„Verðum að læra að lifa með vírusnum“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2021 16:49 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Daniel Leal-Olivas Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag nýja áætlun ríkisstjórnar hans um það að „lifa með Covid-19“ en sú áætlun snýr að því að fella niður sóttvarnaaðgerðir og félagsforðun á Englandi. Niðurfellingarnar munu hefjast þann 19. júlí. Í ræðu forsætisráðherrans sagði hann að faraldrinum væri ekki lokið. Hvatti hann fólk til að viðhalda persónubundnum sóttvörnum og að láta bólusetja sig. Fjöldi nýsmitaðra á Bretlandseyjum hefur aukist töluvert á undanförnum mánuði og er talan að nálgast þrjátíu þúsund á dag. Johnson sagði mögulegt að talan væri komin í fimmtíu þúsund fyrir 19. júlí, eins og fram kemur í frétt Sky News. Prime Minister Boris Johnson says "there could be 50,000 cases detected per day by July 19" and that "we must reconcile ourselves to more deaths from COVID".Latest on #COVID19: https://t.co/rJgx7rgyKC pic.twitter.com/yE7WrWWgwi— Sky News (@SkyNews) July 5, 2021 Umfangsmiklar bólusetningar hafa þó fækkað tilfellum alvarlegra veikinda og dauðsföllum verulega. Heilt yfir hafa 33,7 milljónir Breta fengið tvo skammta bóluefnis og 45,4 milljónir hafa fengið einn skammt. Þrátt fyrir það hefur innlögnum á sjúkrahús farið fjölgandi undanfarna daga. Innlagnir eru þó um tíu sinnum færri en þær voru síðast þegar fjöldi nýsmitaðra dag frá degi var á svipuðum slóðum. Meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórn Johnsons er að grípa til er að fella niður alla grímuskyldu, fella niður fjöldatakmarkanir sem snúa að fyrirtækjum, tónleikum og annars konar viðburðum, auk þess að gera eigendum alls konar fyrirtækja að opna á nýjan leik. Þar eru næturklúbbar meðtaldir. BREAKING: Prime Minister Boris Johnson says the government plans to remove all legal limits on the numbers meeting indoors and outdoors from 19 July, and all remaining businesses, including nightclubs, will be allowed to open.Follow live: https://t.co/HZed9S8ylv pic.twitter.com/jyY8sp9XVK— Sky News (@SkyNews) July 5, 2021 Fólki verður ekki gert skylt að sýna bólusetningarvottorð í Englandi en forsvarsmönnum fyrirtækja verður heimilt að krefjast þeirra og setja eigin reglur að vild. Í ræðu sinni og svörum við spurningum blaðamanna lagði Johnson reglulega áherslu á persónulega dómgreind fólks og að fólk tæki mið af aðstæðum í samfélaginu og þá sérstaklega útbreiðslu Covid-19. Johnson tók fram í ræðu sinni að margir væru þeirrar skoðunar að ef eitthvað, þá ætti að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, frekar en að fella þær niður. Það væri hins vegar ekki hægt að gera það seinna. Ef það ætti að bíða væri kominn vetur og þá væri ekki hægt að opna allt. „Við verðum að læra að lifa með vírusnum,“ sagði Johnson. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn uggandi yfir afléttingaráætlun stjórnvalda Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag tilkynna um afléttingar á öllum sóttvarnaraðgerðum sem taka munu gildi 19. júlí næstkomandi. Vísindamenn hafa fordæmt fyrirætlanir stjórnvalda, þar sem kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti. 5. júlí 2021 07:06 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Í ræðu forsætisráðherrans sagði hann að faraldrinum væri ekki lokið. Hvatti hann fólk til að viðhalda persónubundnum sóttvörnum og að láta bólusetja sig. Fjöldi nýsmitaðra á Bretlandseyjum hefur aukist töluvert á undanförnum mánuði og er talan að nálgast þrjátíu þúsund á dag. Johnson sagði mögulegt að talan væri komin í fimmtíu þúsund fyrir 19. júlí, eins og fram kemur í frétt Sky News. Prime Minister Boris Johnson says "there could be 50,000 cases detected per day by July 19" and that "we must reconcile ourselves to more deaths from COVID".Latest on #COVID19: https://t.co/rJgx7rgyKC pic.twitter.com/yE7WrWWgwi— Sky News (@SkyNews) July 5, 2021 Umfangsmiklar bólusetningar hafa þó fækkað tilfellum alvarlegra veikinda og dauðsföllum verulega. Heilt yfir hafa 33,7 milljónir Breta fengið tvo skammta bóluefnis og 45,4 milljónir hafa fengið einn skammt. Þrátt fyrir það hefur innlögnum á sjúkrahús farið fjölgandi undanfarna daga. Innlagnir eru þó um tíu sinnum færri en þær voru síðast þegar fjöldi nýsmitaðra dag frá degi var á svipuðum slóðum. Meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórn Johnsons er að grípa til er að fella niður alla grímuskyldu, fella niður fjöldatakmarkanir sem snúa að fyrirtækjum, tónleikum og annars konar viðburðum, auk þess að gera eigendum alls konar fyrirtækja að opna á nýjan leik. Þar eru næturklúbbar meðtaldir. BREAKING: Prime Minister Boris Johnson says the government plans to remove all legal limits on the numbers meeting indoors and outdoors from 19 July, and all remaining businesses, including nightclubs, will be allowed to open.Follow live: https://t.co/HZed9S8ylv pic.twitter.com/jyY8sp9XVK— Sky News (@SkyNews) July 5, 2021 Fólki verður ekki gert skylt að sýna bólusetningarvottorð í Englandi en forsvarsmönnum fyrirtækja verður heimilt að krefjast þeirra og setja eigin reglur að vild. Í ræðu sinni og svörum við spurningum blaðamanna lagði Johnson reglulega áherslu á persónulega dómgreind fólks og að fólk tæki mið af aðstæðum í samfélaginu og þá sérstaklega útbreiðslu Covid-19. Johnson tók fram í ræðu sinni að margir væru þeirrar skoðunar að ef eitthvað, þá ætti að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, frekar en að fella þær niður. Það væri hins vegar ekki hægt að gera það seinna. Ef það ætti að bíða væri kominn vetur og þá væri ekki hægt að opna allt. „Við verðum að læra að lifa með vírusnum,“ sagði Johnson.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn uggandi yfir afléttingaráætlun stjórnvalda Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag tilkynna um afléttingar á öllum sóttvarnaraðgerðum sem taka munu gildi 19. júlí næstkomandi. Vísindamenn hafa fordæmt fyrirætlanir stjórnvalda, þar sem kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti. 5. júlí 2021 07:06 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Vísindamenn uggandi yfir afléttingaráætlun stjórnvalda Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag tilkynna um afléttingar á öllum sóttvarnaraðgerðum sem taka munu gildi 19. júlí næstkomandi. Vísindamenn hafa fordæmt fyrirætlanir stjórnvalda, þar sem kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti. 5. júlí 2021 07:06