Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2021 06:31 Sjónarvottur sem stóð fyrir utan afgreiðslu Útlendingastofnunar í Hafnarfirði náði ljósmyndum af atvikinu. Lögreglan er sökuð um að hafa beitt óhóflegu valdi. Refugees in Iceland Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. Að sögn samtakanna voru mennirnir mættir til að sækja bólusetningavottorð sín þegar starfsmaður Útlendingastofnunar hringdi á lögregluna. Þá hafi lögreglumenn mætt á svæðið og tilkynnt að nú væri hægt að senda þá aftur til Grikklands. Í Facebook-færslu Refugees in Iceland er haft eftir ónafngreindum sjónarvottum að lögreglan hafi beitt mennina ofbeldi og mikilli hörku. Vilja lítið tjá sig um málið Að sögn Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, hyggst stofnunin ekki tjá sig um málið og beinir fyrirspurnum til ríkislögreglustjóra. Þar á bæ er vísað á Helga Valberg Jensson, yfirlögfræðing embættisins, sem segir að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið að framkvæma beiðni Útlendingastofnunar um frávísun frá Íslandi. Að öðru leyti geti embættið ekki tjáð sig um einstök mál sem séu til meðferðar. Fréttablaðið hefur eftir ónafngreindu vitni að hælisleitendunum hafi verið tjáð að ef þeir myndu ekki gangast undir bólusetningu yrði þeim vísað úr landi og að bólusetningin væri einungis hugsuð vegna almannaheillar. Þá segir vitnið að lögregla hafi lamið mennina, notað óhóflegt vald og gefið þeim raflost. Að lokum hafi þeir verið sprautaðir niður til að koma í veg fyrir að þeir myndu streitast á móti. Þegar þessar ásakanir eru bornar undir Helga vísar hann aftur til þess að embætti ríkislögreglustjóra muni ekki tjá sig nánar um málið. Reyna að komast til botns í málinu Lögfræðingur Rauða krossins varð vitni að handtökunni en var staddur annars staðar í byggingunni þegar átökin hófust. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, segir að lögfræðingurinn, sem tengist ekki málefnum hælisleitendanna tveggja, hafi farið í afgreiðsluna þegar hann heyrði þar hróp og læti. Því sé lögfræðingurinn ekki í góðri aðstöðu til að fullyrða um aðdraganda handtökunnar eða hvort lögregla hafi beitt of mikilli hörku. Þó sé ljóst að lögreglumenn hafi beitt þar valdi. Vinnur starfsfólk Rauða krossins nú að því að afla frekari upplýsinga um atvikið og stöðu umræddra einstaklinga en talið er líklegt að þeir hafi notið talsmannaþjónustu sem Rauði krossinn veitir hælisleitendum. Staðhæft er í Facebook-færslu aðgerðahópsins Refugees in Iceland að lögregla hafi reynt að koma í veg fyrir að handtakan yrði tekin upp og eytt myndskeiði úr síma vitnis. Hælisleitendur Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Að sögn samtakanna voru mennirnir mættir til að sækja bólusetningavottorð sín þegar starfsmaður Útlendingastofnunar hringdi á lögregluna. Þá hafi lögreglumenn mætt á svæðið og tilkynnt að nú væri hægt að senda þá aftur til Grikklands. Í Facebook-færslu Refugees in Iceland er haft eftir ónafngreindum sjónarvottum að lögreglan hafi beitt mennina ofbeldi og mikilli hörku. Vilja lítið tjá sig um málið Að sögn Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, hyggst stofnunin ekki tjá sig um málið og beinir fyrirspurnum til ríkislögreglustjóra. Þar á bæ er vísað á Helga Valberg Jensson, yfirlögfræðing embættisins, sem segir að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið að framkvæma beiðni Útlendingastofnunar um frávísun frá Íslandi. Að öðru leyti geti embættið ekki tjáð sig um einstök mál sem séu til meðferðar. Fréttablaðið hefur eftir ónafngreindu vitni að hælisleitendunum hafi verið tjáð að ef þeir myndu ekki gangast undir bólusetningu yrði þeim vísað úr landi og að bólusetningin væri einungis hugsuð vegna almannaheillar. Þá segir vitnið að lögregla hafi lamið mennina, notað óhóflegt vald og gefið þeim raflost. Að lokum hafi þeir verið sprautaðir niður til að koma í veg fyrir að þeir myndu streitast á móti. Þegar þessar ásakanir eru bornar undir Helga vísar hann aftur til þess að embætti ríkislögreglustjóra muni ekki tjá sig nánar um málið. Reyna að komast til botns í málinu Lögfræðingur Rauða krossins varð vitni að handtökunni en var staddur annars staðar í byggingunni þegar átökin hófust. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, segir að lögfræðingurinn, sem tengist ekki málefnum hælisleitendanna tveggja, hafi farið í afgreiðsluna þegar hann heyrði þar hróp og læti. Því sé lögfræðingurinn ekki í góðri aðstöðu til að fullyrða um aðdraganda handtökunnar eða hvort lögregla hafi beitt of mikilli hörku. Þó sé ljóst að lögreglumenn hafi beitt þar valdi. Vinnur starfsfólk Rauða krossins nú að því að afla frekari upplýsinga um atvikið og stöðu umræddra einstaklinga en talið er líklegt að þeir hafi notið talsmannaþjónustu sem Rauði krossinn veitir hælisleitendum. Staðhæft er í Facebook-færslu aðgerðahópsins Refugees in Iceland að lögregla hafi reynt að koma í veg fyrir að handtakan yrði tekin upp og eytt myndskeiði úr síma vitnis.
Hælisleitendur Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira