Forsetafrúin særðist einnig lífshættulega.
Fjórir úr árásarliðinu voru felldir af lögreglu og átta eru enn á flótta. Þeir sem eru í haldi koma flestir frá Kólombíu en tveir hinna handteknu eru bandarískir ríkisborgarar ættaði frá Haítí.
Lögregla segir ljóst að mennirnir hafi verið ráðnir í verkið og því er höfuðpaursins enn leitað.
Eftir morðið á Moise flúði hluti árásarliðsins inn í sendiráð Taívans sem er í nágrenni forsetabústaðarins. Í yfirlýsingu frá sendiráðinu segir að starfsmenn þess hafi þegar veitt lögreglu aðgang að sendiráðslóðinni og þar voru flestir árásarmannanna yfirbugaðir.