Bæjarstjórinn í Hareid segir að um mikinn harmleik sé að ræða og að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð í bænum.
Ein kvennanna náði að hringja eftir aðstoð og voru björgunarþyrlur þá sendar á staðinn. Lögreglan í Mæri og Raumsdal gaf út tilkynningu tuttugu mínútum eftir atvikið og bað fólk í fjallgöngu að drífa sig niður og í var.
#MøreogRomsdal pd. Alle som er på fjelltur i fylket bes komme seg ned og i trygghet. Flere meldinger om nødstilte folk på fjellet. Kraftig tordenvær og regn kommer.
— Politiet MøreRomsdal (@PolitiMRpd) July 4, 2021
Ståle Jamtli, björgunarsveitarmaður sem kom að björguninni, segir að aðstæður á fjallinu hafi verið erfiðar og að miklar eldingar hafi tafið björgunarstarf.
Miklar eldingar hafa verið um allan Noreg í dag en um klukkan fimm í dag hafði veðurstofa Noregs mælt um fjórtán þúsund eldingar á sex klukkutímum.