mætti líka viðurkenna nöfn eins og Ingadóra og Siggastína. Hvernig málnotendur skilja nöfnin og beygja þau í reynd er svo nokkuð sem mannanafnanefnd hefur ekkert yfir að segja. Varðandi ritháttinn Þau rök að það samræmist ekki íslenskum ritvenjum að rita tvö sjálfstæð nöfn sem eitt eiga hér ekki við. Foreldrar sem vilja fá nöfn eins og Ólasteina eða Bjarniþór færð á mannanafnaskrá, eru ekki að biðja um að tvö nöfn verði rituð sem eitt, heldur einmitt að samsetningin verði viðurkennd sem eitt nafn í stað tveggja sjálfstæðra. Það getur aftur á móti haft þýðingu að ekki er hefð fyrir samsettum mannanöfnum þar sem fyrri liður tekur beygingu enda má líta svo á að innan málkerfisins gildi sérreglur um mannanöfn. Nafnið Annalísa var heimilað árið 2005 með þeim formerkjum að það yrði beygt Annalísu í öllum aukaföllum. Það samræmist þó ekki málkennd almennings og líkast til vilja flestir sem fara fram á að nöfn eins og Annamaría og Annalísa verði viðurkennd beygja fyrri liðinn. Á þeirri forsendu, og þeirri forsendu einni, að eðli máls samkvæmt séu hverfandi líkur á því að nafnið yrði beygt í samræmi við ritreglur, væri mannanafnanefnd mögulega stætt á því að hafna nöfnum eins og Annalísa og Bjarniþór. Öðru gegnir um nöfn eins og Ólasteina og Siggabirna, þar sem fyrri liðurinn getur allt eins verið eignarfall karlmannsnafns, það eru engin tæk rök fyrir því að slík nöfn ættu ekki að vera á mannanafnaskrá. Lögin standast ekki stjórnarskrá Það gengi vitaskuld ekki upp að leyfa nafnið Ólasteina en hafna nafni eins og Annalísa enda getur mannanafnanefnd ekki skipt sér af því þótt foreldar Ólasteinu kalli hana Ólusteinu. Það myndi ekki samræmast almennri skynsemi og mátilfinningu almennings að leyfa annað nafnið en ekki hitt. Það myndi heldur ekki standast jafnræðissjónarmið, rétt eins og það samræmist ekki jafnræðisreglu að hafna nafni eins og Sveinnóli þegar Jónþór er leyft. Lög sem hindra fólk í því að rita nöfn barna sinna í samræmi við raunverulega notkun þeirra (notkun sem hefur tíðkast áratugum saman) geta heldur ekki samræmst áskilnaði stjórnarskrár um meðalhóf og friðhelgi einkalífs. Best færi á því að fella hin tilgangslausu mannanafnalög úr gildi enda eru mannanafnahefðir of tilviljanakenndar til þess að nokkurt vit sé í því að byggja á þeim almennar reglur. Telji einhver að foreldrar hafi valið barni sínu nafn sem er því til háðungar eða ama ætti að vísa því til barnaverndarnefnda eins og öðrum atvikum sem vega að rétti barns til að lifa með reisn. Ef löggjafinn vill gera íslenskunni einhvern sóma mætti setja lögaðilum skilyrði um að birta upplýsingar um starfsemi sína á þolanlegri íslensku. Ég geng ekki svo langt að leggja til að sett verði lög um félaganöfn því ég tel það hreinlega ekki raunhæft. Það er þó nokkuð kaldhæðnislegt að á sama tíma og almennir borgarar hafa þurft að berjast fyrir því árum saman að fá raunveruleg nöfn sín viðurkennd, skuli þeim hafa verið boðið upp á innanlandsflug með Air Iceland Connect (sem fyrr á þessu ári var lagt niður vegna samruna). Það væri viðeigandi að félög yrðu í það minnsta skikkuð til að bera nöfn sín fram upp á íslensku. Nýdönsk gæti þá ferðast með Eri Æslandi Konnekti (öll orð með áherslu á fyrsta atkvæði) og boðið Eldgömlu með sér. Höfundur er lögmaður.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun