Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. júlí 2021 12:00 Mennirnir tveir eru reynslumiklir flugumferðarstjórar á fimmtugsaldri. Þeir voru í fyrstu færðir til í starfi en að lokum sagt upp vegna alvarleika málsins. Vísir/Vilhelm Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. Mönnunum tveimur var sagt upp í síðustu viku en þeir hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa beitt unga konu kynferðisofbeldi eftir skemmtun starfsmanna í júní á síðasta ári. Konan er tvítugur nemandi í flugumferðarstjórn og mennirnir tveir reynslumiklir flugumferðarstjórar á fimmtugsaldri. Rannsókn lögreglu er lokið og var málið sent til héraðssaksóknara, þar sem það var fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum. Sú niðurstaða var hins vegar kærð og er málið nú á borði ríkissaksóknara. Isavia staðfestir í skriflegu svari til fréttastofu að mönnunum tveimur hafi verið sagt upp. Þá segir að þeir hafi í fyrstu verið færðir til í starfi en í ljósi alvarleika málsins hafi þeim verið sagt upp störfum. Heimildir fréttastofu herma að atvikið hafi átt sér stað í kjölfar bjórkvölds hjá stéttarfélagi flugumferðarstjóra í júní í fyrra og að konan hafi leitað á bráðamóttöku Landspítalans í beinu framhaldi. Starfsmannafundir hafa verið haldnir í vikunni vegna málsins og fleiri fundir eru á dagskrá hjá Isavia ANS í dag og á morgun. Isavia segir að hlutaðeigandi hafi verið boðin sálfræðiaðstoð. Kynferðisofbeldi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Mönnunum tveimur var sagt upp í síðustu viku en þeir hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa beitt unga konu kynferðisofbeldi eftir skemmtun starfsmanna í júní á síðasta ári. Konan er tvítugur nemandi í flugumferðarstjórn og mennirnir tveir reynslumiklir flugumferðarstjórar á fimmtugsaldri. Rannsókn lögreglu er lokið og var málið sent til héraðssaksóknara, þar sem það var fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum. Sú niðurstaða var hins vegar kærð og er málið nú á borði ríkissaksóknara. Isavia staðfestir í skriflegu svari til fréttastofu að mönnunum tveimur hafi verið sagt upp. Þá segir að þeir hafi í fyrstu verið færðir til í starfi en í ljósi alvarleika málsins hafi þeim verið sagt upp störfum. Heimildir fréttastofu herma að atvikið hafi átt sér stað í kjölfar bjórkvölds hjá stéttarfélagi flugumferðarstjóra í júní í fyrra og að konan hafi leitað á bráðamóttöku Landspítalans í beinu framhaldi. Starfsmannafundir hafa verið haldnir í vikunni vegna málsins og fleiri fundir eru á dagskrá hjá Isavia ANS í dag og á morgun. Isavia segir að hlutaðeigandi hafi verið boðin sálfræðiaðstoð.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira