Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júlí 2021 09:54 Tryggvi var formaður þjóðhátíðarnefndar fyrir rúmum áratug. vísir Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. Hann skrifaði grein um málið nýlega þar sem hann segir að hann telji þjóðhátíðarnefnd hafa bognað. Hann skýrði þetta orðalag sitt betur í Bítinu á Bylgjunni í morgun: „Það breyttist ekkert í málinu efnislega frá því að þeir kynna hann inn. Og þeir vissu alveg af þessum þrýstingi áður en þeir kynna hann, eftir því sem ég best veit,“ sagði Tryggvi. „Og ef það koma ekki fram nein haldbær rök og málið kemst ekki á byrjunarreit í okkar réttarríki þá tel ég að það hafi verið að bogna.“ Hann skilaði nefndinni 1.660 undirskriftum fólks í gær, sem hann kveðst hafa staðfest að hafi skrifað undir. Þar er skorað á nefndina að snúa við ákvörðun sinni í máli Ingós og ráða hann aftur til að sjá um brekkusönginn. Nefndin tók ákvörðun um að afbóka Ingó eftir að hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar saka þær Ingó um kynferðisofbeldi. Dómsvaldið færist ekki á samfélagsmiðla Að sögn Tryggva snýst undirskriftasöfnunin ekki um að standa með Ingó og trúa honum frekar en þolendum heldur að hindra það að menn geti verið „dæmdir á samfélagsmiðlum“ án þess að mál þeirra fari í gegn um réttarkerfið. „Það sem ég vil kannski helst ná fram er að vekja athygli á því hvert við erum komin þegar við erum komin inn á samfélagsmiðlana með dómsvaldið,“ segir Tryggvi. Spurður hvort honum þyki sögur kvennanna ekki skipta máli segir hann: „Jú, sögurnar sem slíkar skipta máli en það er gríðarlega mikilvægt að fólk komi fram undir nafni þegar það er með jafn alvarlegar ásakanir.“ Málið hafi verið „rekið“ á samfélagsmiðlum þar sem meintur brotamaður getur ekki varið sig, ekki áfrýjað „dómnum“ og veit þá ekki hve lengi hann á að afplána hann. Þjóðhátíðarnefnd tók við undirskriftunum í gær en hún hefur enn ekki tekið ákvörðun um framhaldið. Önnur undirskriftasöfnun fór einnig af stað þar sem nefndin er hvött til að standa við ákvörðun sína. Fleiri hafa skrifað undir hana, alls rúmlega þrjú þúsund manns. Leiðrétting: Upprunalega stóð að rúmlega 1.700 hefðu skrifað undir til stuðnings ákvörðun nefndarinnar en þeir eru fleiri en 3.000 þegar þetta er skrifað. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist MeToo Mál Ingólfs Þórarinssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8. júlí 2021 15:12 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hann skrifaði grein um málið nýlega þar sem hann segir að hann telji þjóðhátíðarnefnd hafa bognað. Hann skýrði þetta orðalag sitt betur í Bítinu á Bylgjunni í morgun: „Það breyttist ekkert í málinu efnislega frá því að þeir kynna hann inn. Og þeir vissu alveg af þessum þrýstingi áður en þeir kynna hann, eftir því sem ég best veit,“ sagði Tryggvi. „Og ef það koma ekki fram nein haldbær rök og málið kemst ekki á byrjunarreit í okkar réttarríki þá tel ég að það hafi verið að bogna.“ Hann skilaði nefndinni 1.660 undirskriftum fólks í gær, sem hann kveðst hafa staðfest að hafi skrifað undir. Þar er skorað á nefndina að snúa við ákvörðun sinni í máli Ingós og ráða hann aftur til að sjá um brekkusönginn. Nefndin tók ákvörðun um að afbóka Ingó eftir að hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar saka þær Ingó um kynferðisofbeldi. Dómsvaldið færist ekki á samfélagsmiðla Að sögn Tryggva snýst undirskriftasöfnunin ekki um að standa með Ingó og trúa honum frekar en þolendum heldur að hindra það að menn geti verið „dæmdir á samfélagsmiðlum“ án þess að mál þeirra fari í gegn um réttarkerfið. „Það sem ég vil kannski helst ná fram er að vekja athygli á því hvert við erum komin þegar við erum komin inn á samfélagsmiðlana með dómsvaldið,“ segir Tryggvi. Spurður hvort honum þyki sögur kvennanna ekki skipta máli segir hann: „Jú, sögurnar sem slíkar skipta máli en það er gríðarlega mikilvægt að fólk komi fram undir nafni þegar það er með jafn alvarlegar ásakanir.“ Málið hafi verið „rekið“ á samfélagsmiðlum þar sem meintur brotamaður getur ekki varið sig, ekki áfrýjað „dómnum“ og veit þá ekki hve lengi hann á að afplána hann. Þjóðhátíðarnefnd tók við undirskriftunum í gær en hún hefur enn ekki tekið ákvörðun um framhaldið. Önnur undirskriftasöfnun fór einnig af stað þar sem nefndin er hvött til að standa við ákvörðun sína. Fleiri hafa skrifað undir hana, alls rúmlega þrjú þúsund manns. Leiðrétting: Upprunalega stóð að rúmlega 1.700 hefðu skrifað undir til stuðnings ákvörðun nefndarinnar en þeir eru fleiri en 3.000 þegar þetta er skrifað.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist MeToo Mál Ingólfs Þórarinssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8. júlí 2021 15:12 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02
Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8. júlí 2021 15:12