Aðför gerð að hinsegin samfélaginu á WeChat Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2021 08:04 Margir eru uggandi vegna þess hvernig afstaða samfélagsins til LGBT+ fólks er að þróast í Kína. epa/How Hwee Young Kínverskir netverjar eru klofnir í afstöðu sinni til nýjasta útspils tæknirisans Tencent, sem á samskiptamiðilinn WeChat. Á þriðjudag var fjölda aðganga hinsegin hópa lokað og öllum gömlum færslum eytt. Samkvæmt BBC voru flestir aðganganna á vegum háskólanema en aðgerðirnar hafa vakið áhyggjur af aukinni ritskoðun gegn LGBT+ samfélaginu. Margir kínverskir netverjar lýstu yfir hneykslan og stuðningi við hinsegin félögin en aðrir sögðust fagna því að loksins hefði verið þaggað niður í þeim. Í gær höfðu að minnsta kosti tvö háskólafélög sem berjast fyrir jafnrétti til handa hinsegin fólki og veita hinsegin nemum stuðning sent frá sér yfirlýsingu þar sem aðgerðirnar voru gagnrýndar. Talsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins sögðust í gær hafa áhyggjur af þessari þróun mála en í Kína virðast aðgerðirnar njóta nokkurs stuðnings. „Mér er alveg sama þótt LGBT-samfélagið geri sitt í hljóði en af hverju þarf það að flagga hugmyndafræði sinni framan í mig í gegnum þessi félög? Það var rétt að loka á þau,“ sagði einn notandi samfélagsmiðilsins Weibo. Eigendum þeirra síða sem var lokað var tilkynnt um að þeir hefðu verið klagaðir fyrir brot á reglum, án þess að það væri útlistað um hvaða brot væri að ræða. Svo virðist sem aukinnar hörku sé að gæta gagnvart hinsegin samfélaginu í Kína. Lög gegn samkynhneigð voru felld úr gildi árið 1997 en í fyrra var Pride-hátíðin í Sjanghæ felld niður án ástæðu, í fyrsta sinn í ellefu ár. Þá sögðust forsvarsmenn Weibo árið 2018 hyggjast eyða öllum færslum er vörðuðu samkynhneigð en hættu við eftir hörð mótmæli. Óskarsverðlaunamyndin Bohemian Rhapsody, sem fjallar um ævi Freddie Mercury, var einnig ritskoðuð í Kína, á þann veg að öll atriði þar sem komið var inn á kynhneigð eða HIV-greiningu tónlistarmannsins voru tekin út. Hinsegin Kína Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Samkvæmt BBC voru flestir aðganganna á vegum háskólanema en aðgerðirnar hafa vakið áhyggjur af aukinni ritskoðun gegn LGBT+ samfélaginu. Margir kínverskir netverjar lýstu yfir hneykslan og stuðningi við hinsegin félögin en aðrir sögðust fagna því að loksins hefði verið þaggað niður í þeim. Í gær höfðu að minnsta kosti tvö háskólafélög sem berjast fyrir jafnrétti til handa hinsegin fólki og veita hinsegin nemum stuðning sent frá sér yfirlýsingu þar sem aðgerðirnar voru gagnrýndar. Talsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins sögðust í gær hafa áhyggjur af þessari þróun mála en í Kína virðast aðgerðirnar njóta nokkurs stuðnings. „Mér er alveg sama þótt LGBT-samfélagið geri sitt í hljóði en af hverju þarf það að flagga hugmyndafræði sinni framan í mig í gegnum þessi félög? Það var rétt að loka á þau,“ sagði einn notandi samfélagsmiðilsins Weibo. Eigendum þeirra síða sem var lokað var tilkynnt um að þeir hefðu verið klagaðir fyrir brot á reglum, án þess að það væri útlistað um hvaða brot væri að ræða. Svo virðist sem aukinnar hörku sé að gæta gagnvart hinsegin samfélaginu í Kína. Lög gegn samkynhneigð voru felld úr gildi árið 1997 en í fyrra var Pride-hátíðin í Sjanghæ felld niður án ástæðu, í fyrsta sinn í ellefu ár. Þá sögðust forsvarsmenn Weibo árið 2018 hyggjast eyða öllum færslum er vörðuðu samkynhneigð en hættu við eftir hörð mótmæli. Óskarsverðlaunamyndin Bohemian Rhapsody, sem fjallar um ævi Freddie Mercury, var einnig ritskoðuð í Kína, á þann veg að öll atriði þar sem komið var inn á kynhneigð eða HIV-greiningu tónlistarmannsins voru tekin út.
Hinsegin Kína Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira