„Ætla má að helmingur hunda sé óskráður“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. júlí 2021 18:22 Það eru margir hundar sem bíða spenntir eftir að eigendur þeirra komi heim. Dýraþjónustan hefur fengið þó nokkrar ábendingar um hunda sem eru of mikið einir yfir daginn og gelta stanslaust. Vísir Þrátt fyrir mikla aukningu á hundahaldi víða á landinu undanfarin misseri hefur skráning þeirra lítið aukist hjá sveitarfélögum. Deildarstjóri hjá Fjölskyldu-og húsdýragarðinum telur að um helmingur hunda sé óskráður í Reykjavík. Talsvert er um að fólk tilkynni um vanrækslu. Síðustu ár hafa skráningar hunda nánast staðið í stað þrátt fyrir sýnilega aukningu hundahalds á höfuðborgarsvæðinu og verið árlega um og yfir tvö þúsund í Reykjavík og Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ. Dýraþjónusta Reykjavíkur tók við málefnum sem tengjast dýrum í borginni af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í maí á þessu ári. Þjónustan er staðsett í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum en á heimasíðu borgarinnar kemur fram að tilgangur hennar sé að tryggja nauðsynlega þjónustu, fræðslu og yfirsýn yfir málaflokkinn. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri þar segir hundum hafa fjölgað mikið í borginni en líklega sé aðeins helmingur þeirra skráður. „Hundum hefur fjölgað mikið undanfarið sérstaklega núna síðasta árið í Covid. Við höfum heyrt að þeir hafi hreinlega verið uppseldir. Við höfum hins vegar ekki séð það í skráningartölum. Það má ætla að um helmingur hunda sé óskráður,“ segir hann. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Fjölskyldu-og húsdýragarðinum segir hundum hafa fjölgað mikið í borginni en líklega sé aðeins helmingur þeirra skráður. Flest sveitarfélög hafa lækkað eftirlitsgjald með hundum verulega til að fjölga skráðum hundum en gjaldið stendur undir ábyrgðartryggingu gegn tjóni sem hundar kunna að valda þriðja aðila og annarri þjónustu. Þorkell segir að á döfinni sé einnigað fjölga hundagerðum í borginni og auka þjónustu almennt við dýraeigendur. Dýraþjónustan taki einnig við ábendingum frá borgarbúum vegna dýrahalds. „Ef fólki grunar að dýr séu vanrækt á að tilkynna það til Matvælastofnunar sem við erum í samstarfi við. Við höfum hins vegar fengið þó nokkar ábendingar um að hundar séu lengi einir og gelti mikið. Það skýrist mögulega af því að fólk sem gat unnið heima í Covid hefur nú snúið aftur til vinnu og þá eru hundarnir lengur einir en áður og stundum of lengi,“ segir Þorkell. Foto: Hundafjölgun/Ragnar Visage „Dýrahald er hluti af borgarlífinu“ Þorkell segir viðhorf Reykjavíkurborgar til dýrahalds hafa breyst verulega. „Áður var oft litið á gæludýrahald sem heilbrigðisvandamál. Það er ekki lengur þannig. Auðvitað getur komið upp vandi í tengslum dýrahald í þéttbýli og við tökum við þannig ábendingum. Í langflestum tilvikum er gæludýrahald hins vegar afar jákvætt fyrir borgarana. Þetta gefur fólki aukna lífsfyllingu og hvetur til hreyfingar. Ég held að dýrahald í borginni haldi áfram að aukast. Við þurfum að einbeita okkur að allir geti lifað í sátt og samlyndi þ.e. dýraeigendur og þeir sem eiga ekki dýr. Dýrahald er hluti af borgarlífinu og það þurfa allir að sýna þar tillitssemi,“ segir hann að lokum. Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hundar Tengdar fréttir Stórlækka gjöld til að fjölga skráðum hundum í Reykjavík Reykjavíkurborg lækkar gjöld tengd hundum umtalsvert í þriggja ára tilraunaverkefni. 3. júní 2021 09:57 Dýraþjónusta Reykjavíkur Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. 17. febrúar 2021 09:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Síðustu ár hafa skráningar hunda nánast staðið í stað þrátt fyrir sýnilega aukningu hundahalds á höfuðborgarsvæðinu og verið árlega um og yfir tvö þúsund í Reykjavík og Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ. Dýraþjónusta Reykjavíkur tók við málefnum sem tengjast dýrum í borginni af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í maí á þessu ári. Þjónustan er staðsett í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum en á heimasíðu borgarinnar kemur fram að tilgangur hennar sé að tryggja nauðsynlega þjónustu, fræðslu og yfirsýn yfir málaflokkinn. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri þar segir hundum hafa fjölgað mikið í borginni en líklega sé aðeins helmingur þeirra skráður. „Hundum hefur fjölgað mikið undanfarið sérstaklega núna síðasta árið í Covid. Við höfum heyrt að þeir hafi hreinlega verið uppseldir. Við höfum hins vegar ekki séð það í skráningartölum. Það má ætla að um helmingur hunda sé óskráður,“ segir hann. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Fjölskyldu-og húsdýragarðinum segir hundum hafa fjölgað mikið í borginni en líklega sé aðeins helmingur þeirra skráður. Flest sveitarfélög hafa lækkað eftirlitsgjald með hundum verulega til að fjölga skráðum hundum en gjaldið stendur undir ábyrgðartryggingu gegn tjóni sem hundar kunna að valda þriðja aðila og annarri þjónustu. Þorkell segir að á döfinni sé einnigað fjölga hundagerðum í borginni og auka þjónustu almennt við dýraeigendur. Dýraþjónustan taki einnig við ábendingum frá borgarbúum vegna dýrahalds. „Ef fólki grunar að dýr séu vanrækt á að tilkynna það til Matvælastofnunar sem við erum í samstarfi við. Við höfum hins vegar fengið þó nokkar ábendingar um að hundar séu lengi einir og gelti mikið. Það skýrist mögulega af því að fólk sem gat unnið heima í Covid hefur nú snúið aftur til vinnu og þá eru hundarnir lengur einir en áður og stundum of lengi,“ segir Þorkell. Foto: Hundafjölgun/Ragnar Visage „Dýrahald er hluti af borgarlífinu“ Þorkell segir viðhorf Reykjavíkurborgar til dýrahalds hafa breyst verulega. „Áður var oft litið á gæludýrahald sem heilbrigðisvandamál. Það er ekki lengur þannig. Auðvitað getur komið upp vandi í tengslum dýrahald í þéttbýli og við tökum við þannig ábendingum. Í langflestum tilvikum er gæludýrahald hins vegar afar jákvætt fyrir borgarana. Þetta gefur fólki aukna lífsfyllingu og hvetur til hreyfingar. Ég held að dýrahald í borginni haldi áfram að aukast. Við þurfum að einbeita okkur að allir geti lifað í sátt og samlyndi þ.e. dýraeigendur og þeir sem eiga ekki dýr. Dýrahald er hluti af borgarlífinu og það þurfa allir að sýna þar tillitssemi,“ segir hann að lokum.
Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hundar Tengdar fréttir Stórlækka gjöld til að fjölga skráðum hundum í Reykjavík Reykjavíkurborg lækkar gjöld tengd hundum umtalsvert í þriggja ára tilraunaverkefni. 3. júní 2021 09:57 Dýraþjónusta Reykjavíkur Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. 17. febrúar 2021 09:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Stórlækka gjöld til að fjölga skráðum hundum í Reykjavík Reykjavíkurborg lækkar gjöld tengd hundum umtalsvert í þriggja ára tilraunaverkefni. 3. júní 2021 09:57
Dýraþjónusta Reykjavíkur Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. 17. febrúar 2021 09:30