Forsetinn íhugar alvarlega að bjóða sig fram til varaforseta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2021 10:09 Með því að gegna áfram opinberu embætti getur Duterte tryggt að pólitískir andstæðingar freisti þess ekki að fá hann dæmdan í fangelsi fyrir einhverjar sakir. Að minnsta kosti í bili. epa/Francis. R. Malasig Forseti Filippseyja segist vera að íhuga það alvarlega að bjóða sig fram til varaforseta. Ástæðan er sú að lögum samkvæmt getur hann ekki sóst eftir endurkjöri en hann segist enn eiga ýmsu ólokið. Rodrigo Duterte, sem er 76 ára, sagðist á fundi með pólitískum samherjum sínum í gær að hann væri djúpt snortin vegna allra þeirra áskorana sem honum hefðu borist um að bjóða sig fram til varaforseta. Sagðist Duterte nú íhuga það alvarlega en hann hafði áður sagt það góða hugmynd, þar sem hann ætti eftir að ljúka ýmsum verkum, til dæmis baráttunni gegn ólöglegum fíkniefnum. Forsetinn er orðinn alræmdur fyrir afar gróf ummæli og aðferðir en hann hefur meðal annars sagst hafa myrt mann og annan, haft í hótunum við blaðamenn og kallað aðra leiðtoga „hórusyni“. Duterte nýtur mikilla vinsælda heima fyrir og íbúar landsins virðast almennt ánægðir með forsetann. Andstæðingar hans segja það hins vegar orka tvímælis að hann verði varaforseti, þar sem hann myndi verða forseti ef forsetinn félli frá. Duterte hefur sjálfur viðurkennt að hann yrði „gagnslaus“ varaforseti ef forsetinn, sem er kjörinn í aðskildri kosningu, yrði ekki „vinveittur“. Dóttir Duterte, Sara Duterte-Carpio, hefur verið efst á lista yfir mögulega forsetaframbjóðendur en feðginin hafa bæði neitað því að hún sækist eftir embættinu. Duterte-Carpio er nú borgarstjóri Davao, líkt og faðir hennar forðum. Duterte hefur sagt að Christopher „Bong“ Go, einn helsti ráðgjafi forsetans, sé hæfur til að gegna forsetaembættinu en Go, sem er þingmaður, segist ekki hafa áhuga. Filippseyjar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Rodrigo Duterte, sem er 76 ára, sagðist á fundi með pólitískum samherjum sínum í gær að hann væri djúpt snortin vegna allra þeirra áskorana sem honum hefðu borist um að bjóða sig fram til varaforseta. Sagðist Duterte nú íhuga það alvarlega en hann hafði áður sagt það góða hugmynd, þar sem hann ætti eftir að ljúka ýmsum verkum, til dæmis baráttunni gegn ólöglegum fíkniefnum. Forsetinn er orðinn alræmdur fyrir afar gróf ummæli og aðferðir en hann hefur meðal annars sagst hafa myrt mann og annan, haft í hótunum við blaðamenn og kallað aðra leiðtoga „hórusyni“. Duterte nýtur mikilla vinsælda heima fyrir og íbúar landsins virðast almennt ánægðir með forsetann. Andstæðingar hans segja það hins vegar orka tvímælis að hann verði varaforseti, þar sem hann myndi verða forseti ef forsetinn félli frá. Duterte hefur sjálfur viðurkennt að hann yrði „gagnslaus“ varaforseti ef forsetinn, sem er kjörinn í aðskildri kosningu, yrði ekki „vinveittur“. Dóttir Duterte, Sara Duterte-Carpio, hefur verið efst á lista yfir mögulega forsetaframbjóðendur en feðginin hafa bæði neitað því að hún sækist eftir embættinu. Duterte-Carpio er nú borgarstjóri Davao, líkt og faðir hennar forðum. Duterte hefur sagt að Christopher „Bong“ Go, einn helsti ráðgjafi forsetans, sé hæfur til að gegna forsetaembættinu en Go, sem er þingmaður, segist ekki hafa áhuga.
Filippseyjar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira