Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2021 10:43 Læknirinn starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. VÍSIR/ARNAR Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Upp komst um málið í lok árs 2019 eftir að embætti landlæknis fékk ábendingu um vafasama starfshætti háls, nef- og eyrnalæknis sem starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. Þá hófst umfangsmikil rannsókn embættis landlæknis þar sem aðgerðir læknisins á nokkurra mánaða tímabili voru skoðaðar. Tugir aðgerða voru til rannsóknar og var niðurstaðan sú að margar þeirra hafi verið ónauðsynlegar eða að óeðlilegum aðferðum hafi verið beitt við framkvæmd þeirra. Læknirinn var þá sviptur starfsleyfi í kjölfarið en hann kærði þá ákvörðun til heilbrigðisráðuneytisins. Settur í bann á skurðstofu og hélt því leyndu Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins, sem birtur var í morgun, segir að rannsókn embættis landlæknis megi rekja til ábendinga, sem landlækni bárust frá sérfræðingum sem stöfuðu með lækninum, um að læknirinn hefði haldið því leyndu fyrir Handlæknastöðinni að hann hefði verið settur í bann við skurðstofuvinnu á ótilgreindri sjúkrastofnun í kjölfar veikinda. Þá hafi ábendingarnar varðað hugsanleg brot gegn starfsskyldum með því að hafa framkvæmt aðgerðir án viðurkenndra ábendinga, skráð aðgerðir á rangan og villan hátt og þannig gefið út rangar og villandi upplýsingar sem undirlag reikninga hjá Sjúkratryggingum Íslands. Stefndi lífi sjúklinga í hættu Læknirinn var boðaður á fund hjá embætti landlæknis þann 5. desember 2019 þar sem hann afsalaði læknaleyfi sínu. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að embætti landlæknis hafi þá óskað eftir mati tveggja sérfræðinga á faglegum starfsháttum hans. Niðurstaða landlæknis hafi verið að læknirinn hefði framkvæmt ónauðsynlegar aðgerðir og stefnt sjúklingum þannig í hættu. Einnig lægi fyrir að reikningar sem hann hefði gefið út í umræddum tilvikum hefðu verið rangir. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að óháðu sérfræðingarnir hafi skoðað 53 aðgerðir á tímabilinu 1. september 2019 til 30. nóvember sama ár, eða um fjórðung af aðgerðum læknisins á tímabilinu. Aðrir hefðu ekki framkvæmt aðgerð undir sömu kringumstæðum Í skýrslu sérfræðinganna hafi komið fram að ekki hafi fundist ábending fyrir tólf tilvikum og erfitt sé að sjá að einhver annað hefði ákveðið að gera aðgerð undir þessum kringumstæðum. Það hafi einnig verið mat skýrsluhöfunda að læknirinn hafi framkvæmt ákveða aðgerð óeðlilega oft. Þær hafi verið 38 á framangreindu tímabili á meðan aðrir læknar á Handlæknastöðinni hafi gert núll til tvær aðgerðir. 15 ára stúlka og tveggja ára barn í ónauðsynlega aðgerð Þá kemur fram að sérfræðingunum hafi þótt alvarlegast að ábending hafi ekki verið í tólf tilvikum, þar á meðal hafi verið 15 ára stúlka og í öðru tilfelli hafi verið gerð aðgerð á tveggja ára barni sem hafi verið sérstaklega ámælisvert að mati sérfræðinganna. Sem fyrr segir starfaði læknirinn á Handlæknastöðinni í Glæsibæ og hafði gert í mörg ár. Úlfar Þórðarson, framkvæmdastjóri, neitaði fréttastofu um viðtal vegna málsins í gær og sagðist ekki geta tjáð sig um mál einstakra lækna. Heilbrigðismál Landspítalinn Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Upp komst um málið í lok árs 2019 eftir að embætti landlæknis fékk ábendingu um vafasama starfshætti háls, nef- og eyrnalæknis sem starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. Þá hófst umfangsmikil rannsókn embættis landlæknis þar sem aðgerðir læknisins á nokkurra mánaða tímabili voru skoðaðar. Tugir aðgerða voru til rannsóknar og var niðurstaðan sú að margar þeirra hafi verið ónauðsynlegar eða að óeðlilegum aðferðum hafi verið beitt við framkvæmd þeirra. Læknirinn var þá sviptur starfsleyfi í kjölfarið en hann kærði þá ákvörðun til heilbrigðisráðuneytisins. Settur í bann á skurðstofu og hélt því leyndu Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins, sem birtur var í morgun, segir að rannsókn embættis landlæknis megi rekja til ábendinga, sem landlækni bárust frá sérfræðingum sem stöfuðu með lækninum, um að læknirinn hefði haldið því leyndu fyrir Handlæknastöðinni að hann hefði verið settur í bann við skurðstofuvinnu á ótilgreindri sjúkrastofnun í kjölfar veikinda. Þá hafi ábendingarnar varðað hugsanleg brot gegn starfsskyldum með því að hafa framkvæmt aðgerðir án viðurkenndra ábendinga, skráð aðgerðir á rangan og villan hátt og þannig gefið út rangar og villandi upplýsingar sem undirlag reikninga hjá Sjúkratryggingum Íslands. Stefndi lífi sjúklinga í hættu Læknirinn var boðaður á fund hjá embætti landlæknis þann 5. desember 2019 þar sem hann afsalaði læknaleyfi sínu. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að embætti landlæknis hafi þá óskað eftir mati tveggja sérfræðinga á faglegum starfsháttum hans. Niðurstaða landlæknis hafi verið að læknirinn hefði framkvæmt ónauðsynlegar aðgerðir og stefnt sjúklingum þannig í hættu. Einnig lægi fyrir að reikningar sem hann hefði gefið út í umræddum tilvikum hefðu verið rangir. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að óháðu sérfræðingarnir hafi skoðað 53 aðgerðir á tímabilinu 1. september 2019 til 30. nóvember sama ár, eða um fjórðung af aðgerðum læknisins á tímabilinu. Aðrir hefðu ekki framkvæmt aðgerð undir sömu kringumstæðum Í skýrslu sérfræðinganna hafi komið fram að ekki hafi fundist ábending fyrir tólf tilvikum og erfitt sé að sjá að einhver annað hefði ákveðið að gera aðgerð undir þessum kringumstæðum. Það hafi einnig verið mat skýrsluhöfunda að læknirinn hafi framkvæmt ákveða aðgerð óeðlilega oft. Þær hafi verið 38 á framangreindu tímabili á meðan aðrir læknar á Handlæknastöðinni hafi gert núll til tvær aðgerðir. 15 ára stúlka og tveggja ára barn í ónauðsynlega aðgerð Þá kemur fram að sérfræðingunum hafi þótt alvarlegast að ábending hafi ekki verið í tólf tilvikum, þar á meðal hafi verið 15 ára stúlka og í öðru tilfelli hafi verið gerð aðgerð á tveggja ára barni sem hafi verið sérstaklega ámælisvert að mati sérfræðinganna. Sem fyrr segir starfaði læknirinn á Handlæknastöðinni í Glæsibæ og hafði gert í mörg ár. Úlfar Þórðarson, framkvæmdastjóri, neitaði fréttastofu um viðtal vegna málsins í gær og sagðist ekki geta tjáð sig um mál einstakra lækna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira