Litlar sem engar líkur á að finna fólk á lífi Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2021 09:05 Lík 36 hafa fundist og 109 er enn saknað. AP/Lynne Sladky Líkamsleifar átta manns fundust í gær í rústum fjölbýlishúss sem hrundi nýverið í bænum Surfside í Flórída. Enn er rúmlega hundrað manns saknað og ráðamenn sem stýra björgunarstörfum í rústunum virðast telja litlar líkur á því að finna fólk á lífi í rústunum. Enn sem komið er hefur enginn fundist á lífi síðan húsið hrundi óvænt aðfaranótt 24. júní. Lík 36 hafa fundist og 109 er enn saknað, þó ekki sé staðfest að allir þeirra hafi verið í Champlain Towers South þegar hluti hússins hrundi. Leitin hefur staðið yfir í fjórtán daga og hefur rigning og rok vegna óveðursins Elsu komið niður á leitarstarfi. AP fréttaveitan segir forsvarsmenn leitarinnar enn tala um að finna að fólk á lífi en tónn þeirra hafi breyst töluvert. Til marks um það hafi einn yfirmanna lögreglunnar sagt í gærkvöldi að helsta verkefni leitarmanna væri að veita aðstandendum þeirra sem saknað er svör. Sambærilegur tónn var í ummælum slökkviliðsstjóra Miami -Dade sýslu sem sagði að verið væri að leita að opnum rýmum í rústunum sem fólk gæti verið í en útlitið væri ekki gott. Leitarmenn hefðu engar jákvæðar vísbendingar séð. Hann sagði nánast engar líkur á því að finna einhvern á lífi. Sérfræðingar sem hafa skoðað rústirnar segjast hafa séð merki um galla í grunni fjölbýlishússins, sem var þrettán hæðir. Mögulega hafi byggingin verið gölluð. Eigendur hússins vissu af því að þörf var á umfangsmiklum og kostnaðarsömum viðgerðum en húsið var byggt árið 1981. Stjórn hússins hafði sent byggingarfulltrúa skýrslu sem gerð var um ástand hússins og sá hafði sagt húsið í mjög góðu ástandi. Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Tala látinna komin yfir þrjátíu í Surfside Fjögur lík fundust í rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída í Bandaríkjunum og er tala látinna nú komin upp í 32. Enn er á annað hundrað manns saknað. 6. júlí 2021 14:55 Enn fjölgar þeim sem finnast undir rústum blokkarinnar í Surfside Þrjú lík hafa fundist til viðbótar undir rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída fyrir rúmri viku. Er heildartala látinna nú komin í 27 en 118 íbúa er enn saknað og er talið ólíklegt að nokkur finnist á lífi. 5. júlí 2021 22:00 Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01 Þrætur íbúa blokkarinnar töfðu viðgerðir Meirihluti stjórnar húsfélags blokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída sagði af sér í skugga deilna um hvort ráðast ætti í viðgerðir á byggingunni í kjölfar skýrslu verkfræðinga sem leiddi í ljós skemmdir. Að minnsta kosti átján eru látnir. 1. júlí 2021 12:23 Meiriháttar skemmdir íbúðablokkarinnar lágu fyrir Verkfræðingar höfðu greint frá meiriháttar skemmdum á steypu íbúðablokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída fyrr í vikunni. 26. júní 2021 15:12 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn sem komið er hefur enginn fundist á lífi síðan húsið hrundi óvænt aðfaranótt 24. júní. Lík 36 hafa fundist og 109 er enn saknað, þó ekki sé staðfest að allir þeirra hafi verið í Champlain Towers South þegar hluti hússins hrundi. Leitin hefur staðið yfir í fjórtán daga og hefur rigning og rok vegna óveðursins Elsu komið niður á leitarstarfi. AP fréttaveitan segir forsvarsmenn leitarinnar enn tala um að finna að fólk á lífi en tónn þeirra hafi breyst töluvert. Til marks um það hafi einn yfirmanna lögreglunnar sagt í gærkvöldi að helsta verkefni leitarmanna væri að veita aðstandendum þeirra sem saknað er svör. Sambærilegur tónn var í ummælum slökkviliðsstjóra Miami -Dade sýslu sem sagði að verið væri að leita að opnum rýmum í rústunum sem fólk gæti verið í en útlitið væri ekki gott. Leitarmenn hefðu engar jákvæðar vísbendingar séð. Hann sagði nánast engar líkur á því að finna einhvern á lífi. Sérfræðingar sem hafa skoðað rústirnar segjast hafa séð merki um galla í grunni fjölbýlishússins, sem var þrettán hæðir. Mögulega hafi byggingin verið gölluð. Eigendur hússins vissu af því að þörf var á umfangsmiklum og kostnaðarsömum viðgerðum en húsið var byggt árið 1981. Stjórn hússins hafði sent byggingarfulltrúa skýrslu sem gerð var um ástand hússins og sá hafði sagt húsið í mjög góðu ástandi.
Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Tala látinna komin yfir þrjátíu í Surfside Fjögur lík fundust í rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída í Bandaríkjunum og er tala látinna nú komin upp í 32. Enn er á annað hundrað manns saknað. 6. júlí 2021 14:55 Enn fjölgar þeim sem finnast undir rústum blokkarinnar í Surfside Þrjú lík hafa fundist til viðbótar undir rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída fyrir rúmri viku. Er heildartala látinna nú komin í 27 en 118 íbúa er enn saknað og er talið ólíklegt að nokkur finnist á lífi. 5. júlí 2021 22:00 Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01 Þrætur íbúa blokkarinnar töfðu viðgerðir Meirihluti stjórnar húsfélags blokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída sagði af sér í skugga deilna um hvort ráðast ætti í viðgerðir á byggingunni í kjölfar skýrslu verkfræðinga sem leiddi í ljós skemmdir. Að minnsta kosti átján eru látnir. 1. júlí 2021 12:23 Meiriháttar skemmdir íbúðablokkarinnar lágu fyrir Verkfræðingar höfðu greint frá meiriháttar skemmdum á steypu íbúðablokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída fyrr í vikunni. 26. júní 2021 15:12 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Tala látinna komin yfir þrjátíu í Surfside Fjögur lík fundust í rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída í Bandaríkjunum og er tala látinna nú komin upp í 32. Enn er á annað hundrað manns saknað. 6. júlí 2021 14:55
Enn fjölgar þeim sem finnast undir rústum blokkarinnar í Surfside Þrjú lík hafa fundist til viðbótar undir rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída fyrir rúmri viku. Er heildartala látinna nú komin í 27 en 118 íbúa er enn saknað og er talið ólíklegt að nokkur finnist á lífi. 5. júlí 2021 22:00
Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01
Þrætur íbúa blokkarinnar töfðu viðgerðir Meirihluti stjórnar húsfélags blokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída sagði af sér í skugga deilna um hvort ráðast ætti í viðgerðir á byggingunni í kjölfar skýrslu verkfræðinga sem leiddi í ljós skemmdir. Að minnsta kosti átján eru látnir. 1. júlí 2021 12:23
Meiriháttar skemmdir íbúðablokkarinnar lágu fyrir Verkfræðingar höfðu greint frá meiriháttar skemmdum á steypu íbúðablokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída fyrr í vikunni. 26. júní 2021 15:12
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila