Reynsluboltinn Beitir og nýliðinn Árni Marinó magnaðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2021 14:00 Beitir var magnaður gegn KA. Vísir/Hulda Margrét Reynsluboltinn Beitir Ólafsson var frábær er KR ríghélt í 2-1 forystu manni færri gegn KA á Dalvíkurvelli í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Þá var nýliðinn Árni Marinó Einarsson grátlega nálægt því að tryggja ÍA stig í Fossvogi. Víkingur tryggði 1-0 sigur með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Beitir hefur verið ósáttur með mark KA í leiknum en hann kom þá út í teiginn til að glíma við fyrirgjöf en komst ekki nægilega nálægt né Elfari Árna Aðalsteinssyni sem jafnaði metin fyrir KA. Eftir að KR komst yfir og lögðust til baka – manni færri – varði Beitir eins og lífið lægi við. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var mjög ánægður með sinn mann í leikslok. „Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70 mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi en Beitir varði það sem kom á markið.“ „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið.“ Umræðu Stúkunnar um frammistöðu Beitis má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Beitir frábær Það er smá munur á reynslu Beitis og Árna Marinó sem var að leika sinn annan deildarleik fyrir ÍA. Beitir er fæddur 1986 á meðan Árni Marinó er fæddur 2002. Það var ekki að sjá á frábærri frammistöðu Skagamannsins gegn Víkingum að hann væri aðeins að leika sinn þriðja leik fyrir ÍA í deild og bikar. Árni Marinó var að öðrum ólöstuðum maður leiksins og ef ekki hefði verið fyrir umdeildan vítaspyrnudóm undir lok leiks hefðu Skagamenn náð í gott stig þökk sé frábærri frammistöðu Árna. „Þetta er ömurlegt, mér leið vel allan leikinn og fannst eins og þeir væru aldrei að fara að skora. Maður gerir besta á æfingum og svo kemur kallið og maður reynir bara að standa sig vel,“ sagði Árni í viðtali við Vísi eftir leik en hann var þriðji markvörður ÍA fyrir tímabilið enda enn gjaldgengur í 2. flokk. „Ég vona að ég geti gert það. Það er allaveganna markmiðið,“ sagði Árni Marinó að endingu um möguleikann á að hjálpa ÍA að klífa upp töfluna og upp úr fallsæti. Frammistaða hans var einnig til umræðu í Stúkunni, sjá má umræðuna sem og markvörslur Árna í spilaranum hér að neðan. Klippa: Árni Marinó frábær Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-2 | Tíu KR-ingar unnu seiglusigur á Dalvík KR vann 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. KR-ingar voru manni færri í 70 mínútur í leiknum en létu það ekki á sig fá. 5. júlí 2021 23:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 1-0 | Vítaspyrna í lokin tryggði Víkingum dramatískan sigur Víkingur vann 1-0 sigur á ÍA í Víkinni í Fossvogi í kvöld. Víkingar jafna Breiðablik að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með sigrinum en vítaspyrnumark Nikolaj Hansen undir lok uppbótartíma tryggði þeim sigurinn. 5. júlí 2021 22:35 Jóhannes Karl: Það sem ríður baggamuninn er Helgi Mikael og lokaákvörðun hans Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega svekktur með 0-1 tapið gegn Víkingum í Pepsi Max-deild karla fyrr í kvöld. 5. júlí 2021 22:00 Rúnar: Snérist um að verja markið Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. 5. júlí 2021 22:55 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Beitir hefur verið ósáttur með mark KA í leiknum en hann kom þá út í teiginn til að glíma við fyrirgjöf en komst ekki nægilega nálægt né Elfari Árna Aðalsteinssyni sem jafnaði metin fyrir KA. Eftir að KR komst yfir og lögðust til baka – manni færri – varði Beitir eins og lífið lægi við. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var mjög ánægður með sinn mann í leikslok. „Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70 mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi en Beitir varði það sem kom á markið.“ „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið.“ Umræðu Stúkunnar um frammistöðu Beitis má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Beitir frábær Það er smá munur á reynslu Beitis og Árna Marinó sem var að leika sinn annan deildarleik fyrir ÍA. Beitir er fæddur 1986 á meðan Árni Marinó er fæddur 2002. Það var ekki að sjá á frábærri frammistöðu Skagamannsins gegn Víkingum að hann væri aðeins að leika sinn þriðja leik fyrir ÍA í deild og bikar. Árni Marinó var að öðrum ólöstuðum maður leiksins og ef ekki hefði verið fyrir umdeildan vítaspyrnudóm undir lok leiks hefðu Skagamenn náð í gott stig þökk sé frábærri frammistöðu Árna. „Þetta er ömurlegt, mér leið vel allan leikinn og fannst eins og þeir væru aldrei að fara að skora. Maður gerir besta á æfingum og svo kemur kallið og maður reynir bara að standa sig vel,“ sagði Árni í viðtali við Vísi eftir leik en hann var þriðji markvörður ÍA fyrir tímabilið enda enn gjaldgengur í 2. flokk. „Ég vona að ég geti gert það. Það er allaveganna markmiðið,“ sagði Árni Marinó að endingu um möguleikann á að hjálpa ÍA að klífa upp töfluna og upp úr fallsæti. Frammistaða hans var einnig til umræðu í Stúkunni, sjá má umræðuna sem og markvörslur Árna í spilaranum hér að neðan. Klippa: Árni Marinó frábær Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-2 | Tíu KR-ingar unnu seiglusigur á Dalvík KR vann 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. KR-ingar voru manni færri í 70 mínútur í leiknum en létu það ekki á sig fá. 5. júlí 2021 23:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 1-0 | Vítaspyrna í lokin tryggði Víkingum dramatískan sigur Víkingur vann 1-0 sigur á ÍA í Víkinni í Fossvogi í kvöld. Víkingar jafna Breiðablik að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með sigrinum en vítaspyrnumark Nikolaj Hansen undir lok uppbótartíma tryggði þeim sigurinn. 5. júlí 2021 22:35 Jóhannes Karl: Það sem ríður baggamuninn er Helgi Mikael og lokaákvörðun hans Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega svekktur með 0-1 tapið gegn Víkingum í Pepsi Max-deild karla fyrr í kvöld. 5. júlí 2021 22:00 Rúnar: Snérist um að verja markið Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. 5. júlí 2021 22:55 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-2 | Tíu KR-ingar unnu seiglusigur á Dalvík KR vann 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. KR-ingar voru manni færri í 70 mínútur í leiknum en létu það ekki á sig fá. 5. júlí 2021 23:15
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 1-0 | Vítaspyrna í lokin tryggði Víkingum dramatískan sigur Víkingur vann 1-0 sigur á ÍA í Víkinni í Fossvogi í kvöld. Víkingar jafna Breiðablik að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með sigrinum en vítaspyrnumark Nikolaj Hansen undir lok uppbótartíma tryggði þeim sigurinn. 5. júlí 2021 22:35
Jóhannes Karl: Það sem ríður baggamuninn er Helgi Mikael og lokaákvörðun hans Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega svekktur með 0-1 tapið gegn Víkingum í Pepsi Max-deild karla fyrr í kvöld. 5. júlí 2021 22:00
Rúnar: Snérist um að verja markið Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. 5. júlí 2021 22:55