Þegar bara „rétta” skoðunin er leyfð Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. júlí 2021 07:00 Það vakti athygli fótboltaáhugamanna nýverið að fjölnota íþróttahús sem nú rís í Garðabænum hafi ekki verið hugsað sem löglegur keppnisvöllur og vantar til þess upp á lofthæð. Veruleiki sem kom á óvart í “bransanum” en frá upphafi lá fyrir að svo yrði ekki. Mannlíf fjallaði um málið og óskaði eftir áliti mínu. Frá því ég tók sæti í bæjarstjórn fyrir þremur árum síðan hef ég gagnrýnt þá ákvörðun að farin væri dýrasta leiðin til að tryggja íþróttaiðkendum gott æfingahúsnæði. Framkvæmd sem í grunninn kostar tæpa 5 milljarða. Án tækja og tóla. Án fullbúinnar aðstöðu eða áætlunar um hvernig skipuleggja eigi þá 3 þúsund fermetra sem eru fyrir utan fótboltavölllinn sjálfan. Bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans hafa ekki komið að þessari ákvörðun og hafa hingað til ekki samþykkt fjárhagsáætlanir meirihlutans þar sem framkvæmdinni er tryggt fjármagn Mér var bæði ljúft og skylt að gefa mitt álit á málinu. Fyrst á annað borð var farið í að reisa glæsilega íþróttahöll, af hverju var ekki farið alla leið og húsið búið þannig að möguleikinn væri fyrir hendi. Bæjarstjóri hefur oft nefnt að húsinu sé ætlað er að endast næstu hundrað árin eða svo. Væri þá ekki tilvalið að byggja einmitt til framtíðar? Bara sumir mega tjá sig í Garðabæ Það fellur ekki vel í Sjálfstæðismenn í bænum mínum að ég skuli hafa tjáð mig opinberlega um skoðanir mínar. Yfir því verða þeir sárir og gramir. Þeir eru nefnilega vanir því að fá öllu ráðið, með klapplið í kring um sig. Bæjarstjórinn mætti með hroka og yfirlæti í Bítið á Bylgjunni til að “leiðrétta bullið” í bæjarfulltrúanum mér. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði bókaði svo um málið í þessari viku og segir ummæli mín ámælisverð. Hvorki meira né minna. Önnur skoðun en hans eigin og félaga hans er, að hans mati, ámælisverð. Þannig virkar þetta í lýðræðissamfélaginu Garðabæ. Þegar Sjálfstæðismenn stýra málum. Ég mun samt sem áður halda áfram að gagnrýna undarlega forgangsröðun á skattfé Garðbæinga í fjárfreka framkvæmd og jafnvel velta fyrir mér hversu tímalaus fjölnota íþróttahúsið mun reynast. Það er vissulega mín skoðun, þó svo að hún sé að mati félaga minna í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ ámælisverð, takk fyrir pent. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli fótboltaáhugamanna nýverið að fjölnota íþróttahús sem nú rís í Garðabænum hafi ekki verið hugsað sem löglegur keppnisvöllur og vantar til þess upp á lofthæð. Veruleiki sem kom á óvart í “bransanum” en frá upphafi lá fyrir að svo yrði ekki. Mannlíf fjallaði um málið og óskaði eftir áliti mínu. Frá því ég tók sæti í bæjarstjórn fyrir þremur árum síðan hef ég gagnrýnt þá ákvörðun að farin væri dýrasta leiðin til að tryggja íþróttaiðkendum gott æfingahúsnæði. Framkvæmd sem í grunninn kostar tæpa 5 milljarða. Án tækja og tóla. Án fullbúinnar aðstöðu eða áætlunar um hvernig skipuleggja eigi þá 3 þúsund fermetra sem eru fyrir utan fótboltavölllinn sjálfan. Bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans hafa ekki komið að þessari ákvörðun og hafa hingað til ekki samþykkt fjárhagsáætlanir meirihlutans þar sem framkvæmdinni er tryggt fjármagn Mér var bæði ljúft og skylt að gefa mitt álit á málinu. Fyrst á annað borð var farið í að reisa glæsilega íþróttahöll, af hverju var ekki farið alla leið og húsið búið þannig að möguleikinn væri fyrir hendi. Bæjarstjóri hefur oft nefnt að húsinu sé ætlað er að endast næstu hundrað árin eða svo. Væri þá ekki tilvalið að byggja einmitt til framtíðar? Bara sumir mega tjá sig í Garðabæ Það fellur ekki vel í Sjálfstæðismenn í bænum mínum að ég skuli hafa tjáð mig opinberlega um skoðanir mínar. Yfir því verða þeir sárir og gramir. Þeir eru nefnilega vanir því að fá öllu ráðið, með klapplið í kring um sig. Bæjarstjórinn mætti með hroka og yfirlæti í Bítið á Bylgjunni til að “leiðrétta bullið” í bæjarfulltrúanum mér. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði bókaði svo um málið í þessari viku og segir ummæli mín ámælisverð. Hvorki meira né minna. Önnur skoðun en hans eigin og félaga hans er, að hans mati, ámælisverð. Þannig virkar þetta í lýðræðissamfélaginu Garðabæ. Þegar Sjálfstæðismenn stýra málum. Ég mun samt sem áður halda áfram að gagnrýna undarlega forgangsröðun á skattfé Garðbæinga í fjárfreka framkvæmd og jafnvel velta fyrir mér hversu tímalaus fjölnota íþróttahúsið mun reynast. Það er vissulega mín skoðun, þó svo að hún sé að mati félaga minna í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ ámælisverð, takk fyrir pent. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar