Kampavín verður að ómerkilegu freyðivíni í Rússlandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. júlí 2021 16:01 Moët & Chandon er best selda kampavín í heimi. Ætli það verði best selda freyðivín í Rússlandi eftir breytinguna eða ætli Rússar séu sjúkir í Shampanskoye? getty/Alberto E. Rodriguez Franskir freyðivínsframleiðendur úr héraðinu Champagne eru æfir eftir að ný löggjöf var innleidd í Rússlandi, sem má kalla ákveðna tímamótalöggjöf í vínheiminum. Þar er kveðið á um að rússneska freyðivínið Shampanskoye (sem er rússneska orðið yfir kampavín) megi eitt bera heitið, sem hefur hingað til aðeins tilheyrt vínframleiðendum Champagne-héraðsins. Á sama tíma missa franskar reglugerðir um vínmerkingar, sem hafa hingað til verið virtar á alþjóðavettvangi, allt gildi sitt í Rússlandi. Öll innflutt freyðivín í landinu verða framvegis að vera merkt með miða á bakhlið sinni sem á stendur „freyðivín“. Freyðivínsframleiðendur í Champagne hafa hingað til einir mátt merkja vín sín sem kampavín. Stimpillinn er talinn sýna fram á ákveðin gæði, því við framleiðslu vínsins er stuðst við aldagamla hefð í héraðinu. Eins og segir á heimasíðu sérstakrar nefndar vínhéraðsins: „Kampavín kemur aðeins frá Champagne“. Freyðivínshillan í Lenta, stórverslun í Sankti Pétursborg.getty/Alexander Demianchuk Sovét-kampavín alþýðunnar Hið rússneska Shampanskoye er ódýrt og vinsælt freyðivín í Rússlandi. Það er í raun eftirgerð drykkjar sem var framleiddur í stjórnartíð Stalíns á Sovéttímanum og var kallaður Sovét-kampavín. Sovét-kampavín átti að koma í staðinn fyrir hefðardrykkinn kampavín og færa þennan munað í hendur almennings. Hættu við að hætta við útflutning Málið hefur farið öfugt ofan í framleiðendur kampavíns í Frakklandi. Þeir segja Champagne-héraðið hafa verið niðurlægt með löggjöfinni og krefjast þess að frönsk og evrópsk yfirvöld grípi til aðgerða til að fá þessu breytt til baka. Framleiðandinn vinsæli Moët Hennessy hótaði um daginn að hætta útflutningi sínum til Rússlands. Framleiðandinn framleiðir nafnþekkt kampavín á borð við Veuve Clicquot, Dom Pérignon, Ruinart, Mercier og Krug. Dom Pérignon er óumdeilt stöðutákn. Það er meðal þeirra kampavína sem rapparar hafa gjarnan gert hátt undir höfði. getty Síðar bakkaði framleiðandinn með yfirlýsingar sínar og tilkynnti að hann myndi halda sendingum sínum til Rússlands óbreyttum, enda hlýtur markaðurinn þar að vera ansi stór: „Moët Hennessy hefur alltaf virt lög hjá þeim ríkið sem fyrirtækið er með starfsemi í og mun hefja sendingar aftur um leið og hægt verður að gera breytingar á merkingum vínanna,“ segir í tilkynningunni. Áfengi og tóbak Rússland Auglýsinga- og markaðsmál Höfundarréttur Tengdar fréttir Vilja hætta að merkja vín sín Rioja Yfir fimmtíu baskneskir vínframleiðendur vilja nú ekki lengur að vín þeirra séu merkt sem Rioja-vín. Vín merkt svæðinu Rioja eru óumdeilanlega þau vinsælustu sem koma frá Spáni en basknesku framleiðendurnir vilja nýja sérbaskneska vínmerkingu. 18. maí 2021 14:41 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Sjá meira
Á sama tíma missa franskar reglugerðir um vínmerkingar, sem hafa hingað til verið virtar á alþjóðavettvangi, allt gildi sitt í Rússlandi. Öll innflutt freyðivín í landinu verða framvegis að vera merkt með miða á bakhlið sinni sem á stendur „freyðivín“. Freyðivínsframleiðendur í Champagne hafa hingað til einir mátt merkja vín sín sem kampavín. Stimpillinn er talinn sýna fram á ákveðin gæði, því við framleiðslu vínsins er stuðst við aldagamla hefð í héraðinu. Eins og segir á heimasíðu sérstakrar nefndar vínhéraðsins: „Kampavín kemur aðeins frá Champagne“. Freyðivínshillan í Lenta, stórverslun í Sankti Pétursborg.getty/Alexander Demianchuk Sovét-kampavín alþýðunnar Hið rússneska Shampanskoye er ódýrt og vinsælt freyðivín í Rússlandi. Það er í raun eftirgerð drykkjar sem var framleiddur í stjórnartíð Stalíns á Sovéttímanum og var kallaður Sovét-kampavín. Sovét-kampavín átti að koma í staðinn fyrir hefðardrykkinn kampavín og færa þennan munað í hendur almennings. Hættu við að hætta við útflutning Málið hefur farið öfugt ofan í framleiðendur kampavíns í Frakklandi. Þeir segja Champagne-héraðið hafa verið niðurlægt með löggjöfinni og krefjast þess að frönsk og evrópsk yfirvöld grípi til aðgerða til að fá þessu breytt til baka. Framleiðandinn vinsæli Moët Hennessy hótaði um daginn að hætta útflutningi sínum til Rússlands. Framleiðandinn framleiðir nafnþekkt kampavín á borð við Veuve Clicquot, Dom Pérignon, Ruinart, Mercier og Krug. Dom Pérignon er óumdeilt stöðutákn. Það er meðal þeirra kampavína sem rapparar hafa gjarnan gert hátt undir höfði. getty Síðar bakkaði framleiðandinn með yfirlýsingar sínar og tilkynnti að hann myndi halda sendingum sínum til Rússlands óbreyttum, enda hlýtur markaðurinn þar að vera ansi stór: „Moët Hennessy hefur alltaf virt lög hjá þeim ríkið sem fyrirtækið er með starfsemi í og mun hefja sendingar aftur um leið og hægt verður að gera breytingar á merkingum vínanna,“ segir í tilkynningunni.
Áfengi og tóbak Rússland Auglýsinga- og markaðsmál Höfundarréttur Tengdar fréttir Vilja hætta að merkja vín sín Rioja Yfir fimmtíu baskneskir vínframleiðendur vilja nú ekki lengur að vín þeirra séu merkt sem Rioja-vín. Vín merkt svæðinu Rioja eru óumdeilanlega þau vinsælustu sem koma frá Spáni en basknesku framleiðendurnir vilja nýja sérbaskneska vínmerkingu. 18. maí 2021 14:41 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Sjá meira
Vilja hætta að merkja vín sín Rioja Yfir fimmtíu baskneskir vínframleiðendur vilja nú ekki lengur að vín þeirra séu merkt sem Rioja-vín. Vín merkt svæðinu Rioja eru óumdeilanlega þau vinsælustu sem koma frá Spáni en basknesku framleiðendurnir vilja nýja sérbaskneska vínmerkingu. 18. maí 2021 14:41