Lýsa yfir neyðarástandi í Haítí og kalla eftir ró Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2021 15:31 Hermenn standa vörð við heimili forsetans í Port-au-Prince. AP/Joseph Odelyn Starfandi forsætisráðherra Haítí hefur lýst yfir neyðarástandi og kallar eftir ró meðal íbúa í kjölfar þess að forseti landsins var skotinn til bana á heimili sínu í nótt. Morð Jovenel Moise, forseta Haítí, hefur verið fordæmt af öðrum þjóðarleiðtogum. Samhliða því að kallað hefur verið eftir ró og friði á eyjunni. Forsetinn var myrtur í árás á heimili hans í nótt en starfandi forsætisráðherra landsins, sem nú segist fara með völd, segir hóp sérveitarmanna hafa ráðist á heimilið, myrt forsetann og sært eiginkonu hans. Árásin mun hafa átt sér stað um klukkan eitt í nótt, að staðartíma, og sagði í yfirlýsingu forsætisráðherrans í morgun að einhverjir árásarmannanna hefðu talað spænsku. Seinna sagði hann í útvarpsviðtali að þeir hefðu talað spænsku eða ensku, samkvæmt frétt AP fréttaveitunar. Nágranni forsetans í Port-au-Prince sagði í viðtali við fréttaveituna að hún hefði heyrt árásina. Skothríðin hefði verið svo mikil að fyrst hefði hún talið að jarðskjálfti hefði skollið á. Martine Moise, forsetafrúin, var flutt á sjúkrahús en frekari upplýsingar um líðan hennar hafa ekki litið dagsins ljós. Claude Joseph, forsætisráðherrann, hélt í dag fund með ráðherrum Haítí. Í sjónvarpsávarpi eftir þann fund sagði Joseph að hann hefði lýst yfir neyðarástandi. Ítrekaði hann þó að ríkisstjórnin hefði stjórn á ástandinu, samkvæmt frétt Reuters. Hann veitti ekki frekari upplýsingar um líðan Martine Moise. Um árásina sjálfa sagði hann þungvopnaðan hóp manna sem talað hafi ensku og spænsku hafi ráðist á heimili forsetans. Fordæma morðið og afla upplýsinga Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í dag að Bandaríkin væru að afla upplýsinga um árásina og lýsti henni sem sorglegri. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir sorg sinni á Twitter í dag. Hann fordæmdi morðið og kallaði eftir ró á Haítí. Aðrir ráðamenn í Evrópu hafa sömuleiðis slegið á svipaða strengi. I am shocked and saddened at the death of President Moïse. Our condolences are with his family and the people of Haiti. This is an abhorrent act and I call for calm at this time.— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 7, 2021 Iván Duque, forseti Kólumbíu, er sömuleiðis meðal þeirra sem hafa fordæmt morðið. Hann hefur kallað eftir því að samband Ameríkuríkja beiti sér til að vernda lýðræðið á Haítí. Moise, sem hafði verið sakaður um alræðistilburði og gert tilraunir til að gera breytingar á stjórnarskrá Haítí og meðal annars auka völd forsetaembættisins, hafði lýst því yfir að halda ætti kosningar seinna á þessu ári. Í gær skipaði hann nýjan forsætisráðherra sem átti að vinna að undirbúningi kosninganna. Skothylki fyrir utan heimili forsetans.AP/Joseph Odelyn Til stóð að halda kosningar í fyrra en þeim var frestað og stjórnarandstaða Haítí hafði kallað eftir því að Moise segði af sér. Undanfarin ár hafa reynst íbúum Haítí erfið. Efnahagsvandræði, náttúruhamfarir og glæpir hafa meðal annars leikið íbúa grátt. Ríkið er þar að auki eitt það fátækasta í Ameríku en meirihluti þjóðarinnar þénar minna en þrjú hundruð krónur á dag. Í frétt France 24 segir að áhyggjur séu uppi um ástandið á Haíti. Stjórnmáladeilur séu miklar og það stefni í fæðuskort. Óttast er að óöld grípi landið á nýjan leik. Ráðmenn í Dóminíska lýðveldinu hafa skipað her landsins að loka landamærum ríkjanna. Haítí Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Forsetinn var myrtur í árás á heimili hans í nótt en starfandi forsætisráðherra landsins, sem nú segist fara með völd, segir hóp sérveitarmanna hafa ráðist á heimilið, myrt forsetann og sært eiginkonu hans. Árásin mun hafa átt sér stað um klukkan eitt í nótt, að staðartíma, og sagði í yfirlýsingu forsætisráðherrans í morgun að einhverjir árásarmannanna hefðu talað spænsku. Seinna sagði hann í útvarpsviðtali að þeir hefðu talað spænsku eða ensku, samkvæmt frétt AP fréttaveitunar. Nágranni forsetans í Port-au-Prince sagði í viðtali við fréttaveituna að hún hefði heyrt árásina. Skothríðin hefði verið svo mikil að fyrst hefði hún talið að jarðskjálfti hefði skollið á. Martine Moise, forsetafrúin, var flutt á sjúkrahús en frekari upplýsingar um líðan hennar hafa ekki litið dagsins ljós. Claude Joseph, forsætisráðherrann, hélt í dag fund með ráðherrum Haítí. Í sjónvarpsávarpi eftir þann fund sagði Joseph að hann hefði lýst yfir neyðarástandi. Ítrekaði hann þó að ríkisstjórnin hefði stjórn á ástandinu, samkvæmt frétt Reuters. Hann veitti ekki frekari upplýsingar um líðan Martine Moise. Um árásina sjálfa sagði hann þungvopnaðan hóp manna sem talað hafi ensku og spænsku hafi ráðist á heimili forsetans. Fordæma morðið og afla upplýsinga Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í dag að Bandaríkin væru að afla upplýsinga um árásina og lýsti henni sem sorglegri. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir sorg sinni á Twitter í dag. Hann fordæmdi morðið og kallaði eftir ró á Haítí. Aðrir ráðamenn í Evrópu hafa sömuleiðis slegið á svipaða strengi. I am shocked and saddened at the death of President Moïse. Our condolences are with his family and the people of Haiti. This is an abhorrent act and I call for calm at this time.— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 7, 2021 Iván Duque, forseti Kólumbíu, er sömuleiðis meðal þeirra sem hafa fordæmt morðið. Hann hefur kallað eftir því að samband Ameríkuríkja beiti sér til að vernda lýðræðið á Haítí. Moise, sem hafði verið sakaður um alræðistilburði og gert tilraunir til að gera breytingar á stjórnarskrá Haítí og meðal annars auka völd forsetaembættisins, hafði lýst því yfir að halda ætti kosningar seinna á þessu ári. Í gær skipaði hann nýjan forsætisráðherra sem átti að vinna að undirbúningi kosninganna. Skothylki fyrir utan heimili forsetans.AP/Joseph Odelyn Til stóð að halda kosningar í fyrra en þeim var frestað og stjórnarandstaða Haítí hafði kallað eftir því að Moise segði af sér. Undanfarin ár hafa reynst íbúum Haítí erfið. Efnahagsvandræði, náttúruhamfarir og glæpir hafa meðal annars leikið íbúa grátt. Ríkið er þar að auki eitt það fátækasta í Ameríku en meirihluti þjóðarinnar þénar minna en þrjú hundruð krónur á dag. Í frétt France 24 segir að áhyggjur séu uppi um ástandið á Haíti. Stjórnmáladeilur séu miklar og það stefni í fæðuskort. Óttast er að óöld grípi landið á nýjan leik. Ráðmenn í Dóminíska lýðveldinu hafa skipað her landsins að loka landamærum ríkjanna.
Haítí Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira