Öryggi og notkun rafbíla Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 7. júlí 2021 08:01 Fjölbreyttir fararmátar standa nú fólki til boða. Horft er til vistvænni og hagkvæmari fararmáta og rafbílar hafa rutt sér til rúms hér á landi. Þeir henta íslenskum aðstæðum vel og eru þjóðhagslega hagkvæmir þar sem allt rafmagn á Íslandi er framleitt innanlands. Rafmagnið er hreint og tiltölulega ódýrt. Því ætti ekki að koma á óvart að sífellt fleiri kjósa að fá sér rafbíl. En það er að ýmsu að huga til að tryggja öryggi og rétta umgengni. Hleðsla rafbíla Mikilvægt er að rétt sé staðið að hleðslu til að koma í veg fyrir bruna. Öruggast er að hlaða rafbíla í þar til gerðum hleðslustöðvum, ýmist hraðhleðslustöð eða heimahleðslustöð. Þá er um að ræða sérhæfðan tengibúnað til hleðslu rafknúinna farartækja sem er fasttengdur raflögn. Hver tengistaður þarf að vera varinn með yfirstraumvarnabúnaði (öryggi í rafmagnstöflu) og bilunarstraumrofa (lekastraumrofa) sem ver einungis þennan tiltekna tengistað. Ekki má hlaða nema einn rafbíl í einu. Ef hlaðið er í gegnum tengil þarf að vera sérstakur stjórn- og öryggisbúnaður á hleðslusnúrunni, til dæmis stjórnbox á hleðslustrengnum. Gæta þarf þess að þyngd stjórnboxins hangi ekki í tenglinum og valdi þannig álagi. Það getur haft í för með sér ofhitnun í tengli og mögulega brunahættu. Mælt er með að nota þar til gerðar hleðslustöðvar eða iðnaðartengla þegar hlaðið er heima en stranglega bannað er að nota framlengingarsnúrur, fjöltengi eða önnur millistykki við hleðslu rafbíla. Hefðbundin framlengingarsnúra þolir ekki það mikla álag sem verður þegar bíll er hlaðinn. Hún hitnar gríðarlega og skapar það brunahættu. Gæta þarf þess að hleðslustrengir verði ekki fyrir hnjaski og ekki má nota hleðslusnúru eða annan búnað sem hefur skemmst. Skaði á rafhlöðu Ef sýnilegur skaði er á rafhlöðu ætti alltaf að leita til þjónustuaðila og biðja hann að kanna ástand rafhlöðunnar. Sumt sést þó ekki eins og til dæmis framleiðslugallar og bilanir sem geta orðið til þess að hleðsla hættir ekki sjálfkrafa þegar rafhlaða er fullhlaðin. Eins hefur það gerst að bruni í rafhlöðu taki sig upp að nýju löngu eftir að búið er að slökkva eld í henni. Því er mikilvægt að fara að öllu með gát. Samkvæmt nýlegri frétt frá Noregi fjölgar tilfellum þar sem kviknar í rafhlöðum rafknúinna farartækja og hafa brunar í rafhlöðum rafmagnsbíla og rafmagnshjóla verið þar efst á listanum. Aukinni notkun fylgja vissulega fleiri óhöpp og því nauðsynlegt að vera vel upplýst. Viðbrögð við bruna í rafhlöðu Ef eldur kviknar í rafhlöðu er hægt að nota slökkvitæki eða eldvarnarteppi ef slíkt er til staðar. Ekki má sprauta eða skvetta vatni á logandi rafhlöðu því þá blossar eldurinn upp. Ef mikill eldur logar er öruggast að forða sér og hringja í 112. Tryggingar rafbíla Nýlega hafa sum tryggingafyrirtæki uppfært kaskótryggingu sína þannig að hún sé heppilegri fyrir rafbílaeigendur. Sem dæmi má nefna að kaskótrygging Sjóvá bætir nú meðal annars tjón sem verður á rafhlöðu rafbíls, vél eða gírkassa ef bíllinn rekst niður eða eitthvað hrekkur upp undir hann við venjulegan akstur. Því eru tjón á undirvögnum allra bíla nú bætt og veitir kaskótryggingin víðtækari vernd en áður. Þegar talað er um venjulegan akstur er átt við akstur á almennum vegum en tryggingin bætir ekki tjón sem verður ef ökutækið rekst niður í akstri á fjallvegum eða slóðum utan vega eða yfir óbrúaðar ár. Ekki heldur tjón sem verður í aksturskeppni. Vissulega gilda síðan sömu umferðarreglur fyrir alla bílstjóra og ef þær eru virtar ætti allt að ganga að óskum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fjölbreyttir fararmátar standa nú fólki til boða. Horft er til vistvænni og hagkvæmari fararmáta og rafbílar hafa rutt sér til rúms hér á landi. Þeir henta íslenskum aðstæðum vel og eru þjóðhagslega hagkvæmir þar sem allt rafmagn á Íslandi er framleitt innanlands. Rafmagnið er hreint og tiltölulega ódýrt. Því ætti ekki að koma á óvart að sífellt fleiri kjósa að fá sér rafbíl. En það er að ýmsu að huga til að tryggja öryggi og rétta umgengni. Hleðsla rafbíla Mikilvægt er að rétt sé staðið að hleðslu til að koma í veg fyrir bruna. Öruggast er að hlaða rafbíla í þar til gerðum hleðslustöðvum, ýmist hraðhleðslustöð eða heimahleðslustöð. Þá er um að ræða sérhæfðan tengibúnað til hleðslu rafknúinna farartækja sem er fasttengdur raflögn. Hver tengistaður þarf að vera varinn með yfirstraumvarnabúnaði (öryggi í rafmagnstöflu) og bilunarstraumrofa (lekastraumrofa) sem ver einungis þennan tiltekna tengistað. Ekki má hlaða nema einn rafbíl í einu. Ef hlaðið er í gegnum tengil þarf að vera sérstakur stjórn- og öryggisbúnaður á hleðslusnúrunni, til dæmis stjórnbox á hleðslustrengnum. Gæta þarf þess að þyngd stjórnboxins hangi ekki í tenglinum og valdi þannig álagi. Það getur haft í för með sér ofhitnun í tengli og mögulega brunahættu. Mælt er með að nota þar til gerðar hleðslustöðvar eða iðnaðartengla þegar hlaðið er heima en stranglega bannað er að nota framlengingarsnúrur, fjöltengi eða önnur millistykki við hleðslu rafbíla. Hefðbundin framlengingarsnúra þolir ekki það mikla álag sem verður þegar bíll er hlaðinn. Hún hitnar gríðarlega og skapar það brunahættu. Gæta þarf þess að hleðslustrengir verði ekki fyrir hnjaski og ekki má nota hleðslusnúru eða annan búnað sem hefur skemmst. Skaði á rafhlöðu Ef sýnilegur skaði er á rafhlöðu ætti alltaf að leita til þjónustuaðila og biðja hann að kanna ástand rafhlöðunnar. Sumt sést þó ekki eins og til dæmis framleiðslugallar og bilanir sem geta orðið til þess að hleðsla hættir ekki sjálfkrafa þegar rafhlaða er fullhlaðin. Eins hefur það gerst að bruni í rafhlöðu taki sig upp að nýju löngu eftir að búið er að slökkva eld í henni. Því er mikilvægt að fara að öllu með gát. Samkvæmt nýlegri frétt frá Noregi fjölgar tilfellum þar sem kviknar í rafhlöðum rafknúinna farartækja og hafa brunar í rafhlöðum rafmagnsbíla og rafmagnshjóla verið þar efst á listanum. Aukinni notkun fylgja vissulega fleiri óhöpp og því nauðsynlegt að vera vel upplýst. Viðbrögð við bruna í rafhlöðu Ef eldur kviknar í rafhlöðu er hægt að nota slökkvitæki eða eldvarnarteppi ef slíkt er til staðar. Ekki má sprauta eða skvetta vatni á logandi rafhlöðu því þá blossar eldurinn upp. Ef mikill eldur logar er öruggast að forða sér og hringja í 112. Tryggingar rafbíla Nýlega hafa sum tryggingafyrirtæki uppfært kaskótryggingu sína þannig að hún sé heppilegri fyrir rafbílaeigendur. Sem dæmi má nefna að kaskótrygging Sjóvá bætir nú meðal annars tjón sem verður á rafhlöðu rafbíls, vél eða gírkassa ef bíllinn rekst niður eða eitthvað hrekkur upp undir hann við venjulegan akstur. Því eru tjón á undirvögnum allra bíla nú bætt og veitir kaskótryggingin víðtækari vernd en áður. Þegar talað er um venjulegan akstur er átt við akstur á almennum vegum en tryggingin bætir ekki tjón sem verður ef ökutækið rekst niður í akstri á fjallvegum eða slóðum utan vega eða yfir óbrúaðar ár. Ekki heldur tjón sem verður í aksturskeppni. Vissulega gilda síðan sömu umferðarreglur fyrir alla bílstjóra og ef þær eru virtar ætti allt að ganga að óskum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun